Bæjarins besta - 11.01.2006, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 19
Tvær breytingar hafa verið
auglýstar á aðalskipulagi
Súðavíkurhrepps og er í báð-
um tilvikum um að ræða breyt-
ingar á landnotkun í sveitarfé-
laginu. Annars vegar er áætlað
að aflétta hverfisvernd við
Seljaland í botni Álftafjarðar
og skipuleggja 172 hektara
sem frístundabyggð fyrir um
það bil 60-70 frístundahús.
Svæðið afmarkast af vatns-
verndarsvæði til suðurs og
landi Svarthamra skammt
norðan Svarfhólsár til norður.
Svæðið nær upp í 260 metra
yfir sjávarmáli og afmarkast
til austurs af veghelgunar-
svæði þjóðvegar.
Hins vegar er um að ræða
svæði sem skilgreint er sem
landbúnaðarsvæði og óbyggt
svæði, en þar er gert ráð fyrir
að verði blanda frístunda-
byggðar og skógræktar. Það
svæði er um 77 hektarar að
stærð fyrir um 10-15 frístunda-
hús, og nær svæðið upp í 200
metra yfir sjávarmáli. Breyt-
ingartillagan var lögð fram til
sýnis á skrifstofu og heimasíðu
Súðavíkurhrepps verður þar
fram til 30. janúar. Frestur til
að gera athugasemdir er til 15.
febrúar og skal þeim skilað á
skrifstofu sveitarfélagsins.
Nýjar frístundabyggðir
Aðalskipulag Súðavíkurhrepps
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða skrifar
Aukin starfsemi Atvinnuþró-
unarfélags Vestfjarða árið 2006
Á nýju ári er oft gott að líta
til baka og skoða hvað áunnist
hefur í hinum ýmsu málum.
Hjá Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða (skammst. AtVest.)
er ýmislegt á döfinni sem von-
andi kemur til með að auka
fjölbreytni í atvinnulífi Vest-
fjarða í framtíðinni. AtVest
hefur með höndum marghátt-
uð verkefni og nú í nóvember
s.l. var skrifað undir samning
um að félagið tæki að sér fram-
kvæmd á Vaxtarsamningi
Vestfjarða. Þar er m.a. verið
að tala um að koma á fót klasa-
myndun fyrirtækja, sem von-
andi leiðir af sér samstarf og
nýsköpun í atvinnu á svæðinu.
Í kjölfarið er verið að fjölga
störfum hjá AtVest og er sú
aukning aðallega í Vestur-
byggð og á Hólmavík. Jafn-
framt á Reykhólahreppur að
fá meiri hlutdeild í vinnu þeirra
starfsmanna.
Það er vissulega á brattann
að sækja við að skapa ný at-
vinnutækifæri á Vestfjörðum.
Horft er til aukinnar ferðaþjón-
ustu og möguleika til háskóla-
náms og rannsóknarvinnu í
tengslum við það. Hafin er
starfsemi Markaðsstofu Vest-
fjarða sem AtVest hefur unnið
við að koma á fót og er sam-
starfsverkefni AtVest, Fjórð-
ungssambands Vestfjarða,
sveitarfélaga á Vestfjörðum og
Ferðamálasamtaka Vest-
fjarða. Þar verður unnið að
markaðssetningu á Vestfjörð-
um í víðum skilningi, bæði í
ferðaþjónustu og jákvæðri
kynningu á búsetumöguleik-
um.
Mikilsverður árangur náðist
12. mars 2005 þegar undirrit-
aður var stofnsamningur Há-
skólasetur Vestfjarða, en At-
Vest er einn af stofnaðilum og
hafði lengi unnið að því verk-
efni og það ferli endar vonandi
með að við sjáum hér Háskóla
Vestfjarða. Að því verðum við
öll að vinna sem viljum sjá
Vestfirði og vestfirskt mannlíf
vaxa og dafna. Það gerist ekki
nema með meiri menntun,
nýsköpun og framsækni á öll-
um sviðum. Snjóflóðasetur,og
aukin starfsemi Hafrann-
sóknastofnunar á Ísafirði eru
dæmi um starfsemi sem hefur
verið að aukast. Ný stofnun
um loftslagsbreytingar á Norð-
urslóðum er vonandi að kom-
ast á fót á Ísafirði. Vestfirðir á
miðöldum er dæmi um rann-
sóknarverkefni sem fór vel af
stað.
Að vísu eru þetta ekki mörg
störf, en við megum ekki
gleyma því að mjór er oft mik-
ils vísir og hvert og eitt starf
sem verður til er ávinningur
og skapar oft fleiri afleidd
störf. AtVest var frumkvöðull
að rannsókna- og undirbún-
ingsvinnu við að koma af stað
kalkþörungavinnslu á Bíldu-
dal og vann að því allt frá
árinu 2000 til vors 2004. Það
var síðan selt núverandi fram-
kvæmdaaðilum. Því verki
miðar vel áfram og mun skapa
11-14 störf á Bíldudal. Margir
horfa til þess að við séum ekki
að koma á fót stóriðju eins og
t.d. er á Austfjörðum og því sé
lítið að gerast hjá okkur, og
fólki haldi áfram að fækka.
En hvað er að gerast á Aust-
fjörðum? Jú, vissulega eru
miklar framkvæmdir í gangi
og mikið vinnuafl að störfum
en Íslendingum á Austfjörðum
hefur ekki fjölgað, þar eru fyrst
og fremst erlendir verkamenn
að störfum og sumir að setjast
að þar, sem er auðvitað gott
og gilt. Við höfum líka á Vest-
fjörðum margbreytilega flóru
fólks af ýmsu þjóðerni, sem
hefur auðgað okkar samfélag
og víða er það fólkið sem
vinnur í framleiðslustörfun-
um, sem Íslendingar fást ekki
lengur í.
En okkur vantar fleiri og
fjölbreyttari atvinnutækifæri
fyrir unga Vestfirðinga sem
hafa hleypt heimdraganum og
menntað sig til ýmissa starfa.
Þetta unga fólk vill gjarnan
búa á Vestfjörðum fái það störf
við hæfi, það sýna kannanir
sem gerðar hafa verið á því
hvar fólk vill búa.
Ég er þeirrar skoðunar að
okkar landssvæði sé svo sér-
stakt að við þurfum og eigum
að nýta það á sjálfbæran hátt.
Við getum fjölgað ferðamönn-
um með því að nýta okkur
þessa sérstöðu og hreinleika
svæðisins. Ég horfi þó til einn-
ar tegundar stóriðju sem við
þurfum að vera vakandi yfir
að ná til okkar í fyllingu tím-
ans, en það er ómengandi stór-
iðja og við eigum náttúruauð-
lindir fyrir þá stóriðju. Þar á
ég við vetnisframleiðslu, sem
verður eldsneyti framtíðarinn-
ar. Til þess þarf vatn og raf-
magn og við eigum nóg af
vatni sem rennur til sjávar í
öllum fjörðum ónotað.
Við eigum líka fleiri nátt-
úruauðlindir sem enn hafa ekki
verið nýttar s.s. aðalbláberin.
Þar er byrjað að rannsaka vaxt-
arskilyrði, fjölgun, efnasam-
setningu o.fl. sem gæti tengst
ræktun aðalbláberjalyngs í at-
vinnuskyni. AtVest fylgist vel
með í því sem þar er að gerast,
en eins og kunnugt er þá eru
margir dalir og fjallshlíðar á
Vestfjörðum þaktar aðalblá-
berjalyngi og þar talin sérstak-
lega góð vaxtarskilyrði. At-
Vest hefur þau tæp níu ár sem
félagið hefur starfað unnið vel
að þeim markmiðum að fjölga
atvinnutækifærum, vinna að
nýsköpun, aukinni menntun og
rannsóknum. Mannauður sem
fólginn er í því starfsfólki sem
félagið hefur haft á að skipa er
auðlind sem við höfum notið í
ríkum mæli.
Ég horfi því björtum augum
til framtíðarinnar og vænti
þess að stjórnvöld vinni með
okkur í að fylgja eftir vaxtar-
samningi Vestfjarða og að í
nýrri byggðaáætlun sem verið
er að leggja fram á Alþingi á
næstu dögum verði raunhæfar
áætlanir til að efla byggð hér á
Vestfjörðum sem annars stað-
ar á landinu og að því fylgi
fjármagn til framkvæmda. Og
ég minni ykkur á það góðir
Vestfirðingar að við höfum
alltaf verið þekkt fyrir kraft
og framtak. Látum það koma í
ljós á næstu árum. Leggjum
okkur fram hvert og eitt og
vinnum saman, sundrungin
skilar engu.
Með ósk um farsælt ár og
fjölgun atvinnutækifæra á ár-
inu 2006.
Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, formaður stjórnar AtVest.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir.
02.PM5 5.4.2017, 10:0719