Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 11.01.2006, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 200612 Vestfirðingar tóku okkur opnum örmum Ómar Smári Kristinsson og Nina Ivanova eru myndlistarmenn og hafa um árabil haft vetursetu í Æðey. Þegar voraði fóru þau í land fljótlega eftir að fyrstu farfuglarnir byrjuðu að vappa um í túninu. Þá lá leiðin á fjöll, en þau hafa um árabil verið með versl- unarrekstur í Landmannalaugum og silungs- veiði þar í kring. Nú hafa þau fært sig um set og hafa vetursetu á Ísafirði. Smári er Ís- lendingur en Nina er Rússi. Leiðir þeirra lágu saman í myndlistarskóla í Þýskalandi. Nina:„Við kynntumst úti í Þýskalandi í myndlistarskóla í Hannover. Smári var skipti- nemi og ég kom frá Rússlandi til að nema myndlist í eitt ár.“ Smári: „Nina kom reyndar í skólann sem fullmótaður listamaður.“ Nina: „Það var mun auð- veldara að fá vegabréf sem nemi svo ég gerði það.“ Smári: „Það var eins og ör- lögin eða einhver ókunn öfl vildu endilega toga okkur saman því við hittumst ekki endilega í skólanum sem við sóttum bæði, heldur í neðan- jarðarlestinni og einu búðinni sem var opin á næturnar.“ Nina: „Við hittumst líka á flóamarkaði þar sem Smári var að selja listaverk.“ Smári: „Ég tók myndir af flóamarkaðinum og seldi þær á sama stað viku seinna. Eng- inn keypti mynd, en mér tókst að gefa eina.“ – Urðuð þið strax ástfangin? Nina: „Við urðum strax hrifin hvort af öðru. Ég hélt nú reyndar að Smári væri slav- neskur fyrst. Dökkhærður og rauður í kinnum og svo fullur af lífi miðað við Þjóðverjana. En, nei, hann reyndist vera íslenskur.“ Smári: „Ég var nú eiginlega hálfhræddur við Ninu fyrst. Hún var svo ákveðin, sterk og kröftug. Svo fannst mér hún tala svo góða þýsku nýkomin til landsins og ég varð fullur af lotningu og hálfgerðri af- brýðisemi.“ Nina: „Eftir fyrsta veturinn okkar saman ákváðum við að reyna að komast til Íslands. Sambandið hafði gengið svo vel þrátt fyrir að við séum með ólíkasta bakgrunn sem hægt er að ímynda sér. Ég vissi ekk- ert um Ísland og fékk leyfi til að fara sem skiptinemi í eitt ár. Við prófuðum það og bjuggum í Kópavogi á meðan við vorum í námi.“ Lærði íslensku af Elínu Hirst Smári: „Þegar ég hafði lokið mínu myndlistarnámi í Reyk- javík var komið að Nínu að klára sitt. Ég sneri því aftur út með henni og við vorum tvo vetur til viðbótar í Hannover. Þar útskrifuðumst við samtím- is. Reyndar þóttum við svo efnileg að okkur var boðið framhaldsnám úti en í milli- tíðinni hafði það gerst að við höfðum frétt af því í gegnum systur mína að það væri mikil mannekla í Æðey. Það gengi illa að fá vetursetufólk þar. Við prófuðum því að hringja í Jónas Helgason bónda og bjóða okkur fram. Hann tók því strax vel. Þá höfðum við engan áhuga á því lengur að fara í mastersnám.“ Nina: „Maður getur lært mjög mikið í grunnnámi en svo kemur að því að maður fær nóg og getur ekki lært meira. Þá er tilgangslaust að hlaða á sig gráðum. Á ákveðn- um tímapunkti kemur að því að maður fer í sjálfsnám sem enginn getur kennt manni. Þá er náttúrulega tilvalið að dvelja á þeim tíma úti í eyju, eins og Æðey, þar sem maður er ekki undir áhrifum neins og ekkert áreiti frá neinu fólki. Maður hefur ekkert annað á sinni könnu en að rannsaka sjálfan sig. Eins skringilega og það hljómar þá lærði ég íslensku þar. Ég hafði aldrei haft fyrir því áður því þá vorum við á leið til Þýskalands aftur og mér fannst ég ekki þurfa að læra tungumálið. En úti í Æðey lærði ég að tala íslensku. Ég lærði hana sjálf og af Smára og svo hlustaði ég mikið á fréttakonuna Elínu Hirst. Hún talar svo skýrt og flott. Maður gat líka séð svo greinilega hvernig hún myndaði orðin með vörunum. Smári er líka svolítið smá- mæltur og sum orð lærði ég beint af honum en komst svo að því seinna að þau voru ekki rétt borin fram. Ég setti þá þorn í staðinn fyrir ess.“ – Nina og Smári dvöldu sex vetur í Æðey. Nina: „Á sumrin tók við allt annað líf. Þá héldum við í fjöl- mennið í Landmannalaugum. Þar rekum við ferðaþjónustu, búð, upplýsingamiðstöð og kaffisölu á sumrin. Hlutirnir bara æxluðust þannig að við opnuðum versl- un þarna. Það var þörf fyrir eitthvað slíkt á þessum stað. Við byrjuðum á því að selja brauðsneiðar og annað smott- erí með silungnum og einn daginn ákváðum við að opna alvöru búð. Margir ráku upp stór augu því að listamenn eru óhag- kvæmasta starfsgreinin sem til er. Enginn hafði trú að því að tveir listamenn gætu haldið uppi verslunarrekstri. En ef maður tekst á við það sem maður getur séð um sjálfur, en er ekki of stórt og ofvaxið manni, getur hver sem er rekið fyrirtæki. Ekki færa of mikið út kvíarnar og ekki vera með neina græðgi. Ég hef ekkert á móti framtíðarhugmyndum en þær verða að vera raunhæfar.“ Smári: „Ástæðan fyrir því að við getum haldið uppi búð- inni er sú að bróðir minn er með okkur í rekstrinum. Við kunnum ekki á bíla og aðrar flóknar vélar og starfsemin gengur út á það að hafa slíkan flota á sínu framfæri. Við förum vanalega til Landmannalauga í júní og hingað til höfum við haft það sem reglu að pakka saman í lok ágúst.“ Baráttuandi í Ísfirðingum – Nú hafið þið vetursetu á Ísafirði, hvernig leggst það í ykkur? Nina: „Ég er mjög bjartsýn á dvöl okkar hérna á Ísafirði og líður mjög vel hérna. Á haustin eftir að við höfðum lokað versluninni í Land- mannalaugum ferðuðumst við um landið og höfðum augun opin fyrir stað til að búa á eftir að við myndum hætta að hafa vetursetu í Æðey. Til dæmis leist okkur ágætlega á Siglu- fjörð og Akureyri.“ Smári: „En af öllum þeim stöðum sem við heimsóttum leist okkur langbest á Ísafjörð. Hér á ég líka sæg af systrum og það er óneitanlega gott að eiga góða að. En óháð þeim þá skynjum við Nina hérna að það er mikill baráttuandi í mannskapnum. Kannski stafar það af því að samfélagið er í vörn en okkur finnst eins og það séu svo margir viljugir að prófa og framkvæma nýja hluti. Ekki endilega að byggja stærðar álver eða fáránlegar virkjanir. Það er ekki eyði- leggjandi kraftur sem býr í fólkinu hér vestra. Þennan heilbrigða anda sem ríkir hér finnur maður hvergi annars staðar svona vel. Þó það sé heilmargt hægt að gera í höfuðborginni þá er einstaklingurinn ekki eins mikils virði þar eins og á Ísa- firði. Hér er hver og einn ómissandi maður á sínum stað.“ Nina: „Hver og einn getur líkur áorkað svo miklu meira. Þegar manneskja fær svona mikla hvatningu eins og hér er eru henni allir vegir færir. Svo er líka svo skemmtileg stærð á bænum.“ Borgin Ísafjörður Smári: „Maður finnur mun betur að Ísafjörður sé borg fremur en Reykjavík. Maður er kominn í fáeinum skrefum hvert sem maður vill í staðinn fyrir að húka í bíl hvert sem maður fer í höfuðborginni.“ Nina: „Hvað felst í þessari stórborgartilfinningu sem fólk sækist eftir. Jú. maður getur farið á hundrað diskótek eða kvikmyndahús ef að það er áhugamálið. En stórborgarlífið skapar einstaklingurinn sem ferðast á milli þessara staða. Ef að einstaklingurinn er inni- lokaður í strætó eða lest með hundrað öðrum og týnist í fjöldanum eins og rykkorn sem sópað er upp á hverju kvöldi, hvaða tilgang hefur það þá? Ég er alveg viss um að Silf- urtorgið hafi svo mikið að segja um bæjarlífið á Ísafirði. Ég hef verið á mun stærri stöð- um þar sem vantaði svona mið- punkt þar sem fólk hittist úti að ganga með barnavagnana eða á einhverjum uppákom- um.“ Smári: „Einn af fjársjóðum bæjarins er þessi gamli kjarni með húsum sem eiga sér svo mikla sögu. Þess vegna finnst mér svo skrítið að það virðast vera ákveðnir kraftar í samfélaginu sem skynja þetta ekki því það eru að rísa frekar ljótar bygg- ingar á sama tíma og fólk er 02.PM5 5.4.2017, 10:0712

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.