Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 11.01.2006, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 200610 Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra skrifar Upphlaup tveggja þingmanna Vefur BB á Ísafirði er mikið lesinn enda aðgengilegur og vel gerður og er hann einn þeirra vefmiðla sem ég reyni að fylgjast með vegna starfs míns. Hann er að mínu mati mikilvægur vettvangur til sóknar og varnar í þágu byggð- anna á Vestfjörðum. Hann er því mikið notaður af þing- mönnum sem koma á framfæri skoðunum sínum og á honum eru fréttir sem vekja oft at- hygli. Breytingar á framkvæmd póstdreifingar við Ísafjarðar- djúp hefur gefið tveimur þing- mönnum tilefni til þess að hlaupa upp í fjölmiðlum og leita leiða til árása á mig sem samgönguráðherra. Þetta upp- hlaup og málflutningur þing- mannanna hefur gefið mér til- efni til þess að hugleiða starf stjórnmálamanna og ekki síður samstarf þingmanna. Er það góðum málsstað til framdráttar að sverta aðstæður og nota að- gang að fjölmiðlum til þess að láta líta svo út sem að við- komandi hafi ástæðu til þess að veitast að samstarfsmanni án þess að gefa færi á málefna- legri og upplýstri umræðu? Um jól og áramót gefast stundir til þess að hugleiða umburðarlyndi og afstöðuna til náungans og ekki síst sam- starfsmanna. Ég er einn þeirra sem hef hugleitt þessar hliðar mannlífsins vegna starfs okkar stjórnmálamanna. Harkan í garð stjórnmálamanna hefur verið að aukast og sumir stjórnmálamenn ganga raunar sjálfir á undan með fordæmi sem er lítt til eftirbreytni. Að nota hvert tækifæri til þess að gera samstarfsmenn sína tor- tryggilega getur ekki þjónað ærlegum eða málefnalegum tilgangi. Á Alþingi gefst tæki- færi til umræðu og svara þegar deilt er um málefni. Á þeim vettvangi gefst færi á því að svara og skýra málin og þar eru fyrirspurnartímar þar sem þingmenn geta t.d. sett fram spurningar til ráð- herra og skapað málefnalega umræðu. Í fjölmiðlum ljósvak- ans gefst ekki alltaf tækifæri til þess að bregðast við full- yrðingum eða sleggjudómum. Vefmiðlarnir eru hraðfleygir og önnum kafnir ráðherrar hafa ekki tækifæri til þess að liggja yfir spjalli á vefnum. Mér hefur verið bent á upp- hlaup í fjölmiðlum af hálfu samþingsmanna minna þeirra Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna og Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslyndaflokksins. Tilefnið er endurskipulagning póst- dreifingar við Ísafjarðardjúp. Að því tilefni hafa þeir félagar ekki vandað mér kveðjurnar. Á BB vefnum talar Sigurjón Þórðarson um kaldar kveðjur Sturlu Böðvarssonar og Jón Bjarnason skrifar í alla miðla og þar á meðal í BB um að ,,blásið sé í Póstlúðra við Ísa- fjarðardjúp” gegn hagsmunum íbúanna við Djúp. Þeir ágætu þingmenn tala og skrifa eins og þeir einir beri hag íbúa dreifbýlisins fyrir brjósti. Þetta upphlaup þeirra er ótrúlega ómálefnalegt. Ekki höfðu þeir fyrir því að leita upplýsinga hjá samgönguráðherra, sem þeir voru að gagnrýna og væna um að hafa ekki hagsmuni íbú- anna í huga og mátti ætla af þessum skrifum að ég hefði sérstakan áhuga á að skerða þjónustu íbúa við Ísafjarðar- djúp. Að þessu tilefni vil ég segja að Íslandspóstur hefur skyld- um að gegna í samræmi við lög og reglur. Það fer ekki á milli mála að ráðuneytið fylgir því eftir að þeim skyldum sé sinnt. Ágætt samstarf er og hefur verið milli samgöngu- ráðuneytisins, Íslandspósts og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps um þá þjónustu sem veitt er, og verður veitt, á vegum Ís- landspósts. Er fullt samkomu- lag um það hvernig íbúunum við Djúp verður þjónað. Vil ég vísa til þess sem kemur fram á heimasíðu Súðavíkur- hrepps um málið og á heima- síðu minni. Vænti ég þess að íbúarnir á svæðinu átti sig á því hverjir hafi raunverulega verið að vinna að hagsmuna- málum þeirra. Upphlaup og vinnubrögð þessara tveggja þingmanna hljóta að vekja furðu. Ég hef orðið þess ríku- lega var í viðbrögðum þeirra sem hafa haft samband við mig og leggja mikið upp úr góðu og árangursríku sam- starfi þingmanna og íbúa kjör- dæmisins. Ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við ómál- efnalegt fjas í minn garð. En ég gat ekki látið þessu ósvarað. Sturla Böðvarsson. Sturla Böðvarsson. Olíudreifing ehf. hefur ósk- að eftir því fyrir hönd Skelj- ungs hf. og Olíudreifingar ehf. að Ísafjarðarbær heimili þeim uppbyggingu birgðastöðvar fyrirtækjanna við Suðurgötu á Ísafirði. Í beiðninni er falin ósk um stækkun núverandi lóðar um 1.130 m², eða úr 2.190 m² í 3.320 m². Í fyrsta áfanga hyggjast félögin setja niður tvo bensíngeyma neðan- jarðar, steypa botn þróar, ganga frá áfylliplani og frá- rennslisskilju, flytja geymir sem nú er staddur við Mjósund og loka þeirri stöð í framhald- inu. Í bréfi sem Hörður Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, skrifar bæjar- ráði segir meðal annars: „Að breytingum loknum yrðu geymar stöðvarinnar málaðir og umhverfi snyrt þannig að sem minnst færi fyr- ir þessari starfsemi og hún gæti verið eigendum sínum og bæn- um til sóma.“ Í öðrum áfanga fælist þá að nýir geymar yrðu byggðir og þró yrði stækkuð sem því nemur, í bréfinu segir að ráðast eigi í þær fram- kvæmdir „þegar markaðurinn [kallar] á fleiri tegundir elds- neytis“. Þá hafa félögin hug á að koma fyrir afgirtu bílastæði og starfsmannaðstöðu á lóð- inni við Suðurgötu. Þá kemur fram að gangi bæj- aryfirvöld að beiðni félaganna muni þau lýsa því yfir að nú- verandi lóðaleigusamningur sem gerður var 1950 til 99 ára komi til endurskoðunar, líkt og Halldór Halldórsson bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar hefur gert kröfu um, og felld verði út grein um að bænum sé skylt að kaupa upp eignir olíufélag- anna vilji bærinn ekki fram- lengja lóðaleigusamninginn að loknum leigutíma. Halldór Halldórsson bæjar- stjóri lagði fram tillögu til sam- þykktar á beiðni félaganna með fimm skilyrðum: „1. Gerður verði nýr lóðar- leigusamningur sem nái til þeirrar lóðar sem olíufélögin hafa og viðbótarlóðar sem samningur er runninn út á. Samningurinn verði ekki til lengri tíma en núverandi samn- ingur, þ.e. til 45 ára. 2. Ákvæði verði í nýjum lóðarleigusamningi að þrátt fyrir ákvæði skipulags- og byggingarlaga um uppkaup eigna eftir að lóðaleigusamn- ingur rennur út, muni það ekki eiga við í tilfelli lóðar við Suð- urgötu. 3. Olíufélögin uppfylli öll skilyrði laga og reglugerða um olíubirgðastöð og frágangur verði þannig að sem minnst fari fyrir stöðinni í umhverf- inu. Sökum þéttrar byggðar á Ísafirði er krafa um frágang og umgengni mjög ströng. 4. Olíufélögin láti vinna hættumat vegna staðsetningar- innar við Suðurgötu og sam- anburðarmat við aðra staði sem nefndir hafa verið sem valkostir á eyrinni. Tekið verði tillit til löndunar á olíu og bens- íns í því hættumati þar sem metið sé hvort meiri hætta sé af löndun olíu og bensíns innan eyrarinnar en í Sundahöfn. 5. Eftir að mannvirki hafa verið fjarlægð við Mjósund gangi olíufélögin frá svæðinu þannig að til fyrirmyndar sé og tryggi með mælingum að ekki sé mengun í jarðvegi. Mælist mengun geri olíufé- lögin ráðstafanir til að ráða bót á því.“ Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs, lagði til að tillögu bæjarstjóra yrði vísað til bæj- arstjórnar til samþykktar. Til- laga Birnu var samþykkt 2-1 og lét Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar, bóka mótatkvæði sitt. Olíufélögin óska eftir stækkun á lóð Olíutankar olíufélaganna við Suðurgötu. 02.PM5 5.4.2017, 10:0710

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.