Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 20

Bæjarins besta - 11.01.2006, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 200620 Kengúrukjötið kom skemmtilega á óvart Nýársfagnaður SKG veitinga var haldinn á Hótel Ísa- firði á laugardagskvöld. Á sjöunda tug gesta gæddu sér á önd, kengúrukjöti og fleiru sem Bolvíkingurinn Halldór Karl Valsson, matreiðslumeistari á Hótel Holti og Norð- urlandameistari í matreiðslu árið 2004 sá um að elda. „Maturinn var mjög góður og kengúran kom skemmti- lega á óvart, mjög meyrt og gott kjöt sem var vel mat- reitt“, segir Karl Ásgeirsson, einn eigenda SKG veitinga. Veislustjóri var Ólína Þorvarðardóttir og Halldór Smárason lék tónlist undir borðhaldi. Stórsöngvarinn Bjarni Arason söng fyrir veislugesti og Baldur og Margrét léku fyrir dansi fram á nótt. Meðfylgjandi myndir voru teknar í fagnaðinum. – halfdan@bb.is 02.PM5 5.4.2017, 10:0720

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.