Bæjarins besta - 11.01.2006, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 23
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Uppáhalds kvikmyndin · Karl Jónsson, innkaupastjóri FSÍ Orðrétt af netinu · www.krossinn.is
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Ísafjarðarbíó
Shawshank Redemtion mögnuð Ruddaskapur í garð biskups
Brennslan mín · Birgir Olgeirsson, stúdent og tónlistarmaður
Tónlist Zeppelin endalaus snilld
Þetta eru 10 lög sem komu
strax upp í huga
1. I believe in a thing
called love – The Darkness
Lagið sjálft er gott en
minningarnar tengdar því eru
betri.
2. Back in black – AC/DC
Þetta lag, öl og slikk og
veislan er hafin.
3. Oh darling – The Beatles
Bítlarnir voru alltaf einu
skrefi á undan öllum. Þetta
lag kom fyrst í hugann.
4. Plug in baby – Muse
Þetta lag var daglega í spil-
aranum hjá mér um tíma. Tón-
listargeta Bellamy´s er yfir-
náttúruleg
5. Brown sugar
– The Rolling Stones
Rolling stones að gera það
sem þeir gera best. Plokkandi
svöl stef og syngjandi um
svæsnar konur og vafasamt
líferni
6. Communication
breakdown – Led Zeppelin
Allt er eitthvað svo magnað
við Zeppelin. Tónlistin er enda-
laus snilld.
7. Somebody to love– Queen
Frábært lag hjá Queen.
8. Gamli góði
vinur – Mannakorn
„Þegar vínið vermir sál,
tölum ennþá sama mál.“ Maggi
Eiríks er með hlutina á hreinu
fyrir mann.
9. Heart of Gold
– Neil Young
Þetta lag heyrði maður
pabba alltaf syngja og spila
inn í stofu þegar maður var
lítill. Búið að venjast hressi-
lega á manni.
10. Fire – Jimi Hendrix
Move over rover & let Jimi
take over.
Birgir Olgeirsson.
Framúrskarandi verk úr silfri
Pétur Tryggvi Hjálmarsson
er meðal bestu silfursmiða í
Evrópu á síðustu öld að mati
Koldinghus-listasafnsins á
Jótlandi. Safnið tók nýlega
saman bestu verk silfursmíða
á 20. öldinni og voru valin 24
verk eftir átján silfursmiði og
hönnuði. Myndir af verkunum
ásamt umfjöllun um smiðina
voru gefnar út í bók sem ber
titilinn „Dansk sølv på Kold-
inghus, 20 århundrede“. Þar
er mynd af silfurkönnu sem
Pétur Tryggvi smíðaði á með-
an hann bjó í Danmörku.
„Ég fékk að vita þetta rétt
fyrir jólin. Þetta er mjög
ánægjulegt og ég áttaði mig
ekki alveg á þessu fyrst“, segir
Pétur Tryggvi. Athygli vekur
að danskir smiðir eru í yfir-
gnæfandi meirihluta í vali
Koldinghus. „Já, það er
skemmtilegt að ég hafi verið
fyrir valinu sem einn af smið-
unum þar sem silfursmíði er
stolt Dananna.“ Pétur er
fæddur á Ísafirði og uppalinn
þar að mestu. Hann lærði í
Iðnskólanum í Reykjavík og
síðar við danska Gullsmíða-
háskólann þaðan sem hann
lauk prófi árið 1983. Hann
bjó um árabil í Danmörku en
hefur nú komið sé fyrir með
verkstæði og íbúð í Brautar-
holti, gömlu skólahúsi í botni
Skutulsfjarðar. Þá lærði hann
fyrst hjá föður sínum Hjálm-
ari Torfasyni. „Hann kenndi
mér fyrstu handtökin og ég
hef verið að læra síðan. Reyn-
slan er svo mikilvæg þegar
kemur að handverki og efnis-
meðferð.“
Þá segir Pétur að hann hafi
ekki kynnst silfursmíði fyrr en
út í Danmörku. „Á sveinspróf-
inu mínu stendur að það sé
fyrir gull- og silfursmíði en ég
komst ekki að því fyrr en ég
kom út til Danmerkur ´81 að
ég vissi ekki hvað silfursmíði
væri. Ekki er silfursmíði að geta
smíðað skartgripi eins og hring.
Það er svo miklu meira. Ég
lærði þar handtökin og hef verið
að prófa mig áfram síðan.“
Í umfjölluninni í bókinni
segir um Pétur Tryggva:
Pétur Tryggvi er útskrifaður
1979 sem gull- og silfursmiður
í Reykjavík hjá föður sínum
gull- og silfursmiðnum Hjálm-
ari Torfasyni. 1981-83 gekk
hann í Gullsmíðaháskólann
fyrir eðalmálma í Kaupmanna-
höfn. Hann rak eigið verkstæði
í Kaupmannahöfn 1988 en fór
aftur heim til Íslands 2002.
Pétur Tryggvi hefur skapað
sér nafn fyrir framúrskarandi
verk úr silfri og eðalsteinum
sem hafa verið flutt út til
Þýskalands g Japan.
Hann hefur þar fyrir utan þróað
smíði á kirkjulistagripum úr
silfri með sérstöku og kraft-
miklu innslagi. Hann hefur
leikið sér að samsetningum
með ólíkum efn-
um, hvort
sem hann blandar saman gulli,
platíni, ryðguðu járni eða
önnur efni. Uppáhaldsverk-
færi hans er hamarinn sem
hann hefur notað í mörgum
mikilvægum verkum á árun-
um í kringum 2000.
„Uppáhaldsmyndin mín
myndi ég segja að væri fang-
elsismyndin Shawshank
Redemption með Tim Robb-
ins og Morgan Freeman í
aðalhlutverkum. Myndin er
byggð á eftir sögu Stephen
King og mér fannst hún
mögnuð í alla staði. Snilldar-
flétta og góður leikur. Hún er
mjög ofarlega á topp fimm
listanum mínum allavega.
Svo fannst mér kvikmyndin
In the name of the father sem
skartaði Daniel Day Lewis í
aðalhlutverki rosalega góð.
Hún fjallar um Guildford feðg-
ana sem settir voru saklausir
í fangelsi og er sannsöguleg.
Einnig er Appollo 13 í uppá-
haldi og það var gaman að
sjá þá sögu kvikmyndaða.
Það er ljóst að herferð kynvillinganna fyrir forréttindum
er gengisfelling hjónabandsins ef hún nær fram að ganga.
Þeir eru herskáir mjög og hafa náð að kasta ryki í augu
þorra manna. Ein af grundvallarlygum þeirra er að reyna
að telja mönnum trú um að þeir séu tíu af hundraði af
mannafla. Þeir hafa komið þessum ósannindum víða að
og margir virðast trúa þeim. Reyndin er allt önnur og telja
má að hommar séu að hámarki innan við fjögur prósent
og lesbíur innan við tvö af hundraði. Í raun eru virkir aðilar
nær því að vera helmingur af þessu.
Gunnar Þorsteinsson – krossinn.is
Minningar-
vaka á afmæl-
isdegi Guð-
mundar Inga
Hin árlega minningarvaka
Guðmundar Inga Krist-
jánssonar, skálds frá
Kirkjubóli í Önundarfirði,
verður haldin í friðarsetr-
inu Holti á afmælisdegi
hans sunnudaginn 15. jan-
úar. Kirkjukórinn syngur
og þeir Már Jónsson og sr.
Skúli S. Ólafsson flytja
erindi sem tengjast sögu
prestssetursins að Holti.
Guðmundur Ingi byrjaði
ungur að starfa sem kenn-
ari í farskóla og síðar í
Holti. Hann sinnti mörgum
trúnaðarstörfum og gaf út
nokkrar ljóðabækur sem
allar voru kenndar við sól.
Guðmundur Ingi var heið-
ursborgari Mosvallahrepps
og síðar hins sameinaða
Ísafjarðarbæjar. Hann lést
þann 30. ágúst 2002.
02.PM5 5.4.2017, 10:0723