Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2006, Side 18

Bæjarins besta - 11.01.2006, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 200618 Fréttaannáll ársins 2005 – síðari hluti 18 tuttugu feta gáma, en skipið sem Sæskip ehf. hefur auga- stað á tekur 140 slíka gáma. Lengstu GSM -eyður um 25 km 25.10 Eins og fram kom á bb.is fyrir helgi hefur verið settur upp nýr sendir fyrir GSM símasamband á Bæjum á Snæfjallaströnd, en eins og flestir vita hefur lítið sem ekk- ert GSM samband verið í Ísa- fjarðardjúpi, auk þess sem ekkert samband náðist utar- lega á Óshlíð. Gott GSM sam- band er nú frá Bolungarvík alla leið inn í utanverðan Seyð- isfjörð, með þeirri undantekn- ingu þó að það er örlítið slitrótt innst í Álftafirði. Fullt sam- band er í vegskálunum fjórum á Óshlíð. Lengstu eyður í GSM sambandi á leiðinni frá Hólmavík til Bolungarvíkur eru nú um 25 kílómetrar. Áður var lengsta eyðan um 120 kíló- metrar. Lagt til að lögreglu- embættum fækki 25.10 Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála hefur gert það að tillögu sinni að lögregluembættum á Ís- landi fækki úr 26 í 15, og þar af verði sjö svokölluð lykil- embætti. Samkvæmt tillög- unni á að sameina löggæslu í Bolungarvík og Patreksfirði við lögregluembættið á Ísa- firði, sem þá verði skilgreint sem lykilembætti. Þá stingur nefndin að auki upp á að lög- gæsla í Reykhólahreppi og í Hólmavík verði sameinuð lög- regluembættinu í Borgarnesi. Þannig verður bara eitt lög- regluembætti á Vestfjörðum. Gengið er út frá því í skýrslu nefndarinnar að almenn lög- gæsla muni eflast alls staðar á landinu, og ekki er gert ráð fyrir því að fækka lögreglu- stöðvum. Vill koma Já í eigu Vestfirðinga 28.10 Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur hafið vinnu við að koma fyrirtækinu Já í eigu fjársterkra aðila á Vestfjörðum. Hann hefur óskað eftir fundi með Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarformanni fyrirtækis- ins, þar sem möguleg kaup verða rædd. Vonast er til að sá fundur fari fram strax eftir helgi. Eins og fram kom í fréttum í gær verður starfstöð Já á Ísafirði lokað frá 1. janúar á næsta ári og tapast við það fimm störf. Hefur þessi ákvör- ðun fyrirtækisins vakið sterk viðbrögð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fuglar himins 03.11 Sóknarnefnd Ísafjarð- arkirkju hefur valið tillögu Ólafar Nordal „Fuglar himins- ins“ sem altaristöflu í Ísafjarð- arkirkju. Verkið samanstendur af lóum úr fallega brúnum jarðleir, og er það hugmynd listamannsins að sóknarbörn kirkjunnar verði fengin með í það verk að móta leirfuglana. Í ár eru liðin tíu ár frá því að Ísafjarðarkirkja var vígð, en þrátt fyrir að þetta langur tími sé liðinn hefur ekki enn verið komið fyrir altaristöflu. Nýr veitinga- staður opnar 10.11 Nýr veitingastaður, Fernando´s, opnaði í miðbæ Ísafjarðar klukkan 11.30 í dag. Staðurinn, þar sem seldir eru hefðbundnir skyndibitar, ýms- ir ítalskir pastaréttir og fleira í þeim dúr, er til húsa þar sem Pizza ´67 var áður og verður opinn frá klukkan 11.30 til 23.30 fimmtudaga til sunnu- daga, en til kl. 22 aðra daga. Vel á þriðju milljón bætast í flygilsjóð 14.11 Vel á þriðju milljón króna safnaðist í flygilsjóð Tónlistarskóla Ísafjarðar á styrktartónleikum sem haldnir voru í Ísafjarðarkirkju í gær. Tónleikarnir voru vel sóttir, enda voru flytjendur einir hátt á annað hundrað manns. Þor- steinn Jóhannesson, einn söng- vara úr Karlakórnum Erni, og Margrét Hreinsdóttir gáfu 758 þúsund í sjóðinn. Þá barst milljón frá Styrktarsjóði Tón- listarskólans og fjölmörg fyr- irtæki á svæðinu keyptu styrkt- arlínur í dagskrá tónleikanna. Viðurkenning Róta 21.11 Félag Pólverja á Vestfjörðum hlaut viðurkenn- ingu á aðalfundi Róta, félags áhugafólks um menningarfjöl- breytni, sem haldinn var á fimmtudag. Í fréttatilkynningu segir að Pólverjarnir hafi hlot- ið viðurkenninguna fyrir stofn- un félagsins síðastliðið vor og óska Rætur þeim til hamingju með framtakið og segjast hlakka til að vinna með þeim að ýmsum menningar- og félagsmálum í framtíðinni. Ísafjarðarbíó sjötugt 22.11 Ísafjarðarbíó er eitt elsta starfandi kvikmyndahús á Íslandi, en fyrsta kvikmynda- sýningin í Alþýðuhúsinu var þann 23. nóvember 1935, og verður bíóið því sjötugt á morgun. Fyrsta myndin sem sýnd var í bíóinu var örkin hans Nóa, eða Noah’s Ark eins og hún heitir á frummálinu. Í tilefni af stórafmælinu stendur til að frumsýna bíómyndina Harry Potter og eldbikarinn, og stendur Ísfirðingum og Akvegur var lagður í Leirufjörð í Jökulfjörð- um í blóra við samþykkt umhverfisnefndar Ísa- fjarðarbæjar. Í kjölfarið hófst umferð bíla í firð- inum og óttuðust ýmsir mikil og óafturkræf nátt- úruspjöll í kjölfarið. Landeigandi kvaðst ætla að „labba“ með jarðýtu í Leirufjörð til þess að stöðva landbrot. Ísafjarð- arbær óskaði síðar eftir lögreglurannsókn. Jarðeig- andi sótti fyrir skemmstu um að slóðinn fengi að standa með þeim lagfær- ingum og frágangi sem samkomulag yrði um þar til hægt er að klára varn- ir gegn landrofi í firð- inum. Umhverfisnefnd taldi ekki rétt að fjalla um erindið á meðan mál- ið væri enn í meðferð hjá ríkissaksóknara. nærsveitarmönnum því til boða að verða fyrstir Íslend- inga til að bera myndina aug- um. Frjáls verslun með rafmagn 23.11 Eftir áramót fá ein- staklingar að skipta við hvaða þann raforkusala sem þeim sýnist, en síðustu áramót var þessi verslun gefin frjáls fyrir fyrirtæki sem nota 100 kílóvött eða meira. Að sögn Kristjáns Haraldssonar, orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, nýtti ekk- ert fyrirtæki á Vestfjörðum sér þennan nýtilkomna kost að flytja viðskipti sín til annarra raforkufyrirtækja. „Mismunur á orkuverði er ákaflega lítill“, segir Kristján. „Ég sé því ekki fram á að venjulegt heimili muni spara mikið meira en hundrað krónur á mánuði á því að flytja sig frá dýrasta raforkusala til þess ódýrasta.“ Sameiginlegt framboð í vor 01.12 Vinstrihreyfingin Grænt-framboð samþykkti á félagsfundi sínum í gærkvöldi að ganga til sameiginlegs framboðs með Samfylking- unni og Frjálslyndum og óháð- um, en þeir flokkar höfðu báðir samþykkt framboðshugmynd- ina fyrr í vikunni. Að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns svæðisfélags Vin- stri-Grænna í Ísafjarðarbæ, gengur flokkurinn fullur bjart- sýni til þessa samstarfs. Bjargaði dreng frá drukknun 02.12 Ungur drengur var nærri drukknaður í sundlaug- inni í Bolungarvík í gærmorg- un. Sigríður Guðjónsdóttir, leikfimi- og sundkennara í Bolungarvík, sýndi mikið snarræði og beitti drenginn blástursaðferðinni, en óhappið átti sér stað í sundtíma hjá sjötta bekk í Bolungarvík sem Sigríður kennir. Héraðsdómur plástraður 08.12 Á annan tug kvenna og karla komu saman og settu plástra á Héraðsdóm Vest- fjarða á Ísafirði á þriðjudag til að vekja athygli vanheilsu rétt- arkerfisins á Íslandi með tákn- rænum hætti. Tiltækið var liður í 16 daga átaki gegn kyn- bundnu ofbeldi sem nú stendur yfir. Verðlaun ís- firskrar alþýðu 19.12 Ákveðið hefur verið að veita Jóhannesi Jónssyni kaupmanni í Bónus verðlaun ísfirskrar alþýðu fyrstum manna. Til verðlaunanna var stofnað í haust á ársafmæli Heimastjórnarhátíðar alþýð- unnar á Ísafirði. Við stofnun verðlaunanna var ákveðið að veita þau til fyrirtækja, ein- staklinga eða stofnana sem mikið hafa lagt af mörkum til stuðnings við mannlíf og byggð á Ísafirði. Jón Fanndal Þórðarson frumkvöðull verð- launanna segir Jóhannes í Bónus mjög verðugan verð- launahafa. „Með opnun versl- unar Bónuss á Ísafirði fór vöruverð á Ísafirði á einu augabragði úr því hæsta á landinu í það lægsta. Áratug- um saman máttu Ísfirðingar greiða hæsta vöruverð á land- inu og var flutningskostnaði jafnan kennt um. Færð hafa verið rök fyrir því að fólksflótti hefði verið ennþá meiri héðan en raun ber vitni ef verslun Bónuss hefði ekki komið til“, segir Jón. Orkan opnar bensínstöð 19.12 Bensínstöð Orkunnar á Skeiði í Skutulsfirði opnaði formlega á laugardag við mik- ið húllumhæ. Var það bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, Halldór Halldórsson, sem dældi fyrstu seldu bensínlítrunum á gamla bakarísbílinn, en eins og kunn- ugt er var byrjað að dæla bensíni fyrir rúmri viku síðan. Að sögn Gunnars Skaptasonar hjá Orkunni tókst opnunin ljómandi vel. Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 20.12 Leikarinn Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal hefur verið útnefndur bæjarlista- maður Ísafjarðarbæjar. Var það ákveðið á fundi menn- ingamálanefndar Ísafjarðar- bæjar á dögunum eftir að nefndin hafði skipst á skoðun- um um nokkra einstaklinga sem komu til greina. Elfar Logi er vel menntaður í leik- listinni en hann brautskráðist frá Kómedíulistarskólanum í Kaupmannahöfn árið 1997. Þá hefur hann komið víða við á þeim árum sem liðin eru. Hann kom meðal annars á stofn Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði sem hefur einbeitt sér að vest- firskum leikverkum. Póstþjónusta minnkar ekki 30.12 Sveitarstjórn Súða- víkurhrepps hefur samþykkt drög að samningi við Íslands- póst um póstþjónustu og út- færslu þjónustunnar í dreifbýli hreppsins, en eins og sagt hef- ur verið frá stóð til að póstur bærist með sunnanpósti inn í Djúp og yrði dreift af Hólma- víkurpóstinum nú þegar land- pósturinn lætur af störfum um áramótin. Í þessum samnings- drögum kemur fram að póst- þjónustan muni verða frá Laugalandi til Ísafjarðar og til baka aftur samdægurs þrjá daga í viku, mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga ef veð- ur og færð leyfir og með tilliti til hátíðardaga. Leggur póst- maður af stað frá Laugarlandi klukkan 9 á morgnana fyrr- greinda daga áleiðis til Ísa- fjarðar, þar sem póstur verður sóttur og honum dreift inn í Djúp á sama hátt og verið hef- ur. Lagði akveg í Leirufjörð 02.PM5 5.4.2017, 10:0718

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.