Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 5 Hreppsnefnd Súðavíkur- hrepps samþykkti í síðustu viku að veita ferðaþjónustu- aðilum í dreifbýli sem eru með fasteignir skráðar í B flokki fasteignagjalda, þ.e. atvinnu- húsnæði, umhverfisstyrk. Um- hverfisstyrkurinn er til þriggja ára, 2004-2006, og nemur 50% af álögðum B fasteignagjöld- um fyrir hvert ár. Til þess að njóta styrks þarf umsækjandi að vera í ferðaþjónusturekstri og fasteignir sem notaðar eru til rekstursins að vera skráðar í B flokk fasteigna ásamt því að vera í dreifbýli Súðavíkur- hrepps. Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri segir að tilgangurinn með styrkveitingunum sé að jafna samkeppnisaðstöðu ferðaþjónustuaðila í sveitar- félaginu því hingað til hafi ferðaþjónustuaðilar í dreifbýli orðið af ýmissi þjónustu sem sveitarfélagið veitir í þéttbýli. Með þessu sé einnig verið að styrkja vaxandi atvinnugrein. Í dag eru nokkrir aðilar í ferðaþjónusturekstri í dreifbýli í Súðavíkurhreppi. Lang- stærsti reksturinn í dag hvað húsnæði varðar er í Reykja- nesi. Má ætla að styrkurinn þar geti numið um 400 þúsund krónum á ári. Á öðrum stöðum svo sem í Vigur og Heydal eru upphæðirnar mun minni. Reiknað er með að miðað við rekstur í ferðaþjónustu í dag geti heildarstyrkveitingin numið um 450-500 þúsundum króna á ári. – hj@bb.is Súðavíkurhreppur Veitir umhverfisstyrki til ferðaþjónustuaðila Orkubú Vestfjarða hf. Setur upp rafhrúta til að breyta einfasa rafmagni í þriggja fasa Orkubú Vestfjarða og Raf- magnsveitur ríkisins hafa sett upp svokallaða rafhrúta sem breyta einfasa rafmagni í þriggja fasa. Þetta kemur fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur alþingismanns (D) um þriggja fasa rafmagn. Í svari iðnaðarráðherra kem- ur fram að fimm nýir notendur á svæði Orkubús Vestfjarða hafi fengið aðgang að þriggja fasa rafmagni á árinu 2003 í kjölfar endurnýjun rafdreifi- kerfa með lagningu þriggja fasa strengja í stað gamalla loftlína sem ýmist voru einfasa eða þriggja fasa. Jafnframt kemur fram að kostnaðurinn við lagningu strengja til vegna þessara breytinga hafi kostað 2,5 milljónir á Vestfjörðum. Ekki eru fyrirhugaðar sérstak- ar framkvæmdir á yfirstand- andi ári í þessu efni á Vest- fjörðum. Þá kemur einnig fram í svari iðnaðarráðherra að einstakir notendur hafi sett upp tíðni- breyta til að geta keyrt þriggja fasa mótora á einfasa raf- magni. Orkufyrirtækin hafa sett upp í tilraunaskyni svo- nefnda rafhrúta sem breyta einfasa rafmagni í þriggja fasa. Markmiðið er að bera saman búnað frá mismunandi fram- leiðendum og öðlast reynslu af rekstri þeirra. Kemur fram í svarinu að nú hafi fundist bún- aður sem virðist fullnægjandi og er hann í notkun á þremur stöðum til reynslu og að hann lofi góðu. Þá segir iðnaðarráðherra í svari sínu að spenna á orku- veitusvæði RARIK og Orku- búsins sé almennt í samræmi við staðla. Verði misbrestur á því sé úr því bætt. Óstöðugust sé spenna og tíðni á svæðum sem ekki tengjast landskerfinu þ.e. við Ísafjarðardjúp, í Flatey og í Grímsey. – hj@bb.is Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða Rafeindafyrirtækið Póls hf. á Ísafirði Salan tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra Hörður Ingólfsson, svæð- issölustjóri hjá Póls hf. á Ísa- firði, segir að á fyrstu tveimur mánuðum yfirstandandi árs hafi fyrirtækið selt jafn mikið og á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2003. Hann segir rekstraumhverfið hafa verið erfitt að undanförnu eins og hjá öðrum útflutningsfyrir- tækjum vegna sterkrar krónu en segir ýmis jákvæð teikn á lofti. „Við erum mjög sáttir við verkefnastöðuna og höfum verið að berjast eins og ljón við að lækka kostnað til að vega á móti gengisþróuninni. Við sjáum líka bjartara útlit í Noregi sem hefur verið okk- ar stærsti markaður í gegnum tíðina en dróst mjög mikið saman í fyrra“, sagði Hörður. Póls framleiðir tæknibún- að fyrir vinnslu sjáfarfangs og annarra matvæla. Nú í lok mánaðarins afhendir Póls full- kominn laxaflokkara til fyrir- tækisins Marine Harvest í Chile. Þetta er annar tveggja samskonar flokkara sem Mar- ine Harvest fær afhentan á stuttum tíma og ætla Póls- menn að þeir muni vekja áhuga hjá framleiðendum eldisfisks þar í landi. – kristinn@bb.is Húsakynni Póls hf. á Ísafirði. 09.PM5 12.4.2017, 09:335

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.