Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 11 Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Atvinna Óskum eftir að ráða bifvélavirkja til starfa á bifreiðaverkstæði okkar. Nánari upplýsingar í símum 456 4580 og 863 3800. Bílatangi ehf., Ísafirði. Verðmæti afla sem landað var á Vestfjörðum á fyrstu ell- efu mánuðum síðasta árs var um einum milljarði lægra en á sama tíma árið á undan. Mestur er samdrátturinn í þorski. Á tímabilinu var land- að á Vestfjörðum 50.280 tonn- um að verðmæti rúmlega 4,3 milljarðara króna. Á sama tíma árið áður hafði verið landað 71.259 tonnum að verðmæti rúmlega 5,3 milljarða króna. Samdrátturinn nemur rúmlega 19%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Af einstökum fisktegundum má nefna að afli í þorski hefur dregist saman um 2.800 tonn á milli ára og verðmæti hans um 430 milljónir króna. Ýsu- afli stendur í stað í magni, er rúmlega 4.000 tonn, en afla- verðmætið hefur minnkað um 160 milljónir króna. Grálúðu- afli dregst saman um rúm 900 tonn og verðmætin um 210 milljónir króna. Loðnuafli dregst saman um 18.000 tonn og verðmætin um 140 millj- ónir króna og rækjuafli dregst saman um 1.500 tonn og aflaverðmæti um 200 milljónir króna. Af helstu fisktegundunum er einungis aukning í stein- bítsafla. Þar verður aukning á milli ára um 1.300 tonn og aflaverðmætið jókst um tæpar 80 milljónir króna. Á landinu í heild varð sam- dráttur í aflaverðmæti fyrstu ellefu mánuði síðasta árs um 12,6% og varð samdráttur í öllum landshlutum. Mestur varð hann þó á Vestfjörðum eða um 19,2% eins og áður sagði og þar á eftir kemur höf- uðborgarsvæðið með tæplega 17% samdrátt á milli ára. Minnstur varð samdrátturinn á Austurlandi um 11%. – hj@bb.is Dróst saman um einn milljarð Aflaverðmæti á Vestfjörðum fyrstu ellefu mánuði síðasta árs Löndun í Bolungarvíkurhöfn. Grunnskólanemum á Vestfjörðum fækkar en réttindakennurum fjölgar Nemendum hefur fækkað um 13% frá 1997 Grunnskólanemendum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæp 13% síðan árið 1997 en á sama tíma hefur hlutfall rétt- indakennara í grunnskólum á Vestfjörðum hækkað mjög. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Árið 1997 var 1.431 nem- andi í grunnskólum á Vest- fjörðum en í haust hófu aðeins 1.249 nemendur nám. Hefur því nemendum á þessu tíma- bili fækkað um 12,72%. Mjög misjafnt er hvernig fækkunin kemur fram í einstökum ár- göngum. Sem dæmi má nefna að nú stunda tæplega 8% fleiri nemar nám í 6. bekk en árið 1997 en tæplega 27% færri nemar eru nú í 7.bekk en árið 1997. Þrátt fyrir fækkun nemenda hefur kennurum í grunnskól- unum fjölgað um einn frá árinu 1998, úr 175 í 176 í ár. Þá hefur hlutfall réttindakennara hækkað úr 48,6% árið 1998 í 56,3% í ár. Á landinu öllu fjölgaði grunnskólanemend- um um tæp 7% á árunum 1997- 2003. Þeir voru 42.318 en eru nú 44.809 talsins. Á þessum tíma hefur nemendum á hvern kennara fækkað úr 11,4 í 10,2. Á sama tíma hefur nemendum á hvern kennara á Vestfjörðum fækkað úr 8,17 í 7,09 eða um rúm 13%. – hj@bb.is Grunnskólinn á Ísafirði. Rokkhljómsveitin Mínus lék fyrir um 60 tónleikagesti í íþróttahúsinu á Torfnesi um miðja síðustu viku. Aðsókn var því í minna lagi fyrir svo stórt hús en telst varla slæm á rokktónleika á Ísafirði. Umgjörð tónleikanna þótti vönduð og létu tónleikagestir vel af ljósum og hljómi. Mínus rokkuðu á sviðinu eftir að ís- firska unglingahljómsveitin Apolló hafði hitað upp. Um skipulag tónleikanna sá Gunn- ar Atli Gunnarsson, 15 ára gamall Ísfirðingur, sem hefur vakið landsathygli fyrir fram- takið. Áður hefur hann skipu- lagt nokkra tónleika á Ísafirði Hljómsveitin Mínus rokkaði í íþróttahúsinu á Torfnesi og veitt ágóða þeirra til góð- gerðarmála. Hljómsveitin Mínus hefur notið vaxandi velgengni á er- lendri grundu og þykir ein af eftirtektarverðustu hljómsveit- um samtímans þó ekki njóti hún sömu lýðhylli og margir léttmeltari tónlistarmenn. Rokkarar á ferð. Mínus í íþróttahúsinu á Torfnesi. Krummi, söngvari Mínuss, kominn úr að ofan. 09.PM5 12.4.2017, 09:3311

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.