Bæjarins besta - 03.03.2004, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 15
> Stöð 2: 7. mars kl. 20:10
Lífsaugað er fyrsti skyggni-
lýsingarþátturinn í íslensku
sjónvarpi. Umsjónarmaður
er hinn landsþekkti miðill
Þórhallur Guðmundsson en
sérlegur aðstoðarmaður hans
er Guðrún Möller. Andleg
málefni hafa lengi þótt spennandi og því var löngu tíma-
bært að sinna þeim í vinsælasta fjölmiðlinum. Þetta er
önnur þáttaröðin með Þórhalli miðli.
Þórhallur miðill
Sælkeri vikunnar
er Helga Guðbjartsdóttir á Flateyri
Pönnusteikt
keila og
ostakaka
Sportið í beinni
Sjónvarpið:
Föstudagur 5. mars:
Kl. 09:50 – HM í frjálsum
íþróttum innanhúss.
Kl. 01:55– Formúla 1:
Tímataka í Ástralíu.
Laugardagur 6. mars:
Kl. 13:30 – HM í frjálsum
íþróttum innanhúss.
Kl. 02:00 – Formúla 1:
Keppnin í Ástralíu.
Sýn:
Laugardagur 6. mars:
Kl. 12:15 – Enski boltinn:
Man. Utd. – Fulham.
Kl. 17:50 – Enski boltinn:
Portsmouth – Arsenal.
Kl. 20:20 – Spænski boltinn:
Valencia – Deportivo
Sunnudagur 7. mars:
Kl. 12:45 – Enski boltinn:
Millwall – Tranmere.
Kl. 15:50 – Enski boltinn:
Sunderland – Sheff. Utd.
Kl. 20:30 – NBA deildin:
LA Lakers – New Jersey
Þriðjudagur 9. mars:
Kl. 19:30 – Meistaradeildin:
Manchester Utd. – Porto.
Kl. 21:40 – Meistaradeildin:
Chelsea – Stuttgart
Miðvikudagur 10. mars:
Kl. 19:30 – Meistaradeildin:
Real Madrid – B. Munchen
Kl. 21:40 – Meistaradeildin:
Arsenal – Celta de Vigo
TV Danmark 1:
Miðvikudagur 3. mars:
Kl. 20:15 – Meistaradeildin:
Barcelona – Bröndby
Laugardagur 6. mars:
Kl. 14:30 – Þýski boltinn:
Leverkusen – B. Munchen
Kl. 18:30 – Spænski boltinn:
Racing S. – Real Madrid
Kl. 20:30 – Spænski boltinn:
Valencia – Deportivo.
Sunnudagur 7. mars:
Kl. 16:00 – Spænski boltinn:
Barcelona – Real Murcia
TV4 Sweden:
Laugardagur 6. mars:
Kl. 15:00 – Enski boltinn:
W.B.A – Coventry City
TV4+ Sweden:
Laugardagur 6. mars:
Kl. 18:00 – Enski boltinn:
Portsmouth – Arsenal
Kl. 20:30 – Spænski boltinn:
Valencia – Deportivo
Sunnudagur 7. mars:
Kl. 18:00 – Spænski boltinn:
Sevilla – Villarreal
Kl. 20:00 – Spænski
boltinn: Atlético – Murcia
TV2 Danmark:
Laugardagur 6. mars:
Kl. 12:30 – Enski boltinn:
Manchester U. – Fulham
TV2 Zulu:
Laugardagur 6. mars:
Kl. 19:30 – Ítalski boltinn:
Brecia – Juventus
Sunnudagur 7. mars:
Kl. 19:30 – Ítalski boltinn:
Roma – Inter Milan
Helga Guðbjartsdóttir tók
við djarflegri áskorun frá
Láru Thorarensen og ákvað
að leggja fram uppskrift að
pönnusteiktri keilu og osta-
köku. Fiskur er sífellt meira
metinn sem hráefni í matar-
gerð og jafnframt eru sífellt
fleiri tegundir og matreiðslu-
aðferðir að rata inn á borð
landsmanna. Vafalítið á
keiluuppskriftin eftir að vinn
á sitt band einhverjar vana-
fastar ýsuætur.
400 g roð- og beinlaus keila
eða annar fiskur
3 msk söxuð græn epli
3 msk sneiddur rauðlaukur
1 til 2 tsk karrý
1 til 2 rif saxaður hvítlaukur
½ tsk timian
1 dl fisksoð
1 dl mysa
1 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk
Veltið fiskinum upp úr
heilhveiti sem kryddað er
með salti, pipar og örlitlu
karrý. Steikið fiskinn í smjöri
eða olíu þar til gullbrúnn.
Haldið fiskinum heitum með-
an sósan er löguð. Bætið
smjöri á pönnuna, u.þ.b. einni
matskeið, og brennið karrýið
aðeins í því. Setjið svo eplin
og laukinn út í. Sjóðið upp
með fisksoði og mysu í u.þ.b.
3 til 4 mínútur. Jafnið með
rjóma og bragðbætið með salti
og pipar.
Berið fram með grænu salati
og nýjum soðnum kartöflum.
Ostakaka
200 g mulið kex (t.d. gróft
hafrakex)
5 msk sykur
1 tsk kanill
75 g brætt smjör
Ostakremið
200 g rjómaostur
5 blöð matarlím
6 msk sykur
2 eggjarauður
2 eggjahvítur (þeyttar)
1 peli rjómi.
rifinn börkur af ½ sítrónu.
Blandið saman muldu kexi,
sykri og kanil og látið brætt
smjörið saman við. Hringur af
formi (án botns) er látinn á
diskinn sem kakan á að berast
fram á. Setjið kexdeigið innan
í hringinn og vel að köntun-
um. Leggið matarlímið í bleyti
í kalt vatn og bræðið síðan.
Hrærið rjómaostinn með
eggjarauðunum og sykr-
inum. Þeytið rjómann sem
og eggjahvíturnar (hvort í
sínu lagi). Látið matarlímið
í ostakremið og síðast er
þeytta rjómanum og
eggjahvítunum bætt út í.
Látið kremið í hringinn yfir
kexdeigið. Látið stífna áð-
ur en kakan er skreytt með
ferskum eða niðursoðnum
ávöxtum eftir smekk hvers
og eins. Hringurinn er ekki
tekinn af fyrr en kakan er
borin fram.
Skreytið með ferskjum,
vínberjum, jarðarberjum
eða mandarínum eftir
smekk.
Ég vil nota tækifærið og
skora á Guðrúnu Pálsdótt-
ur, útgerðarspekúlant á
Flateyri, að færa okkur
góða uppskrift af línuíviln-
un þessa árs.
Kútmagakvöld Lions
Hið árlega kútmagakvöld Lionsklúbbs Ísafjarðar verður haldið á
Hótel Ísafirði föstudaginn 5. mars kl. 19:30. Stórglæsilegt sjávar-
réttahlaðborð og mögnuð skemmtidagskrá.
Veislustjóri verður Halldór Jónsson, blaðamaður.
Borðapantanir í síma 456 4111. Verð kr. 3.800 á mann.
Dimmalimm
í alla skóla
Kaffihúsið Langi Mangi á
Ísafirði hefur gefið öllum
leikskólum og grunnskól-
um í Ísafjarðarbæ, auk
Menntaskólans á Ísafirði,
ævintýrið um Dimmalimm
með myndskreytingum
Guðmunds Thorsteinsson-
ar eða Muggs eins og hann
var oftast kallaður.
Fyrir nokkru var opnuð
sýning um myndlistar-
manninn Mugg á Langa
Manga og var af því tilefni
gefið út póstkort með
mynd Péturs Guðmunds-
sonar af listamanninum.
Elfar Logi Hannesson, leik-
ari og annar eigandi Langa
Manga, er mikil áhuga-
maður um ævi Muggs og
hefur m.a. sett upp einleik
um listamanninn sem
sýndur var við góðan orð-
stý á Vestfjörðum og í
Reykjavík.
Muggur var frá Bíldudal
og þótti fjölhæfur listamað-
ur. Hann lést um aldur fram,
aðeins 33 ára gamall.
Dimmalimm með mynd-
skreytingum Muggs kom
fyrst út árið 1942 og hefur
verið gefin út reglulega síð-
an. Að sögn Elfars Loga er
fyrsta útgáfan af bókinni
illfáanleg og mikill dýrgrip-
ur. – kristinn@bb.is
Vinkonurnar Marín og María skoðuðu Dimmalimm á Eyrarskjóli.
Óhætt er að segja að
ólíkum sjónarmiðum sé
gert hátt undir höfði á
Sólrisuhátíð Menntaskól-
ans á Ísafirði en á mánu-
dag voru þeir Gunnar Þor-
steinsson, jafnan kenndur
við trúfélagið Krossinn í
Kópavogi, og Valgarður
Einarsson, miðill, gestir há-
tíðarinnar, en eins og
kunnugt er hafa miðlar
ekki verið hátt skrifaðir hjá
þeim fyrrnefnda.
Gunnar fundaði á sal
skólans í hádeginu og
urðu heitar umræður.
Svaraði hann fjölmörgum
spurningum nemenda,
kennara og bæjarbúa.
Ingvar Alfreðsson, menn-
ingarviti nemendafélags
MÍ, segir að upphaflega
hefðu verið áætlaðar 40
mínútur í heimsóknina en
hún hefði orðið 90 mínút-
na löng. Um kvöldið var
svo fullur salur á skyggni-
lýsingafundi hjá Valgarði
sem þótti afar magnaður.
Boðið er upp á veglega
dagskrá á Sólrisuhátíð
alla vikuna og er áhuga-
sömum bent á heimasíðu
hátíðarinnar til að nálgast
nánari upplýsingar um
dagskrárliði.
– kristinn@bb.is
Gunnar í kross-
inum og Val-
garður miðill
09.PM5 12.4.2017, 09:3315