Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 200412
STAKKUR SKRIFAR
Næstu skref
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Atvinna
Óskum eftir að ráða bifvélavirkja, hefil-
mann og gröfumenn til starfa við vegafram-
kvæmdir í Hestfirði. Aðeins vanir menn
koma til greina. Mikil vinna framundan.
Upplýsingar gefur Gísli Eysteinsson, verk-
stjóri í síma 852 1167. Einnig eru gefnar
upplýsingar í símum 852 1135 og 565
3140. Klæðning ehf.
Til sölu er blöndunartæki og
sturtuhaus ásamt sturtuklefa og
botni í horn. Allt ónotað. Verð
kr. 20 þús. Á sama stað er til
sölu enskt vængjaborð (antík) á
kr. 20 þús. Upplýsingar í síma
892 1688.
Ef þú átt góða saumavél sem þú
þarft að losna við, hafðu þá sam-
band í síma 456 6274.
Aðalfundur Slysavarnadeildar-
innar í Hnífsdal verður haldinn
sunnudaginn 7. mars kl. 15 í Fél-
agsheimilinu í Hnífsdal. Venjuleg
aðalfundarstörf. Stjrónin.
Íbúð á góðum stað á Ísafirði er til
leigu. Uppl. gefa Sveinbjörn í
síma 456 4028 og Skúli í síma
456 7401.
Óska eftir að kaupa notuð svig-
skíði, 150-170 cm með binding-
um og stafi. Uppl. gefur Gísli í
símum 456 4005 og 823 9291.
Óska eftir eins metra löngum
svigskíðum og skóm nr. 34. Á
sama stað er til sölu Britax barna-
bílstóll 15-36 kg. Uppl. gefur
Birna í síma 896 3367.
Til sölu er gamalt íbúðarhús á
Ísafirði, samtals 220m². Fjórar
íbúðir, tvær hæðir og kjallari.
Tilboð óskast. Upplýsingar í sma
899 0742.
Óska eftir tvíburavagni fyrir lítið
eða gefins til að nota á svölum.
Uppl. í síma 456 4064.
Til sölu er eystri endri Hæstakaup-
staðarhússins, áður trésmíðaverk-
stæði. Tilboð óskast. Upplýsing-
ar í síma 456 3466.
Til sölu er SkiDoo MXZ vélsleði
árg. 1998, 500 cc. Lítur vel út.
Uppl. í síma 846 0793.
Til sölu er 2ja herb. íbúð að Urð-
arvegi 78. Upplýsingar í síma
456 3928 og 456 4323.
Til sölu er 2ja herb. íbúð að Hlíð-
arvegi 16, neðri hæð. Uppl. í
síma 456 3928 og 456 4323.
Vantar að taka á leigu nokkra
sumarbústaði á Ísafirði vegna ætt-
armóts síðustu helgina í júní.
Uppl. í síma 456 5243.
Spilavist í Guðmundarbúð á föstu-
dagskvöld kl. 20. Allir velkomnir.
Vestfirðingar! Ef þið þurfið að
fara til Reykjavíkur, þá höfum
við góða íbúð handa ykkur í
hjarta borgarinnar. Upplýsingar
í síma 554 6396 og 487 8944.
Til sölu er Britax barnabílstólll,
9-18 kg. Uppl. í síma 864 1469.
Til leigu er 2ja herb. íbúð. Uppl.
í síma 690 3448.
Óska eftir fiskabúri. Uppl. gefur
Bergmann í síma 456 3197.
Hlýðninámskeið fyrir hvolpa og
hunda verður haldið á Ísafirði í
mars ef næg þátttaka fæst. Uppl.
gefur Auður í síma 862 8671.
Umræðan um framtíð Vestfjarða eða öllu heldur byggðar á Vestfjörðum
tekur stundum á sig undarlegar myndir, einkum þegar áhuginn ber menn ofur-
liði. Nægir að nefna samgöngur og menntamál. Fjórðungssamband Vestfirðinga
hefur verið samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Vestfjörðum frá 1949, en
þeim hefur fækkað úr 34 í 11 á tíma sambandsins. Sú staðreynd lýsir ákveðinni
þróun í gerð sveitarfélaga og ekki síður breytingu á hlutverki þeirra. Verkefni
þeirra hafa vaxið mjög, bæði hefur þeim fjölgað og umfangið aukist. Samt
tregðast forsvarsmenn sveitarfélaganna, kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum við
að taka breytingum, hvað þá að hafa um þær forgöngu. Málið er síður en svo
einfalt. Það er flókið. Þar liggur hundurinn ef til vill grafinn. Okkur er tamara að
fást við það sem við þekkjum en að leggja út í óvissuna. Engu að síður höfum
við söguna fyrir okkur og hvert dæmið á fætur öðru má rekja um fækkun sveitar-
félaga á Vestfjörðum frá því um miðja síðustu öld.
Vestfirskum sveitarstjórnarmönnum væri hollt að kynna sér kaflann í bókinni
Sléttuhreppur fyrrum Aðalvíkursveit 1702 – 1952, sem ber heitið: ,,Hvers
vegna eyddist Sléttuhreppur? Þar er fjallað um erfiðar samgöngur og viðskipti,
félagslegar orsakir og minnkandi atvinnu. Umgetinn kafli er ekki nema 12 blað-
síður og auðlesið efni, ef ekki er litið á þann sársauka er fram kemur varðandi
þá staðreynd að ekki varð ráðið við brottflutning fólks er leiddi til þess að þessi
nyrsti hreppur lagðist í eyði 1952. Fróðlegt er að lesa bréf Bergmundar Sigurðs-
sonar til félagsmálaráðuneytisins 25. ágúst 1946 og umfjöllun um samskipti
hreppsnefndar við alþingismennina Sigurð Bjarnason og Hannibal Valdimarsson
varðandi tillögur til viðreisnar hreppsfélagisins. Þær voru í 6 liðum og fjölluðu
í stuttu máli um atvinnusköpun, samgöngumannvirki, athugun virkjunarskilyrða,
aukin afnot af landi, vegagerð og bætta heilsugæslu.
Án þess að fara nánar í tillögurnar er í þeim sami rauði þráðurinn og í mál-
flutningi sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum í dag. Annar höfundur bókarinnar,
Þórleifur Bjarnason, telur að, skortur samtaka til verklegra framkvæmda hafi
verið ,,aðalástæða þess að ungt fólk leitaði úr hreppnum til til staða, sem höfðu
upp á betri vinnubrögð og öruggari atvinnu að bjóða”. Samstaða náðist ekki og
samkomulag náðist ekki ,,um framkvæmdir á einum stað, nema allir fengju
eitthvað”. Unga fólkið kynntist betri vinnubrögðum annars staðar, á Ísafirði, í
Hnífsdal og Bolungarvík. Það er því sláandi að hugsa til þess að áratug síðar
lagðist Grunnavíkurhreppur í eyði og viðtal við Jón Fanndal í BB í síðustu viku
varð kveikjan að þessum hugleiðingum, en hann kom úr Ísafjarðardjúpi, sem
vart telst í byggð lengur. Næstu skref okkar hljóta að miðast að faglegri skoðun
möguleika okkar til framsóknar og þá með stuðningi ríkisstjórnar og Alþingis.
En fyrst og fremst er sagan okkur áminning um að standa saman og því miður
er það svo að ekki geta allir fengið eitthvað! Það kennir sagan okkur, en við get-
um staðið saman að framförum, Vestfirðingum öllum til góðs. Annars verðum
við vitni að því að sagan endurtaki sig.
Bolvíkingar hyggjast rifja
upp gamla tíma í Víkinni á
ljósmyndasýningu sem stend-
ur til að opna á sjómannadag.
Margrét Sæunn Hannesdóttir
er umsjónarmaður sýningar-
innar og segir hún hugmynd-
ina að hafa á boðstólnum
myndir af gömlum húsum og
íbúum þeirra, bátum og for-
mönnum, ásamt ágripi af sögu
fólksins.
„Við ætlum að rifja upp tíð-
arandann þegar Einar Guð-
finnsson, Pétur Oddsson og
Bjarni Eiríksson voru burðar-
ásar í atvinnulífi staðarins og
mannlífið í Víkinni í gegnum
árin“, segir Margrét.Vegna
sýningarinnar er nú að hefjast
söfnun á myndum og vill Mar-
grét biðla til Bolvíkinga nær
og fjær um lána myndir sem
þeir kunna að hafa í fórum
sínum á sýninguna.
Þeir sem eiga myndir sem
þeir vilja lána á sýninguna geta
haft samband við Margréti í
síma 456 7164 og 847 6867.
– kristinn@bb.is
Óskað eftir ljósmynd-
um frá bæjarbúum
Mannlíf liðins tíma rifjað upp á ljósmyndasýningu í Bolungarvík
6,24% Vestfirðinga með erlendan ríkisborgararétt
Rúmlega 17% íbúa á Tálkna-
firði eru erlendir ríkisborgarar
Færri erlendir ríkisborgarar
bjuggu á Vestfjörðum á síð-
asta ári en árið 2000 en hins-
vegar hefur hlutfall þeirra af
íbúafjölda hækkað. Hæst hlut-
fall útlendinga býr á Tálkna-
firði eða rúm 17% af íbúum
staðarins. Flestir erlendu rík-
isborgararnir eru Pólverjar.
Þann 1. desember bjuggu
489 erlendir ríkisborgarar á
Vestfjörðum sem er um 6,24%
af heildaríbúafjölda fjórð-
ungsins. Á sama tíma árið
2000 bjó 501 erlendur ríkis-
borgari á Vestfjörðum eða um
6,15% af heildaríbúafjölda.
Vestfirðir eru sá landshluti þar
sem hlutfall erlendra ríkis-
borgara er hæst og til saman-
burðar má nefna að útlend-
ingar voru um 3,5% af íbúum
landsins alls.
Hlutfall útlendinga á Vest-
fjörðum er hærra en hlutfall
útlendinga í nágrannalöndum
okkar. Hlutfall útlendinga af
Flestir koma útlendingarnir
frá Póllandi eða 282 sem jafn-
gildir rúmlega 57%. Tælend-
ingar voru 29 og Filippsey-
ingar voru 20 talsins. Íbúar á
Vestfjörðum voru á síðasta ári
af 35 þjóðernum. Til gamans
má geta þess að útlendingar á
Vestfjörðum eru jafnmargir og
allir íbúar Hólmavíkur og Pól-
verjar á Vestfjörðum eru álíka
margir og íbúar Súðavíkur og
Árneshrepps til samans.
Í Ísafjarðarbæ bjuggu 284
erlendir ríkisborgarar eða tæp
7% af íbúafjölda og í Vestur-
byggð bjuggu 70 útlendingar
eða um 6,5% íbúa. Aðeins í
Árneshreppi og Broddanes-
hreppi á Ströndum bjuggu
engir útlendingar á síðasta ári.
íbúafjölda Noregs er 4,1%, í
Danmörku er hlutfallið 4,8%
og í Svíþjóð er hlutfallið 5,3%.
Frá Songkran hátíð Tælendinga sem haldin var á Ísafirði í apríl í fyrra.
09.PM5 12.4.2017, 09:3312