Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 20048
Leitaði
vitneskju
um síðustu
daga föður
síns sem fórst í síð-
ari heimsstyrjöldinni
Guðjón Bjarnason, rafvirki á Ísafirði, þekkti
aldrei eða sá föður sinn Harald Íshólm Sig-
urðsson, sem lést einungis átján ára að aldri
30. mars 1942 þegar Guðjón var nýkominn í
heiminn. Guðjón þekkti lítið til örlaga föður
síns en vissi að hann hefði siglt utan með
flutningaskipi og farist seinni heimsstyrjöld-
inni. Guðjón segir að lengst af hafi hann ekki
eygt mörg tækifæri til að grennslast fyrir um
fortíðina en eftir því sem internetið hefur
fest sig í sessi hafa þróast tengsl á milli
áhugamanna um seinna stríðið og afdrif
mannanna sem týndu lífi í hildarleiknum.
Fræðimenn, áhugamenn og aldnir þátttak-
endur úr átökunum deila með sér upplýs-
ingum á leifturhraða heimshorna á milli.
Fjölmargir hafa bundist samtökum um að
safna upplýsingum og halda úti heimasíðum
með margháttuðum upplýsingum um skipa-
lestir, kafbáta og svo mætti áfram telja. Á
síðunum er gjarnan að hægt að senda inn
fyrirspurnir eða orðsendingar til netverja og
komast þannig í bein tengsl við fjöldann
allan af fólki sem gæti haft lausnina á ráð-
gátunni undir höndum.
Fyrir áeggjan Sigríðar dóttur
sinnar fór Guðjón að grennsl-
ast fyrir um örlög föður síns
og afa hennar. Fyrir rúmlega
hálfri öld þegar Haraldur féll
frá barst fjölskyldunni á Ís-
landi bréf á bréfsefni Bucking-
hamhallar með undirskrift
Georgs sjötta Bretakonungs,
föður Elísabetar annarrar nú-
verandi Bretadrottningar Þar
votta konungshjónin aðstand-
endum samúð sína og biðja að
þakklæti þjóðarinnar fyrir lífið
sem týndist í þjónustu krún-
unnar kunni að færa þeim ein-
hverja huggun.
„The Queen and I offer you
our heartfelt sympathy in your
great sorrow.
We pray that your country’s
gratitude for a life so nobly
given in its service may bring
you some measure of conso-
lation.“
Breska stjórnin heldur úti
gagnagrunni um þá sem féllu í
fyrra og seinna stríði í þjónustu
samveldislandanna. Gagna-
grunnuninn eru í umsjón stofn-
unar sem ber skammstöfunina
CWGC eða the Common-
welth War Graves Commissi-
on. Með leitarvél á heimasíðu
stofnunarinnar var hægt að
finna upp á Haraldi Íshólm þó
ekki vandalaust því í breskum
gögnum var hann skráður
undir nafninu Harold Esholm.
Í ljós kemur að Haraldur
var kyndari á S.S. Induna frá
Glasgow og að hans er minnst
í minningarreitnum Tower hill
memorial í London ásamt
tæplega 36 þúsund öðrum sem
eru týndir og hvíla í fjarlægð.
Að sögn Guðjóns var Har-
aldur af stórum systkinahópi
og þegar foreldrarnir skildu
var honum og systur hans
komið fyrir á Gegnishólum í
Árnessýslu. „Einhverntíman
síðsumars 1941 er hann í
Reykjavík og kemst þar í
tengsl við sjómenn af erlendu
skipi sem var í höfn. Líklega
hét þetta skip Kalev og var
lettneskt. Skipið var í flutn-
ingum fyrir Breta en sam-
kvæmt gögnum var það 1995
tonn og byggt árið 1917.
Eftir því sem næst er komist
skrifaði hann eða sagði bróður
sínum að hann hygðist fara til
sjós og þéna peninga fyrir
Haraldur Íshólm Sigurðs-
son, faðir Guðjóns.
námi. Á þeim tíma var faðir
hans úti á sjó en að áliti syst-
kina pabba hefði hann örugg-
lega lagst gegn ráðagerðun-
um“, segir Guðjón.
Var meinað að fara
frá borði á Íslandi
Skráningarbækur yfirvalda
í Croydon í suðausturhluta
Lundúna sýna að Haraldur hef-
ur munstrað sig á Induna 7.
október 1941. Kaupskipið Ind-
una var 5.086 tonna gufuskip
smíðað í Bretlandi árið 1925
og gert út af Macklay & Mac-
Intyre Ltd. í Glasgow.
Á Induna var 50 manna
áhöfn nær öll bresk en fáeinir
Kanadamenn, einn kyndari frá
Chile og Íslendingurinn Har-
aldur. Margir áhafnarmeðlimir
voru ungir að árum og meðal
skipsfélaga Haraldar voru
Norman Eric Blyth 18 ára
loftskeytamaður frá Dundee í
Skotlandi og Austin Byrne 19
ára frá Bradford í Yorkshire
en Austin og Alan Blyth, syst-
ursonur Norman, áttu eftir að
verða á vegi Guðjóns tæpum
62 árum eftir að Induna sökk.
Induna lætur úr höfn í Lund-
únum og kemur til Glasgow
um mánaðamót október og
nóvember 1941. Þaðan siglir
það til New York og er í Hali-
fax í Kanda á aðfangadag
1941. Á nýju ári, 28. janúar
1942, er skipið aftur komið
yfir hafið og til Írlands. Guðjón
segir að líklega hafi skipið
stoppað á Íslandi í annarri
hvorri ferðinni yfir hafið en
Halldór bróðir Haraldar minn-
ist þess að hann hafi komið
heim með skipsfélögum af
Induna.
Skipið kemur til Loch Ewe
á Skotlandi 6. mars árið 1943
þar sem það beið eftir öðrum
skipum í skipalestinni PQ13.
Loch Ewe var hefðbundinn
mótsstaður skipalesta áður en
þær héldu með birgðir til Rúss-
lands og þar er að finna minn-
ismerki um þá sem féllu með
skipalestum bandamanna.
PQ-13 samanstóð af 19
skipum sem sigldu frá Loch
Ewe til Hvalfjarðar. Þaðan fer
skipalestin áleiðis til Múrmans
og fær fylgd tundurspillisins
Lamerton, togaranna Blackfly
og Paynter, og þriggja norskra
hvalveiðiskipa sem höfðu ver-
ið búin vopnum, Sulla, Sumba
og Silja.
Guðjón segir á siglingunni
til Múrmansk hafi Induna
verið hlaðin með hergögnum
og eldsneyti á tunnum. Vegna
eðli farmsins mátti enginn fara
frá borði í Hvalfirði enda máttu
upplýsingar um hann ekki ber-
ast út.
„Faðir Haraldar fær fregnir
af skipunum í Hvalfirði og fer
þangað uppeftir til að hafa tal
af syni sínum. Hann nær tali
af einhverjum yfirmönnum þar
en þeir þvertaka fyrir að feðg-
arnir fái að hittast. Faðir minn
fær þó að senda bréf í land
sem var ítarlega ritskoðað. Þar
segist hann gjarnan vilja koma
í land en að svo stöddu er
honum meinað að yfirgefa
skipið“, segir Guðjón.
Guðjón á sínum yngri árum.
Gömlu mönnunum af Ind-
una fannst hann líkjast föður
sínum sterklega og þótti mik-
ið til þess koma.
09.PM5 12.4.2017, 09:338