Bæjarins besta - 03.03.2004, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 9
Kaupskipið Induna í höfn á millistríðsárunum. Mynd: National maritime museum Greenwich.
frásögn sem var skráð af Nor-
man Date. Hann segir tundur-
skeytið hafa hafnað í fimmtu
lest undir farmi af flugvéla-
eldsneyti og við sprenginguna
hafi dekkið umbreyst í logandi
óreiðu. Menn hafi hlaupið í
gegnum eldinn í átt að björg-
unarbátnum og sumir hafi
stungið sér af skutnum til að
forðast logana.
Austin komst í bát ásamt
nokkrum félögum sínum og
þegar þeir reru frá í þungum
sjó og lélegu skyggni var Ind-
una veitt náðarhöggið. Annað
tundurskeyti lenti á skipinu og
sökkti því ásamt öllum sem
enn voru um borð.
Austin og félagar hans máttu
í hýrast í björgunarbátnum í
fjóra daga í kulda og vonsku-
veðri áður en þeim var bjarg-
að. Flestir þeirra kólu illa og
sumir létust af sárunum en
aðrir misstu útlimi.
Guðjón segir að þess sé
hvergi getið í skjölum um Ind-
una að faðir hans hafi komist í
björgunarbát og líklega hafi
hann farið niður með skipinu.
Í sambandi við
skipsfélagana
Í skránni um fallna í þjón-
ustu Samveldisins komst Guð-
jón að því að faðir hans hafði
verið skipverji á Induna í
skipalestinni PQ-13 en áður
hafði hann einungis vitað að
faðir sinn hafði siglt frá Íslandi
með bresku skipi og farist í
stríðinu.
Guðjón hafði viðað að sér
nokkrum upplýsingum um
skipalestina og setti inn fyrir-
spurn á heimasíðuna warsail-
ors.com. Í nóvember fær hann
svar frá skyldmennum Nor-
man E. Blyth loftskeytamanns
sem hafði eins og Haraldur
farið niður með Induna. Guð-
jón segir fjölskyldu Norman
enga vissu hafa haft um afdrif
hans fyrr en þau komust í sam-
band við eftirlifandi skipverja
fyrir um áratug sem gat borið
vitni um örlög hans.
Guðjón segir Alan Blyth,
systurson Norman, hafa verið
sér afar hjálplegan. „Alan hef-
ur sent mér öll þau gögn og
ljósmyndir sem ég hef verið
að afrita. Hann hefur verið að
afla sér upplýsinga um frænda
sinn frá því um 1990 og er enn
að.“
Guðjón segir einn ákafasta
áhugamanninn um afdrif
áhafnarinnar á Induna vera áð-
urnefndan Austin Byrne. Hann
hafði frétt frá systur Norman
Blyth að afkomandi Haraldar
Íshólm væri að grennslast fyrir
um afdrif Induna. Í ákafa send-
ir hann forsætisráðherra bréf
þar sem hann fer þess á leit að
ráðuneytið grennslist fyrir um
eftirlifandann og komi sér í
samband við hann. Forsætis-
ráðuneytið sendir bréfið áfram
til Morgunblaðsins sem hafði
uppi á Guðjóni og sagði frá
leit hans fyrir skömmu en á
meðan hafði Austin fundið
Guðjón eftir eigin leiðum.
Guðjón segir það hafa verið
afar ánægjulegt að hafa komist
yfir aukna vitneskju um afdrif
föður síns og ekki síður hafi
það verið ánægjulegt að kom-
ast í samband við eftirlifandi
skipsfélaga hans og aðstand-
endur annarra sem fórust með
Induna. Hann hafi notið þess
að afla sér aukinnar vitnesku
síðustu vikur en nú hafi hann
undir höndum allar þær upp-
lýsingar sem hann hafi lagt
upp með að finna og meira til.
„Það er mjög sérstakt að
komast í sambandi við þessa
gömlu menn sem voru á skip-
inu. Þetta eru jafnaldrar og
skipsfélagar föður míns og þeir
eru mjög upprifnir yfir að
komast í samband við afkom-
anda hans. Það virðist greini-
lega gefa þeim heilmikið ekki
síður en mér“, sagði Guðjón.
Frásögnin er byggð á gögn-
um sem Guðjón hefur aflað
m.a. fyrir milligöngu skipsfé-
laga Haraldar á Induna og fjöl-
skyldna þeirra, aðallega út-
drætti Guðjón á skýrslu breska
varnarmálaráðuneytisins um
skipalest PQ-13 og frásögnum
Austin Byrne og annars eftir-
lifanda Bill Short.
Þá segist Guðjón hafa sótt
fróðleik í bókina Vígdrekar
og vopnagnýr, Hvalfjörður og
hlutu Íslands í orrustunni um
Atlantshafið, eftir Friðþór Ey-
dal. Þar er ítarlega fjallað um
Hvalfjörð og skipalestirnar
auk þess sem mikið er af
myndum sem tengjast sigling-
unum. M.a. er þar að finna
myndir af herskipum sem
komu við sögu og af skiplest-
inni QP-11 á siglingu suður
með Vestfjörðum en í þeirri
skipalest voru mörg skipanna
í PQ-13 á leiðinni aftur til baka
frá Múrmansk.
Sú þróun sem hefur átt sér
stað á síðustu árum fyrir til-
stuðlan áhugamanna og fræði-
manna sem safna saman upp-
lýsingum um sögulega atburði
og gera aðgengilegar almenn-
ingi á internetinu hlýtur að telj-
ast bylting. Verið er að miðla
upplýsingum um fíngerð smá-
atriði á leifturhraði sem annars
útheimti tímafrekt grúsk á
Sökkt af
þýskum kafbáti
Þann 18. mars er siglt frá
Hvalfirði og siglt áleiðis norð-
ur fyrir land. Skipunum var
snúið við en halda aftur af
stað frá Hvalfirði 20. mars.
Talið er flotastjórnin hafi haft
veður af því að fjöldi þýskra
kafbáta biði skipalestarinnar
fyrir Noregsströndum og því
hafi för hennar verið seinkað.
Stefnan er sett á stað u.þ.b.
140 mílur suður af Jan Mayen
þar sem tundurspillarnir Fury
og Eclipse sem komu frá Seyð-
isfirði bættust í lestina síðdegis
23. mars og skammt frá var
Trinidad. Um nóttina brast á
með stormi og tvístraðist
skipalestin. Lélegt skyggni og
hvass vindur næstu daga gerðu
þeim erfitt um vik að sameina
skipalestina á ný.
Þegar veðrið lægir líður ekki
á löngu þar til njósnaflugvélar
Þjóðverja koma auga á skipa-
lestina. Að morgni 28. mars
var bjart og sólríkt með stöku
snjóéljum. Klukkan 10.07
verður vart við flugvél sem
skipverjum á Trinidad tekst
að skjóta niður á löngu færi.
Óvinurinn var snöggur til and-
svars og klukkutíma seinna
rigndi sprengjum yfir skipa-
lestina frá þýskum flugvélum.
Um kvöldið sigla þrír þýskir
tundurspillar út frá Kirkenes í
Noregi og halda tvö fylgdar-
skip á móti þeim til að verjast.
Skipalestin verður fyrir steypi-
árásum þýskra Junkers 88
sprengiflugvéla Nokkur skip-
anna verða fyrir þeim og er
tveimur sökkt. Einum þýsku
tundurspillanna er að endingu
sökkt og hinir halda aftur til
hafnar í Kirkenes.
Á meðan heldur siglinga-
lestin áfram í aðskildum hóp-
um. Þann 29. mars taka skipin
stefnu í suðvestur og nálgast
37 baug austlægrar lengdar.
Lítið skyggni og lág skýjahæð
ver þau frá loftárásum en skip-
in voru enn á svæði þar sem
vænta mátti kafbátaárása.
Induna og norski hvalbátur-
inn Silja sem var hafður í togi
vegna eldsneytisskorts höfðu
fest sig í ís og losnuðu ekki
fyrr en um kl. 15.00. Þá áætla
þau staðsetningu sína 72N-
38E og taka stefnuna beint til
Múrmansk. Fimm tímum síðar
slitnaði dráttartaugin og Silja
hvarf í éljabakkann. Tilraunir
Induna til að finna skipið aftur
reyndust árangurlausar og hélt
það för sinni áfram en rúss-
neskt herskip fann Silja næsta
dag.
Tundurskeyti var skotið að
Induna kl. 07.20 að morgni
30. mars. Tundurskeytið hafði
komið frá þýska kafbátinum
U-376 og sökk Induna ein-
ungis fjörutíu mínútum seinna.
Klukkustund síðar hlaut annað
skip úr lestinni sömu örlög.
Þrettán skip voru komin til
hafnar 30. mars og það fjór-
tánda náði höfn fyrsta apríl.
Fimm skip fórust.
Fylgdi skipinu
Austin Byrne skipsfélagi
Haraldar lýsir atburðinum í
söfnum. Þegar almenningur
getur nálgast skjöl stríðsaðil-
anna og frásagnir samtímanna
sem upplifðu atburðina er
óhætt að segja að sagan lifni
við fyrir hvern sem hefur
áhuga á.
Áhugasömum er bent á eft-
irtaldar heimasíður til frekari
upplýsingar:
Upplýsingavefur um þátt-
töku breska kaupskipaflotans
í seinna stríði: http://british-
merchant-navy.co.uk
Upplýsingar um þá sem
féllu í stríðsrekstri samveldis-
landanna í heimsstyrjöldun-
um. http://www.cwgc.org/
cwgcinternet/search.aspx
- kristinn@bb.is
Skjöldurinn í Tower hill memorial í London þar sem nafn Haraldar Íshólm er skráð sem
Harold Esholm.
09.PM5 12.4.2017, 09:339