Bæjarins besta - 03.03.2004, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 20046
Vestfirðingurvikunnar
Nafn: Hermann G. Hermannsson.
Fædd/-ur, hvar og hvenær: Á Ísafirði 29. júní 1968.
Atvinna: Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Fjölskylda: Eiginkonan heitir Fríða Rúnarsdóttir og
eigum við dæturnar Maríu Rebekku og Dagmar Iðu.
Helstu áhugamál: Hef að sjálfsögðu brennandi áhuga
á starfinu, en ég held að konan og dæturnar séu í
fyrsta sæti.
Bifreið: Nissan Patrol árgerð 1998.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Nýjustu árgerð af
Nissan Patrol.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Eins
og flesta drengi dreymir um, var það flugmaður,
læknir, slökkviliðsmaður eða lögga.
Uppáhalds matur? Hrefnukjöt eldað eftir uppskrift
frá Halla Konn. Það klikkar sko ekki!
Versti matur sem þú hefur smakkað? Yfirleitt finnst
mér matur ekki vondur, bara mis góður, en ég verð að
viðurkenna að súrsaði sundmaginn sem ég smakk-
aði á þorrablótinu um daginn var frekar ógeðfelldur.
Uppáhalds drykkur? Það byrjar enginn dagur hjá
mér án þess að fá sér kaffi. Með góðum mat finnst
mér gott að fá mér rauðvín og kannski smá viskítár á
eftir.
Uppáhalds tónlist? Ég er alæta á tónlist, en ef ég
ætti að nefna eina hljómsveit, yrði það Cure.
Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Að sjálfsögðu
er það Sunddeild Vestra þar sem dóttir mín æfir sund.
Ég er líka sérlega ánægður með árangur siglinga-
manna í Sæfara, félagi áhugamanna um sjósport á
Ísafirði.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Enski boltinn þar sem
Manchester United er að bursta Liverpool eða Arsenal
klikkar ekki.
Uppáhalds vefsíðan? www.isafjordur.is/is/slokkvilid,
þetta er snilldar síða smíðuð af Svenna starfsfélaga.
Ég hvet alla til að líta á þessa síðu.
Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Big Blue.
Fallegasti staður hérlendis? Hornstrandir eru fall-
egar, en ef ég ætti að velja eina af víkunum myndi ég
velja Hornvík.
Fallegasti staður erlendis? Lítið þorp og umhverfi
þess sem ég heimsótti í Japan fyrir allmörgum árum.
Ég man bara ekki nafnið á svæðinu.
Ertu hjátrúarfull(ur)? Nei, ekki get ég sagt það.
Uppáhalds heimilistækið? Uppþvottavélin kemur
sterk inn.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Stang-
veiði, helst með fjölskyldunni og á leynistaðinn okkar
þar sem stóru urriðarnir eiga heima.
Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna?
Óheiðarleiki, sjálfur reyni ég að vera eins hreinskilinn
og ég get. Stundum er það misskilið og ég fæ það í
bakið.
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Er með fjöl-
skyldu og vinum í sumarbústað fjölskyldunnar inni í
Hafnardal.
Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt-
ast? Já, hver á sér ekki draum, vonandi rætist minn
einhvern tímann.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Þegar ég var við leiðsögn með Spánverja í laxi inni í
Laugardal. Ég hafði sagt honum að úr Hagakotsfossi
hefði aldrei veiðst lax og myndi aldrei veiðast, en
hann lét til leiðast og fór í fossinn. Eftir 20 mínútur
kom hann skellihlægjandi með þrjá laxa í hendinni.
Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir
þú breyta? Ég held nú að ég væri ekki tilbúinn að
skipta við hann Halldór. En ef ég neyddist til þess,
ætli ég myndi ekki reyna að beita kröftum mínum í
það að endurnýja eitthvað af þessum forn-slökkvibíl-
um sem eru í bæjarfélaginu, t.d. með því að nýta bet-
ur arðgreiðslur frá Brunabótafélaginu, líkt og önnur
sveitarfélög gera.
Lífsmottó? Njóta lífsins, maður lifir bara einu sinni.
Gerist áskrifendur í síma 456 4560
Hrefnu-
kjötið eftir
uppskrift frá
Halla Konn
klikkar ekki
Nemendur Menntaskólans á
Ísafirði sem sitja valáfanga í
íþróttum hjá Hermanni Níels-
syni, íþróttakennara og for-
varna- og félagsmálafulltrúa
MÍ, telja margt mæla með því
að hrint verði af stað sam-
starfsverkefni um heilsuefl-
ingu í Ísafjarðarbæ líkt og gert
hefur verið í Bolungarvík und-
ir merkjum Heilsubæjarins
Bolungarvíkur. Það stuðli að
betra heilsufari almennings og
minni tilkostnaði við heil-
brigðiskerfið. Til að finna mál-
inu farveg efna nemendurnir
til ráðstefnu annað kvöld á sal
MÍ.
Fyrirlesarar verða Bryndís
Kristjánsdóttir, sviðsstjóri
Lýðheilsustofnunnar, Sigrún
Gerða Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilsubæjarins
Bolungarvíkur, og Gígja
Gunnarsdóttir, sviðsstjóri
almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.
Ólína Þorvarðardóttir, skóla-
meistari MÍ, mun setja ráð-
stefnuna og Halldór Halldórs-
son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj-
ar, flytur ávarp. Ráðstefnu-
stjóri verður Hermann Níels-
son. Að loknum fyrirlestrum
og umræðum er ætlunin að
kjósa nefnd til að fylgja málinu
eftir.
Hermann Níelsson segir
valáfangann snúast um undir-
búning og framkvæmd verk-
efna á sviði íþrótta. Hann segir
hugmyndina að heilsubæjar-
átakinu í Ísafjarðarbæ hafa
verið að gerjast allt frá því
nemendur MÍ héldu heilsu-
daga í fyrravetur.
– kristinn@bb.is
Menntaskólinn á Ísafirði.
Ráðstefna á sal Menntaskólans á Ísafirði
Verður Ísafjarðarbær heilsubær?
Kunningi ehf., félag í eigu Flugleiðahótela, Hótels Eddu og Hótels Ísafjarðar
Á fimmtudag í síðustu viku
var undirritaður leigusamning-
ur milli Menntaskólans á Ísa-
firði og Kunningja ehf. um
starfrækslu sumarhótels í
heimavist Menntaskólans á
Ísafirði. Samningurinn er til
sjö ára og gildir til 20.ágúst
2010.
Kunningi ehf. er nýstofnað
félag sem er í eigu Flugleiða-
hótela/Hótel Eddu og Hótels
Ísafjarðar. Í húsakynnum
heimavistarinnar eru 42 gisti-
herbergi með gestamóttöku og
veitingaaðstöðu, tjaldstæði á
lóð skólans auk aðstöðu til
svefnpokagistingar í skóla-
byggingunni. Fyrirhugaðar eru
verulegar endurbætur á hús-
næðinu sem miða að því að
koma upp snyrtingum og baði
inni á 6-9 herbergjum á neðri
hæð suðvestur álmu. Fasteign-
ir ríkissjóðs hafa þær fram-
kvæmdir með höndum og á
þeim að ljúka á þessu ári.
Undanfarin ár hefur verið
samið um rekstur heimavistar-
innar frá ári til árs, og hefur
hann verið í höndum Hótels
Ísafjarðar. Þar áður var heima-
vist skólans rekin sem Eddu
Hótel á sumrin, svo segja má
aðá vissan hátt sé verið að
hverfa til fyrri hátta með hin-
um nýja samningi. Samning-
inn undirrituðu Kári Kárason
framkvæmdastjóri Flugleiða-
hótela og Ólína Þorvarðardótt-
ir skólameistari MÍ.
Ólafur Örn Ólafsson hótel-
stjóri Hótels Ísafjarðar segir
að með samstarfi um rekstur
sumarhótelsins sé Hótel Ísa-
fjörður að sækja í markaðs-
starfsemi Flugleiðahótelanna.
Ólafur segir að sá langtíma-
samningur sem nú var undir-
ritaður opni betri möguleika á
markaðssetningu sumarhót-
elsins en þeir eins árs samn-
ingar sem áður hefi verið gerð-
ir því í raun byggist ferða-
þjónustan á langtímamarkmið-
um og markaðssetning taki
langan tíma. Hann segir að
rekstur sumarhótelsins verði
á höndum Hótels Ísafjarðar en
samstarfið nái ekki til rekstur
Hótels Ísafjarðar sjálfs.
Í undirbúningi er einnig að
Kunningi ehf taki að sér rekst-
urinn á Hótel Eddu á Núpi.
Tekur heimavist Mennta-
skólans á Ísafirði á leigu
Áslaug Alfreðsdóttir hótelstjóri Hótels Ísafjarðar, Ólína Þorvarðardóttir skólameistari og Kári Kárason framkvæmdastjóri
Flugleiðahótelanna undirrita leigusamninginn. Með þeim á myndinni eru Ólafur Örn Ólafsson hótelstjóri Hótels Ísafjarð-
ar, Birna Lárusdóttir formaður skólanefndar Menntaskólans og Tryggvi Guðmundsson forstöðumaður Edduhótelanna.
09.PM5 12.4.2017, 09:336