Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is kona vikunnar Nafn: Anna Guðrún Sigurðardóttir. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík í nóv.1956. Atvinna: Kaupmaður. Fjölskylda: Eiginmaður Grétar Sigurðsson og börnin eru Anna Ragnheiður, Trausti Már og Sigurður Fannar. Helstu áhugamál: Golfið er að ná tökum á mér. Bifreið: Toyota Landcruiser. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Toyota Landcruiser. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ekkert sérstakt held ég. Uppáhalds matur? Kjötsúpa og baunasúpa. Versti matur sem þú hefur smakkað? Hræringur. Uppáhalds drykkur? Gott rauðvín. Uppáhalds tónlist? Celine Dion og sambærileg músík. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Chelsea í enska boltanum og Tiger Woods. Uppáhalds sjónvarpsefni? Ekkert. Uppáhalds vefsíðan? bb.is Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Funny Girl með Barböru Streisand. Fallegasti staður hérlendis? Glymur, hæsti foss á Íslandi og svæðið í kring. Fallegasti staður erlendis? Nokkrir staðir í Barce- lona. Ertu hjátrúarfull(ur)? Ekki held ég það. Uppáhalds heimilistækið? Uppþvottavélin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera með góðum vinum. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Óheiðarleiki að því að ég skil ekki tilganginn. Óheiðar- leiki er bara til að valda leiðindum og sárindum. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Fer í heitt bað með ilmolíum. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Ég hugsa það. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Þegar sonur minn læsti sig úti á náttfötunum. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Það er lítið hægt að gera á einum degi, en kannski væri hægt að klára göngustíg inn í fjörð. Lífsmottó? Vera ég sjálf og láta gott af mér leiða. Heldur mest upp á Chelsea og Tiger Woods Sælkerar vikunnar er Gabríela Aðalbjörnsdóttir og Jóhann Birkir Helgason Nan-brauð, humar og ís Við höfum ákveðið að hafa uppskrift vikunnar létta rétti sem eru ekkert skyldir. Þar sem sól er farin að hækka á lofti langar okkur til að gefa ykkur uppskrift að nan-brauði sem er mjög gott að grilla úti í sólinni. Okkur finnst mjög gott að bera þetta fram með takkó-sósu og góðu rauðvíni. Einnig langar okkur að gefa ykkur uppskrift að ljúffengum humarrétti sem er tilvalinn við hvaða tækifæri sem er. Að lokum kemur uppskrift að virkilega góðum og girnilegum ís sem er mjög fljótlegt að gera og gott að eiga í frysti. Nan-brauð 7-8 dl hveiti 25 g ger (einn pakki) 1 tsk salt 1 tsk natrón 1 msk olía 3 dl vatn Hnoðað saman og látið hefast í einn og hálfan til tvo tíma. Fletjið út svo að það verði um hálfur sentimetri á þykkt og skerið til með kleinujárni í litla hluta (svipað og smábrauð að stærð) og stingið með gaffli nokkrum sinnum í hvert brauð. Bakið síðan á þurri pönnu eða á útigrilli þar til brauðið er orðið fallegt á litinn. Humar Newburg 50 g smjör 2 saxaðir laukar 1 msk hveiti hálf tsk salt einn áttundi tsk paprika einn áttundi tsk cayennepipar 4 dl rjómi 2 eggjarauður 500 g humar, skelflettur 2 tsk sérrí Látið laukinn krauma í smjörinu þar til hann verður mjúkur og glær. Bætið hveiti, salti og cayennepipar út í og blandið vel saman. Hellið rjómanum út á og hrærið vel í. Bætið humrinum út í, látið suðuna koma upp og sjóðið í 2- 3 mínútur. Sláið eggjarrauðurnar sundur í skál og setjið ör- lítið af heitri sósunni saman við. Hellið þessu því næst í pottinn, bætið sérríinu út í og hitið að suðu. Hrærið í á með- an og gætið þess að ekki sjóði. Berið fram í litlum skeljum eða brauðkollum. Eins er gott að bera þetta fram með rist- uðu brauði. Ljúffengur ís með ferskum ávöxtum 1 lítri vanillu Mjúkís 3-4 rommí-súkkulaðistangir ca. 1 dl sterkt kaffi fersk jarðarber, bláber, kíwí og vínber Ísinn er látinn þiðna svolítið á borði. Síðan er kaffinu blandað saman við ásamt rommí-súkkulaðinu sem er brytjað smátt. Sett í hringlaga kökumót og látið í frysti. Ísinn er svo settur á disk og skreyttur með brytjuðum ávöxtunum sem komið er fyrir í miðju hringsins. Verði ykkur að góðu. Við skorum á Rúnar Óla Karlsson og Nanný Örnu Guðmundsdóttur að koma með næstu uppskrift. Meiraprófsnámskeið · leigubifreið · vörubifreið · hópferðabifreið · eftirvagn Vestfirðingar athugið! Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst á Ísafirði föstudaginn 6. júní nk. ef næg þátttaka fæst. Aukin réttindi = auknir atvinnumöguleikar Takið þátt í góðærinu sem framundan er! Ath! Breytingar eru væntanlegar á námskrá! Uppl. í símum 581 1919 · 898 3810 · 892 4124 Tölvuþjónustufyrirtæki á Ísafirði taka upp samvinnu Tölvuþjónustufyrirtækin Netheimar og Snerpa á Ísafirði hafa gert samkomulag um að- gang Netheima að aðstöðu í vélasal Snerpu. Snerpa mun einnig leggja Netheimum til bandbreiðar tengingar fyrir vefþjóna á vegum Netheima. Með þessu munu Netheimar jafnframt tryggja sér og við- skiptavinum sínum aðgang að tvöföldu útlandasambandi Snerpu. Fyrst og fremst munu Netheimar nýta sér þessa að- stöðu til að bjóða viðskipta- vinum sínum hýsingu á vefj- um og gagnagrunnum undir Windows (.NET, ASP og MS SQL) umhverfinu en Net- heimar sérhæfa sig m.a. í hönnun og rekstri á þessu sviði. Netheimar munu einnig hafa aðgang að nafnaþjónum Netheimar og Snerpa semja um hýsingu búnaðar og annarri þjónustu hjá Snerpu sem gefur kost á að veita heild- arlausnir fyrir viðskiptavini. Þá fylgir einnig fullur aðgang- ur að varaafli á búnað og vara- sambönd á sama hátt og fyrir viðskiptavini Snerpu. „Með þessu samkomulagi eru fyrirtækin að nýta sér þá sérþekkingu og fjárfestingu sem til staðar eru í hvoru fyrir- tæki. Hér er því um að ræða góða lausn fyrir báða aðila og sýnir að fyrirtæki geta haft með sér gagnlegt samstarf þrátt fyrir að þau eigi að hluta til í samkeppni á markaði“, segir Magnús Hávarðarson, framkvæmdastjóri Netheima. „Við erum mjög ánægðir með þetta samkomulag“, segir Björn Davíðsson, þróunar- stjóri hjá Snerpu. „Það gefur þjónustu okkar aukna breidd og vegna þessa getum við bent á fleiri lausnir fyrir okkar við- skiptavini. Þarna er ákveðin skörun á þeim sviðum sem við erum að sérhæfa okkur í, sérstaklega á sviði veflausna, og með þessu býðst mun meiri breidd í þjónustunni hjá báð- um aðilum. Við höfum sérhæft okkur í veflausnum sem byggjast á Linux stýrikerfinu. Stundum hefur komið fyrir að við höfum þurft að vísa frá okkur hluta verkefna sem heppilegra er að vinna í Wind- ows umhverfi en með þessu fyrirkomulagi höfum við í raun fundið heppilegan farveg undir alhliða lausnir“, segir Björn Davíðsson. Endurbætur á íþróttasvæðinu á Torfnesi á Ísafirði Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarð- arbæjar, segir endurbætur á íþróttavöllunum á Torfnesi verða mikla lyftistöng fyrir almenningsíþróttir í bænum. „Ég á von á því að þessi að- stöðubót efli mjög starfsemi óformlegra hópa sem taki sig saman og nýti aðstöðuna, það er reynslan annars staðar.“ Í sumar verður tekinn í notk- un gervigrasvöllur og frjáls- íþróttaaðstaða á Torfnesi. Stökkaðstöðuna verður einnig hægt að nýta sem körfubolta- völl en til staðar verða körfur á hjólum. Björn segir völlinn verða 15x25 m að stærð en löglegur körfuboltavöllur sé litlu stærri eða 15x28 m. „Þetta á eftir að skapa aðstöðu fyrir þá sem hafa ekki komist að, sagði Björn. Lyftistöng fyrir almenningsíþróttir 21.PM5 18.4.2017, 11:066

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.