Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 20
ÓHÁÐ Á VEST FJÖRÐUM FRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk Bílslysið á Kirkjubólshlíð á síðasta hausti Ökumaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi Þingfest var í Héraðsdómi Vestfjarða í síðustu viku ákæra á hendur ökumanni vegna umferðarslyss sem varð á Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð á síðasta hausti. Kona og tvær dætur hennar sem voru farþegar í bifreið- inni létust fáum dögum síðar af afleiðingum slyssins. Öku- maðurinn er sakaður um manndráp af gáleysi skv. 215. gr. almennra hegningarlaga. Í ákæru segir að höfða beri opinbert mál á hendur öku- manninum „fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa, sunnudaginn 6. októ- ber 2002, á leið norður Djúp- veg í Skutulsfirði, skammt utan við Bása, ekið bifreiðinni [...] með fimm farþega í bif- reiðinni og léttan tengivagn í eftirdragi, án nægjanlegrar till- itssemi og varúðar og of hratt miðað við aðstæður með þeim afleiðingum að þegar vind- hviða kom á vagninn missti ákærði stjórn á bifreiðinni svo að hún snerist á veg- inum og valt nokkrar veltur og þrír farþeganna, [...] og [...] sem köstuðust út úr bifreiðinni, og [...] hlutu svo mikla áverka að þær létust nokkrum dögum síðar.“ Útibúum Ísafjarðar apóteks á Suðureyri og Flateyri var báðum lokað um helgina. Eins og komið hefur fram keypti lyfsölukeðjan Lyfja hf. Ísa- fjarðar apótek fyrir skemmstu af Ásbirni Sveinssyni lyfsala sem átt hafði og rekið apótekið nærfellt í 19 ár. „Ástæðan fyrir lokuninni er einfaldlega sú að það er mjög óhagkvæmt að reka útibú á þessum stöðum. Það er stutt til Ísafjarðar og góðar sam- göngur allt árið um kring. Aft- ur á móti finnst okkur ekki forsvaranlegt að loka útibúinu á Þingeyri þar sem öllu lengra er að aka þaðan á Ísafjörð“, segir Ingi Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju hf. „Við komumst að því að til þess að halda þessum útibúum opnum þyrfti að borga með þeim. Það er ekki réttlætanlegt út frá rekstrarfræðilegu sjónar- miði. Þar að auki erum við að fara að setja upp nýtt tölvukerfi á öllum okkar stöðum og þurftum þess vegna að taka þessa ákvörðun fyrr en ella.“ Ísafjarðar apótek rekur að auki útibú í Bolungarvík og segir Ingi af og frá að til standi að loka því. „Þar er miklu stærri markaður og rekstrar- aðstæður allt aðrar. Því útibúi verður ekki lokað“, sagði Ingi. Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Ísafjarðarapóteks eftir að Lyfja hf. fyrirtækið Útibúum á Suðureyri og Flateyri lokað Stúlkubarn fæddist í sjúkrabifreið á Ísafirði Aðfaranótt sunnudagsins fæddist barn í sjúkrabif- reið á Ísafirði. Tveir slökkviliðsmenn fóru í útkall til Súðavíkur upp úr klukkan þrjú um nóttina og fluttu vanfæra konu áleiðis til Ísafjarðar. Á leið- inni varð ljóst að barnið myndi ekki bíða og var bif- reiðin stöðvuð við Ísafjarð- arflugvöll og lögregla feng- in til að aka meðan sjúkra- flutningsmennirnir tóku á móti barninu. Þegar komið var að Grænagarði í Skut- ulsfirði var barnið þegar fætt. Þaðan eru ekki nema nokkur hundruð metrar að Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. „Þetta var stúlka, 3280 grömm og 50 senti- metrar. Móður og barni heilsast báðum vel“, segir Sigríður Ólöf Ingvars- dóttir, ljósmóðir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Ber hún sjúkraflutnings- mönnum vel söguna og segir þá hafa staðið sig vel við móttöku barnsins. Móðirin heitir Sigríður R. Jónsdóttir en sjúkraflutn- ingsmennirnir voru Her- mann G. Hermannsson og Stefán T. Sigurðsson. Kom í heiminn við Grænagarð Hermann með barnið, Stefán og móðirin Sigríður R. Jónsdóttir. Bolungarvík Spólandi í húsagarði Lögreglunni á Ísafirði barst klukkan liðlega 22 á laugardagskvöld símtal frá íbúa í Bolungarvík sem kvartaði undan því að ekið hafði verið inn í garð hans, spólað og ekið í burtu. Lög- regla ók áleiðis til Bolung- arvíkur og mætti umrædd- um bíl í Hnífsdal. Þá hafði farþegi í bílnum tekið við akstri. Sá sem grunaður var um garðaksturinn var að hand- tekinn eftir að hafa ítrekað logið til um kennitölu og viðurkenndi að lokum á lögreglustöðinni á Ísafirði að hafa ekið um í garðinum. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Ísafjörður Menntaskól- anum slitið Menntaskólanum á Ísa- firði verður slitið í 33. sinn við hátíðlega athöfn í Ísa- fjarðarkirkju kl. 14 á laugar- dag. Þá verða brautskráðir alls 38 nemendur, þar af 30 stúdentar, 3 nemendur af starfsbraut og 5 nemendur sem ljúka 2. stigi vélstjórn- ar. 21.PM5 18.4.2017, 11:0620

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.