Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Hálfdán Bjarki Hálfdánsson sími 863 7655 hafldan@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson RITSTJÓRNARGREIN Beðið eftir Godotbb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. Ný ríkisstjórn er sest að völdum. Fráfarandi stjórnarflokkum reyndist létt að brúa gjána sem myndaðist milli þeirra í kosningabaráttunni. Það var þó ekki út- gjaldalaust fyrir hvorugan flokkinn. Að 15 mánuðum liðnum eftirlætur Davíð Oddsson Halldóri Ásgrímssyni stól forsætisráðherra. Stóll umhverfisráðherra er milligjöf í stólaskiptunum. Málefnasamningur hinnar nýju ríkisstjórnar boðar aukna velmegun og enn betri lífskjör þjóðinni til handa en hún hefur átt við að búa í góðærinu margrómaða. Fagnaðarefni ef rétt reynist. Hætt er þó við að ýmsum leiðist biðin þótt ekki væri nema eftir hluta þeirra loforða, sem flæddu yfir þjóðina í aðdraganda kosninganna. Beinar skattalækkanir sem almenningi var heitið fyrir kosningar, og flokkana greindi helst á um, eiga nú að taka mið af almennum kjarasamningum við næstu áramót. Þetta þýðir einfaldlega að kauphækkanir og skattalækkanir þykja ekki vænlegar á sama tíma, svo neinu nemi. Að því er best verður skilið er ASÍ-forystan ánægð með varfærnina í skattamálum. Virðist sú afstaða stafa af ótta við að skattalækkanir leiði til samdráttar í velferðarkerfinu. Ef vill er sá ótti ekki ástæðulaus. Verkalýðsforystunni, líkt og öðrum, er a.m.k. ljóst að utanríkisþjónustunni verður ekki ýtt út á klakann. Þar á bæ eru margar vistarverur og engum úthýst, sem lent hefur á vergangi stjórnmála. Hætt er við að skipstjóraskiptin á þjóðarskútunni leiði til þess að velflest stærri mál verði sett fyrirbrigði sem er kunnuglegt í heilbrigðiskerfinu, biðlista. Vestfirð- ingar hafa slæma reynslu af framkvæmdabiðlistum. Hvað um yfirlýsingar um upp- byggingu í Norðvesturkjördæmi sem mótvægi við framkvæmdir í öðrum landshlut- um? Hver verður framvinda fræða- og háskólaseturs á Vestfjörðum, sem ætlað er að leiði til stofnunar háskóla á Ísafirði? Og hvað um rannsóknasetur í eldis- og veiðarfæratækni? Mál af þessu tagi brenna heitt á Vestfirðingum. Þeir vita öðrum betur að biðin verður að taka enda ef ekki á illa aða fara. Þanþol lopans er takmark- að. Nýkjörið Alþingi var sett í fyrradag. Framundan er stutt þing þar sem allt fer fram samkvæmt hefðinni. Á haustþingi kemur í ljós hvort stjórnarliðið hefur róð- urinn eða lætur sér nægja að damla með árinni fram til 15. september 2004. s.h. Fyrsti hringmyrkvi á sólu hérlendis frá 1793 Sést vel á Vestfjörðum Fyrsti hringmyrkvinn á sólu sem sjáanlegur er hér á landi frá árinu 1793 mun sjást vel frá norðanverðum Vestfjörðum aðfaranótt 31. maí, svo fremi að skýjafar leyfi. Hringmyrkvi er sól- myrkvi þar sem rönd af sól- inni sést allt í kringum tungl- ið og því er ekki um almyrk- va að ræða. Hringmyrkvinn mun sjást allur fyrir norðan og austan línu sem dregin er frá Höfn í Hornafirði að Bíldudal. Verður hann í algleymi, séð frá Ísa- firði, um kl. 4.07 að nóttu en deildarmyrkvi hefst kl. 3.10. Ætla menn að aðstæður til að fylgjast með þessu fyrirbrigði verði góðar á norðanverðum Vestfjörðum en þar mun tungl- ið sjást nákvæmlega fyrir miðju sólar. Þó verður að huga að því við val á útsýnis- stað að fjöll skyggi ekki á sólu. Á heimasíðu Almanaks Háskóla Íslands má sjá feril hringmyrkvans. Hann fer yfir svæðið á þremur stund- arfjórðungum frá kl. 03.45 til kl. 04.31. Hátíðarhöld í tilefni sjó- mannadagsins verða á Suður- eyri um næstu helgi. Á laug- ardag verður kappróður á lón- inu við bæinn en stærstur hluti dagskrárinnar fer fram á sjó- mannadaginn sjálfan. Um morguninn kl. 10 bjóða út- gerðarmenn til skemmtisigl- ingar á smábátum en kl 13.45 verður gengið frá Bjarnaborg, húsi Verkalýðsfélagsins Súg- anda, til messu í Suðureyrar- kirkju. Klukkan 15.30 hefst skemmtidagskrá á höfninni. Þar verður meðal annars keppt í reiptogi, koddaslag, kapp- beitningu, kararóðri og kara- hlaupi. Um kvöldið verður efnt til hátíðarkvöldverðar í Félags- heimilinu á Suðureyri. Húsið verður opnað fyrir matargesti kl. 19.30 en rúmum þremur klukkutímum síðar verður borðum rutt burt og dansað við tónlist Halla & Þórunnar. Sjómannadagurinn á Suðureyri Kappbeitning og kararóður Mikil óánægja með lokun útibús Ísafjarðar apóteks á Flateyri Afhentu mótmælalista með und- irskriftum rúmlega 180 íbúa Auðunsdóttir. „Það eru ekki allir sem eiga bíl og sumir eiga erfitt með að komast yfir á Ísafjörð. Þá er fólk líka mjög ósátt við það hversu stuttur fyrir- varinn var. Starfsmanni útibúsins var sagt upp á miðvikudegi og afgreiðslan rýmd á föstudegi.“ Auk undirskriftalistans er vitað til þess að Lyfju hf., eiganda Ísafjarðar apóteks, hafi borist mótmæli frá Íbúasamtök- um Önundarfjarðar og Lýð Árnasyni, lækni á Flateyri. Jónasi Þór Birgissyni, lyfsala á Ísafirði, var síð- degis á mánudag afhentur listi með rúmlega 180 undirskriftum íbúa á Flat- eyri. Þar er skorað á eig- endur Ísafjarðar apóteks að endurskoða þá ákvörð- un að loka lyfsölunni á Flateyri. Guðlaug Auðuns- dóttir og Gróa Haralds- dóttir afhentu Jónasi listann, sem þakkaði kærlega fyrir og sagðist myndu koma undirskrift- unum áfram. „Það neitaði enginn að skrifa undir enda er mjög mikil óánægja með þessa ákvörðun“, segir Guðlaug Lögreglustjórar og næstráð- endur þeirra á Ísafirði, í Bol- ungarvík, á Patreksfirði, Hólmavík og í Búðardal hitt- ust á árlegum samráðsfundi sínum á Ísafirði í síðustu viku. Helsta mál fundarins var skipulag löggæslu á Unglinga- landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Ísafirði í byrjun ágúst. Búist er við sex til tíu þúsund gestum á mótið og má því ætla að mjög mikil umferð verði um vegi á Vestfjörðum á þessum tíma. Fundurinn var tíundi vorfundur embættanna en sá fyrsti var haldin í Bjarka- lundi í Reykhólasveit í byrjun júní árið 1994. Á fundunum er fjallað um ýmis löggæslumálefni en sér- staklega er farið yfir skipulegt samstarf embættanna í um- ferðarmálum yfir sumartím- ann. Síðastliðin tvö ár hafa embættin einnig haldið haust- fundi. Þar eru önnur löggæslu- verkefni rædd en þó sérstak- lega forvarnamálefni og annað starf sem tengist æsku landsins á vettvangi lögreglunnar. Búa sig undir umferðina kringum unglingalandsmótið Samráðsfundur nokkurra lögregluembætta á Vestfjörðum og Vesturlandi Guðlaug Auðunsdóttir og Gróa Haraldsdóttir afhenda Jónasi Þór Birgissyni lyfsala á Ísafirði undirskriftalistann. 21.PM5 18.4.2017, 11:062

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.