Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Kennari Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir kennara til að sinna kennslu fatlaðs einstakl- ings á starfsbraut skólans næsta vetur. Um er að ræða 15-20 kennslustundir á viku. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 6. gr. laga nr. 86/1998 um leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakennari. Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og KÍ frá 7. janúar 2001. Umsóknarfrestur er til 6. júní nk. Nánari upplýsingar gefa Ólína Þorvarðar- dóttir, skólameistari í síma 450 4401 eða Emil Emilsson, umsjónarmaður brautarinn- ar í síma 450 4408. Göltur Holding, félag eig- enda Galtarvita, hyggur á við- gerðir á húsakostinum við vit- ann og verður núna í mánaðar- lok farið með efni og birgðir til viðgerðanna. Ólafur Jónas- son kvikmyndagerðarmaður frá Ísafirði festi kaup á Galtar- vita árið 2001 ásamt móður sinni, Þórdísi Guðmundsdótt- ur, og manni hennar, Halldóri Guðmundssyni, sem búsett eru á Ísafirði. Síðar stofnuðu þau Göltur Holding í félagi við þá Einar Þór Gunnlaugs- son, Benedikt Gunnarsson, Guðmund Konráðsson og Hermann Þorsteinsson. Mark- miðið er að gera upp staðinn og koma til fyrra horfs. Ólafur segir að þrátt fyrir að lítið hafi verið átt við íbúðarhúsið á síð- ustu ár sé það í þokkalegu standi. „Við þurfum þó að koma við töluverðu viðhaldi til að þetta verði í góðu horfi. Ætl- unin er að fara á stórum báti og ferja efni í land og koma því upp að húsinu. Við áætl- um að taka einn dag í þetta“, segir Ólafur. Gerir upp íbúðarhúsið við Galtarvita Eignarhaldsfélagið „Göltur Holding“ höndum atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar og hafnar- stjóra Ísafjarðarbæjar en hún verður samvinnuverkefni fjöl- margra aðila í tengslum við sjávarútveg, Byggðasafns Vestfjarða, ferðaþjónustufólks og veitingamanna. Ætlunin er að vera með sér- staka sýningu um sögu veiða og vinnslu á rækju í Byggða- safninu en meginþungi dag- skrárinnar verður á hafnar- svæðinu. Að auki verða í boði fjölbreyttir rækjuréttir á veit- ingahúsum bæjarins og ýms- um fróðleik um rækjuiðnaðinn miðlað. Rúnar Óli Karlsson, ferða- málafulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir ánægjulegt hversu vel fyrirtæki og stofnanir í bænum hafi tekið hugmyndinni en rækjuhátíðin hafa alla burði til að verða bæði fróðleg og skemmtileg. „Það er verið að hnýta lausa enda en við stefn- um að því að hefja formlega kynningu dagskrár í byrjun júní“, sagði Rúnar. Verið er að undirbúa rækju- hátíð sem haldin verður á Ísafirði dagana 7. til 10. ágúst. Tilefnið er að 80 ár eru liðin frá upphafi rækjuveiða við Ís- land. Þær hófust í Ísafjarðar- djúpi og hefur Ísafjörður frá upphafi gegnt lykilhlutverki í sögu rækjuiðnaðar á Íslandi. Skipulag hátíðarinnar er í Rækjuhátíð haldin á Ísafirði í sumar 80 ár frá upphafi rækjuveiða og vinnslu á Íslandi Vormót Golfklúbbs Ísa- fjarðar var haldið á laugar- dag í Tungudalsvelli. Alls mættu um fimmtán kylfing- ar til leiks og fóru átján holur en leikið var með punkta- formi. Ísfirðingurinn Einar Gunnlaugsson varð hlut- skarpastur og hlaut 50 punkta. Páll Guðmundsson frá Golfklúbbi Bolungarvík- ur varð í öðru sæti með 42 punkta og Vilhjálmur Ant- onsson á Ísafirði varð þriðji með 39 punkta. Einar Gunn- laugsson sigraði Vormót Golfklúbbs Ísafjarðar Magni Guðmundsson netagerðarmeistari á Ísafirði skrifar Nokkur orð um fyrirhugað- an varnargarð við Seljaland Nú fer að líða að lokaversinu í byggingu snjóflóðavarnar- garðsins í Seljalandsmúla hér á Ísafirði. Framkvæmdir hafa verið boðnar út og tilboð verið opnuð, þó ekki liggi enn fyrir hver hlýtur hnossið þegar þetta er skrifað. Ég hef það á til- finningunni að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir hvar garðurinn kemur í landið, né hvar hann byrjar eða endar. Ég efast einnig um að bæj- arbúar almennt geri sér grein fyrir hvílíkt ofboðslegt jarð- rask mun fylgja þessum fram- kvæmdum, sem ekkert okkar á auðvelt með að sjá tilgang í. Allur norðurhluti Múlans frá því rétt neðan við Skíðaskál- ann verður rifinn upp niður að brúnni á Skíðaveginum auk stórkostlegrar tilfærslu á jarð- vegi, því þar verður allt efnið í garðinn tekið. Neðan vegar- ins verður einnig farið í báðar áttir við garðinn, tugi og á stórum hluta yfir hundrað metra. Ofan við Skíðaveg utan Seljalandsár verða reistar níu keilur til þess að taka mesta „áfallið“ af garðinum. Allt er þetta algróið land með berjalyngi og trjárækt sem hefur tekið vel við sér á síðustu árum og mun taka ára- tugi að koma í líkt horf, gróð- urfarslega séð. Það er ekki sama landið þótt búið sé að strá yfir það grasfræi og stinga niður lúpínum og komin á það græn og blá slikja, að ég nefni ekki gjörbreytt landslag. Hvar skyldu náttúru- verndarsamtökin hafa verið? Ætli þau hafi verið svo upptek- in af eyðisöndum og jöklum annars staðar að þessu hafi bara verið skrúbbað út af borð- inu og í ruslafötuna, hafi það einhvern tíma komist svo langt? Sérfræðingarnir leyfðu víst náðarsamlegast styttingu á garðinum um nokkra metra, þannig að ekki þarf að rífa Seljalandsbæinn, allavega ekki alveg strax. En ekki var hægt að sleppa beygjunni á garðinum neðan við Skíðaveg- inn eða færa garðinn nokkra metra út eftir svo hann væri varinn líka. Hættan er víst svo mikil á ca. 3.000 ára fresti að þá hefði víst þurft að hækka garðinn um einhver ósköp, skilst mér, þrátt fyrir að Selja- landsbærinn sé búinn að standa á sama stað svo öruggt sé í að minnsta kosti 800 ár. Og hvernig skyldi standa á að allar þessar framkvæmdir og rót er gert á þessum stað af þeim einna ólíklegustu hér við Skutulsfjörð? Ekki treysti ég mér til að skýra það. En ekki er annað að sjá en að snjóflóð- in sem féllu í Súðavík og á Flateyri 1995 og aðstæður á þeim stöðum hafi verið færðar beint yfir á flesta þá staði á landinu sem hættumat hefur verðið unnið fyrir á undan- förnum árum. Það er gert þrátt fyrir að á þeim tíma féll ekkert snjóflóð ofan þess svæðis sem garðurinn í Seljalandsmúla á að verja niður fyrir Skíðaveg. Það virðist bara vera ein- blínt á eitthvert reiknilíkan af því sem gæti kannski skeð á þúsunda ára fresti. Þarna virð- ist sagan síðustu 800 ár alveg verða útundan. Það er mjög alvarlegt hvað bæjaryfirvöld hafa lítið að segja í svona málum. Eftir því sem mér skilst hefur ekkert verið farið að tillögum þeirra eða hlustað á mat staðkunn- ugra. Allt er nú komið í lög frá Alþingi, til stofnana sem setja reglugerðir, sem sérfræðingar túlka síðan og móta sínar til- lögur og gæta þess að allt sem að þeim snýr sé alveg örugg- lega á hreinu. Þeir sem vinna hættumatið eru áreiðanlega ekki öfunds- verðir af þeirri vinnu. En það er mín skoðun að þeirra aðal- regla hafi verið: Sem lengst frá hlíðinni, og ef ekki, þá sem hæsta og lengsta garðana, þá erum við öruggir um að hafa ekki gert neina vitleysu. Það er ég alveg sannfærður um, að enginn núlifandi Ís- lendingur mun nokkurn tím- ann sjá að þessi gríðarlega röskun og upprót muni hafa nokkurn tilgang. Á næstu öld- um munu afkomendur okkar trúlega halda að þarna hafi einhver sægreifi látið byggja yfir sig og sína veglegt graf- hýsi. Magni Guðmundsson. Seljalandshverfið á Ísafirði. Lengst til hægri er húsið Seljaland. 21.PM5 18.4.2017, 11:068

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.