Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 17Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Árgangur 1939 á tröppum Ísafjarðarkirkju.Árgangur 1959 á Silfurtorgi á Ísafirði. Árgangur 1972 á Silfurtorgi á Ísafirði. Þrjú árgangamót á Ísafirði um liðna helgi Fermingarsystkinin hittust á ný eftir hálfa öld Ísfirðingar og Hnífsdæling- ar fæddir árið 1939 komu sam- an um helgina í tilefni þess að hálf öld er liðin frá fermingu þessa árgangs. Fólkið hittist á föstudagskvöld í nýja skíða- skálanum í Tungudal, fékk þar léttar veitingar og rifjaði upp gömul kynni. Morguninn eftir var komið saman á Silfurtorgi og gengið þaðan í Grunnskóla Ísafjarðar þar sem horft var á gamalt myndband frá Ísafirði. Síðan var haldið yfir í Tónlist- arskóla Ísafjarðar, sem flest gömlu fermingarbarnanna þekkja best sem Húsmæðra- skólann Ósk, og hlýtt á harmo- nikuleik. „Svo gengum við Tangagöt- una og Sundstrætið og enduð- um á vinnustað myndlistar- mannsins Reynis Torfasonar í gömlu vélsmiðjunni Þór. Það- an fórum við í Sjóminjasafnið og fengum harðfisk, hákarl og brennivín að vestfirskum sið“, segir Bára Einarsdóttir, ein úr árgangi 1939. „Við fórum svo í rútu og vitjuðum leiða þeirra sem látn- ir eru, fórum í Gamla sjúkra- húsið þar sem við fæddumst flest og héldum síðan til Flateyrar að skoða varnargarð- ana. Á leiðinni skoðuðum við fossinn í Vestfjarðagöngum“, sagði Bára. Þegar hópurinn kom frá Flateyri hélt hann rakleitt til Bolungarvíkur. „Við keyrðum hægt í gegnum Hnífsdal enda eru nokkrir úr árgangnum það- an. Við skoðuðum síðan Nátt- úrugripasafnið í Bolungarvík og komum ekki heim fyrr en um klukkan sex. Um kvöldið fórum við á Hótel Ísafjörð, snæddum hátíðarkvöldverð og dönsuðum svo við tónlist Baldurs Geirmundssonar og Margrétar Geirsdóttur.“ Mótinu lauk þegar hópurinn fór í fermingarmessu á sunnu- dag og gekk til altaris líkt og fyrir fimmtíu árum. „Þetta var alveg frábært og allir voru mjög ánægðir. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi hópur kemur saman“, sagði Bára Einars- dóttir. Hin gömlu kynni gleymast ei Árgangur 1972 úr Gagn- fræðaskólanum á Ísafirði kom saman um helgina en um þetta leyti eru fimmtán ár liðin síðan hópurinn útskrifaðist. Fólkið hittist á Silfurtorgi á föstu- dagskvöld fór rakleitt í óvissu- ferð sem endaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. „Þar fórum við í sund og borðuðum léttan kvöldmat og fórum síðan aftur til Ísafjarðar um miðnætti. Á laugardag hitt- umst við í hádeginu í nýja skíðaskálanum í Tungudal, snæddum hádegisverð og fór- um yfir gamlar myndir og ræddum saman. Um kvöldið hittumst við á Sjallanum, horfðum saman á Evróvision og endurvöktum gömul kynni“, segir Ingi Þór Ágústs- son, einn úr árganginum. Ingi Þór segir mótið hafa tekist vel. „Það mættu 38 af þeim 64 sem útskrifuðust fyrir fimmtán árum. Það var mjög gaman að sjá hversu vel gekk að ná mannskapnum saman eftir öll þessi ár“, segir Ingi. Helgin heppnaðist stórkostlega vel Árgangur 1959 á Ísafirði, sem gekk í fyrsta skipti til altaris fyrir 30 árum, hittist á Ísafirði um helgina. Að sögn Sævars Óskarssonar, eins úr árgangnum, hittist hópurinn á föstudag og fór beint í óvissu- ferð með Guðrúnu Kristjáns, flaggskipi Sjóferða á Ísafirði. „Við fórum inn í Vigur þar sem var tekið vel á móti okkur með hlaðborði og æðareggj- um, sem ég hafði aldrei smakkað áður. Úr Vigur fórum við í Reykjanes þar sem við syntum og borðuðum. Veðrið var alveg meiriháttar og Djúp- ið skartaði sínu fegursta“, segir Sævar. Á laugardag fór hópurinn í skoðunarferð um Ísafjarðar- kirkju með sr. Magnúsi Erl- ingssyni sóknarpresti. Þaðan var farið í kirkjugarðinn á Rétt- arholti, en þar er minningar- grafreitur týndra sem árgang- urinn átti þátt í að gera. „Svo fórum við í jarðgöngin og skoðuðum fossinn undir leið- sögn starfsmanns Vegagerðar- innar. Í Neðri-Breiðadal feng- um við harðfisk og hákarl hjá Halldóri Mikkaelssyni. Síðan tókum við Flateyrarrúnt, fór- um á dúkkusafnið þar, að minningarsteininum og upp að útsýnisskífunni á snjóflóða- varnargörðunum.“ „Um kvöldið kom hópurinn saman í Guðmundarbúð á Ísa- firði og hélt matarveislu. Það var almennt álit manna að helgin hefði heppnast stór- kostlega vel enda var veðrið frábært allan tímann“, segir Sævar Óskarsson. Atvinna Viljum ráða vélvirkja eða menn vana véla- viðgerðum til starfa. Einnig menn vana smíði úr ryðfríu stáli, áli og járni og menn til við- halds á fasteign og lóð. Upplýsingar í síma 898 4915. Vélvirkinn sf. Bolungarvík. 21.PM5 18.4.2017, 11:0617

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.