Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Valdimar H. Gíslason bóndi og sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði Amerískir lúðuveiði- menn við Vestfirði Enski presturinn og rithöfundurinn Ebenezer Henderson var á ferðalagi um Dýrafjörð og Ön- undarfjörð um miðjan júní árið 1815. Í ferðabók hans má lesa eftirfarandi: Í þessum hluta lands- ins er fólkið að heita má afskorið frá öllu samneyti við erlenda menn … (bls. 298). Við hugleiðingu þessara ummæla komst undirritaður að þeirri niður-stöðu að hér væri nánast um öfugmæli að ræða. Sennilega hafa fá eða engin héruð á landinu haft viðlíka mikið samskipti við erlenda menn og Dýrfirðingar. Á norsku öldinni sigldu norskir kaupmenn til Dýrafjarðar, síðar komu Englend- ingar, Þjóðverjar, Danir, Spánverjar, Hollendingar, Frakkar, Færeyingar, Ameríkanar, þá aftur Norðmenn og loks erlent verkafólk af ýmsu þjóð- erni. Fulltrúar allra þessara þjóða höfðu mikil samskipti við Dýrfirðinga. Grein sú sem hér fer á eftir fjallar um einn lítinn þátt þessara sam- skipta Dýrfirðinga við erlendar þjóðir, þ.e. við lúðuveiðimenn frá Glou- cester í Bandaríkjunum. Hér er nánast um úrdrátt að ræða úr nokkrum köflum MA-ritgerðar undirritaðs frá 2002 um þetta efni. Aftan við greinarkornið eru svo birtar glefsur úr dagbók skipverjans Alex D. Bushie, sem hann ritaði í Íslandsleiðangri 1890 með lúðuveiði- skonnortunni Concord. Skipstjóri í þeim leiðangri var John Baptiste Duguo, ameríkumaður af frönskum ættum (ritháttur nafns hans er með ýmsu móti: Daygo, Dago, Diggo, Diego o.fl.). Fyrstu ferðirnar Nær allar amerísku skonnorturnar sem stunduðu lúðuveiðar hér við land komu frá bænum Gloucester á norðausturströnd Bandaríkjanna. Mikill hvatamaður að þessum veiðum var J.W. Collins, reyndur skipstjóri frá Gloucester og um og eftir 1880 orðinn starfsmaður bandarísku fiskveiðinefndarinnar (The United States Commissioner for Fish and Fisheries) í Was- hington D.C. Collins gerir grein fyrir tilraunaleiðangri til Íslands árið 1873 í skýrslu bandarísku fiskveiðinefndarinnar fyrir árið 1884: Eina ameríska fiskiskipið sem til þessa hefur heimsótt Ísland er skonnortan Membrino Chief, skipstjóri John S. McQuin. Hann fór þangað 1873 í saltlúðuleiðangur, en lagði lóðir sínar aðeins einu sinni. Þess vegna fékk hann litla eða enga vitneskju um lúðugegndina. Þessi mistök við að afla veiðireynslu hafa haft áhrif á aðra í þá veru að koma í veg fyrir að þeir færu í leiðangur á sömu slóðir. (lausl. þýðing V.H.G.). Það sem beindi augum Gloucestermanna til Íslands á nýjan leik voru upplýsingar frá enskum fiskimönnum. Collins hafði viðdvöl í Englandi árið 1880 og einnig 1883 er hann var á fisk- veiðisýningu í London. Hann hafði tal af mönnum sem stunduðu þorskveiðar við Ísland og fékk hjá þeim upplýsingar um mikla lúðugengd á Íslandsmiðum. Collins lét svo ekki deigan síga með að hvetja Gloucestermenn til að stefna á Íslandsmið. Það sem ýtti þarna undir var aflasamdráttur á nálægum miðum og við Grænland, svo og góður markaður fyrir lúðuafurðir. Lúðuveiðar Ameríkumanna við Íslands hófust með leiðangri þriggja skonnorta frá Gloucester til landsins árið 1884. Þetta voru: Concord, Alice M. Williams og David A. Story. Concord fékk fyrirgreiðslu í Reykjavík en hinar skonnorturnar á Ísafirði. Skipin reyndu fyrir sér víða fyrir Vestfjörðum og austur um að Grímsey. Sextán menn voru á hverju skipi og öll voru þau með 7 doríur. Tveir menn voru á hverri doríu. Þeir lögðu línu með 450-800 krókum úr doríunni í námunda við skonnortuna. Eftir hverja lögn var farið með aflann um borð í móðurskipið. Þar var gengið frá honum og línan beitt. Dorírnar voru hafðar um borð þegar ekki var verið að veiða. Allar þrjár skonnorturnar veiddu vel, t.a.m. Alice M. Williams 162.000 pund saltlúðuflök og 65 tunnur með rafabeltum. Þetta lagði sig á 8.327 dollara og var hlutur áhafnar 268 dollarar. Út- koman var heldur lakari hjá hinum skipunum. Heimferðin tók 18 daga hjá Concord en 20 og 23 daga hjá hinum. Þessi leiðangur hafði tekist vel. Það varð til þess að framhald varð á þessum veiðum næstu 13 árin og fljótlega fór Dýrafjörður og Dýrfirðingar að koma við sögu. Lítillega urðu Dýrfirðingar varir við leiðangurinn 1884. Það var fræðimaðurinn mikli á Höfða, Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, sem greindi frá fyrstu kynnum Dýrfirðinga við ameríska lúðuveiðimenn, sem vitað er um með öruggri vissu. Þann 12. júlí árið 1884 kom fiskiskútan „Sautjándi maí“ inn á Þingeyri. Um borð voru tveir Ameríkumenn sem fundust á Doríu út á hafi, viltir frá skipi sínu. Árið 1885 sóttu 5 skonnortur frá Gloucester á Íslandsmið. Óupplýst er hvar þær fengu fyrirgreiðslu hér í landi, en það er líklegt að það hafi verið á Ísafirði, því hér voru á ferðinni tvö af skipunum sem sóttu þangað þjónustu árið 1884. Það sem nær útilokar að amerískir lúðuveiðimenn hafi haft bækistöð á Þingeyri 1885 er það að Sighvatur fræðimaður á Höfða nefnir þá ekki á nafn í dagbók sinni það ár, önnur eins nýlunda og þetta mundi hafa verið í Dýrafirði. Hann getur þeirra hins veg- ar meira og minna frá árinu 1886-1897 eða þar til þeir hætta hér veiðum. Lúðuveiðimenn koma til Þingeyrar Þótt lúðuveiðiskipin hafi ekki haft fasta bækistöð á Þingeyri árið 1885 er næsta víst að eitt eða fleiri þeirra hafa slæðst þang- að inn. Það sem staðfestir þetta er að ung stúlka, Ingibjörg Bjarnadóttir í Nýjabæ á Þingeyri, varð þunguð af völdum am- erísks sjómanns, væntanlega seint í maí. Barnið fæddist 25. febrúar 1886. Það var stúlka sem hlaut nafnið Evfemía Ingisól. Móðirin lýsti föður Edward Ingersoll stýrimann á ameríkönsku fiskiskipi. Stúlka þessi lést 8. júlí 1887. Ekki fer á milli mála að Gloucestermenn höfðu valið Þingeyri sem þjónustumiðstöð vegna veiða sinna hér við land 1886. Fjögur skip stunduðu veiðarnar það ár. Sighvatur getur oft um Ameríkumennina þetta árið og þeir meira að segja heimsóttu hann yfir að Höfða oftar en einu sinni: Jakobsen og Tomson frá Ameríku komu með 2 stór heil- agfiskihöfuð, þeir skrifuðu hér stutt æviágrip sín. Fróðlegt væri að vita hver voru tildrög þess að hinir amerísku sjómenn fóru að færa fræðimanninum á Höfða í soðið. Hitt er í anda Sighvats að vilja fræðast um lífshlaup hinna framandi gesta. Þeir heimsóttu Sighvat í annað sinn tæpum mánuði seinna: - um kveldið komu þeir Jakobsen og Tomson og keyptu 4 potta mjólk … . Dýrfirðingar höfðu aldagamla reynslu af samskiptum við útlenda sjómenn, en það kom fljótt í ljós að samskiptin við Ameríkumenn urðu strax meiri og nánari en tilfellið var um sjómenn annarra landa. Ameríkanarnir gerðu sig strax heima- komna á Þingeyri, sem sést best á því að þeir eignuðust þar afkomanda strax 1886 og margir fleiri fylgdu í kjölfarið. Þá varð þróunin sú að Dýrfirðingar komust í skiprúm hjá Könum og fengu þar betra atlæti í þrifnaði, mat, drykk og launum en þeir höfðu áður reynt. Sigurður Magnússon læknir á Þingeyri og eiginkona hans, Ester Helga Hansen. Ljósmynd: Mannlíf og saga, 8. Niels Chr. Gram kaupmaður á Þingeyri var amerískur konsúll: Með konungsbréfi dagsett 2. ágúst þ.á. [1886] var kaupmaður N.Chr.Gram viðurkenndur sem konsularagent á Dýrafirði fyrir Bandaríkin í Vesturheimi. Lúðuveiðimenn völdu ekki Þingeyri sem þjónustumiðstöð sína vegna þess að þar væri amerískur konsúll, heldur var Gram útnefndur konsúll vegna þess að hann hafði tekið að sér fyrirgreiðslu fyrir ameríska sjómenn. Þingeyri lá vel við lúðu- miðum, þar var rekin öflug verslun, Gram og Wendel, verslunar- stjóri hans, voru dugnaðarforkar og á Þingeyri var rekið hótel. Allt þetta kann að hafa stuðlað að því að Gloucestermenn völdu Þingeyri sem þjónustumiðstöð. Gram reisti sérstakt hús á Þingeyri til að geta betur þjónað hinum amerísku sjómönnum. Hús þetta var sennilega reist 1887 og var jafnan nefnt Amerík- anahús eða bara Kaninn. Lærður læknir kom fyrst til starfa á Þingeyri 1888. Hann hét Oddur Jónsson og hefur sjálfsagt verið bærilega að sér í lækn- islistinni. En hann átti við vanda að etja, drykkjusýki. Strax fyrsta haustið á Þingeyri var hann kominn með leiðinlegan stimpil á sig. Þjóðviljinn birti t.a.m. eftirfarandi kafla úr bréfi frá Dýrafirði: Nú höfum vér þá fengið aukalækni sællar minningar, en það er galli á gjöf Njarðar, að maðurinn má heita meðalalaus og getur því lítið líknað þeim, sem leita hans; sagt er, að ódrjúgust vilji verða hjá honum þau meðul, sem spíritus þarf til, og ekki kvað hann heldur fá keyptan einn dropa af spíritus á Þingeyri nú orðið … . Þrátt fyrir þessa vankanta má ætla að Oddur læknir hafi bætt úr brýnni þörf fyrir læknisþjónustu í Dýrafirði og þá einnig hjá hinum amerísku sjómönnum. Ávinningur Dýrfirðinga af samskiptum við lúðuveiðimenn Segja má að ávinningur af samskiptum Dýrfirðinga við am- erísku lúðuveiðimennina hafi verið af ýmsu tagi. Hótelið var samkomustaður lúðuveiðimanna þegar þeir voru í landi, og það hefur væntanlega haft af því tekjur. Sýnt hefur verið fram á að ölsala á Þingeyri var mun meiri á Kanatímabilinu en fyrir það og eftir. Árið 1884 var salan 700 lítrar, 1893 voru seldir 9600 lítrar og 1897, þegar aðeins ein skonnorta kom til Þingeyr- ar, var salan 2300 lítrar. Og Gramsverslun seldi Könum fleira en öl. Í Skútuöldinni orðar Gils Guðmundsson þetta svo: Seldi Gram þeim flest, sem nöfnum tjáði að nefna, þarft og þarflaust, ætt og óætt. … Allar vörur greiddu Ameríkumenn í dollurum og var það ekki dæmalaust að úttekt einstakra skip- verja næmi 100 dollurum um sumarið. … hefur eflaust dropið 21.PM5 18.4.2017, 11:0610

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.