Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 13Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is greiddi 36 krónur fyrir bæði, hvítt og silfurgrátt. Ég fór á skytt- erí og fékk aðeins 6, lítil veiði. Ein af doríunum af Story var líka á skotveiðum. Mikill fjöldi fiskibáta hélt í róður þennan morgun. Vegna logns komumst við ekki út fyrr en um þrjúleytið. Við fengum þá dálítinn byr sem nægði til að við náðum út á mið austanvert við mynni Ísafjarðarflóa, lega ASA fjarlægð um 15 mílur. Um níuleytið lágu þarna fjórar skonnortur amerískar fyrir akkerum. S. Saulsbury lagðist ekki fyrir akkerum. Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum hana síðan fór að vinda. Við liggj- um á 90 faðma dýpi sem við köllum gilið [Djúpáll ?]. Við vor- um með tvö handfæri tilbúin til að veiða nokkra þorska í beitu, en hann gefur sig lítið um miðnættið, við fengum bara 6, dýpið er of mikið. Það er mikið af ís ekki langt undan. Það eru spang- ir kringum okkur, hér liggjum við rétt hjá einni. Ef hann kemur austan heldur það ísnum frá landi. Laugardagur 10. maí … Ég gleymdi að segja frá því að læknirinn á Þingeyri [Oddur Jónsson] á fjóra fallega ketti. Leyndarmálið við ketti þessa er að þeir fylgja honum eins og hundar um allt, yfir hæð- ir og allsstaðar jafnvel þegar hann er ríðandi á smáhesti sín- um. Hann fer upp á fjallið sest niður og þeir safnast í kringum hann. Þeir hlýða honum í einu og öllu. Þetta er nokkuð sem maður sér ekki daglega. Mánudagur 16. júní Þessi dagur hefur ekki verið mjög slæmur hér inni [á Horn- vík] en veðrið hefur verið leiðinlegt úti fyrir. Þrjár skútur komu inn í morgun og fáein hákarlaskip. Innfæddir komu um borð með svartfuglsegg til að selja við fengum okkur slatta, en það þurfti aðgæslu við eggjavalið, því ungi var í stórum hluta þeirra, en þeir éta þetta hér, fiður og allt. Föstudagur 20. júní Þessi morgunn er garralegur og blástur mikill úti fyrir [voru á Patreksfirði]. Síðdegis komu um borð innfæddir og Frans- maður. Við fórum í land og „Kallinn“ keypti 2-3 þúsund flök af Íslendingi. Hann verslaði með stígvél og olíuföt. … Í kvöld fór ég í land til að borga hafnargjöld. Frank Peterson var með mér. Við áttum skemmtilega stund. Þau eiga píanó [á hótelinu] og gamla konan og dóttir gátu glamrað á það. Þær tala góða ensku og frönsku, þær eru danskar. Við vorum komn- ir um borð um kl. 11 og þá héldum við af stað til að kíkja út fyrir. Miðvikudagur 25. júní A.D. Story er hér inni [á Þingeyri]. Um 11-leytið fórum við upp í fjöru með skipið til að botnhreinsa það. Hér er einnig inni írskt fley, Echo of Dublin, hlaðið salti til herra Grams. Föstudagur 1. ágúst Klukkan átta fórum við að draga og fengum góðan afla, um 50 fiska. Straumur var stríður og það var ekki fyrr en eftir klukkan 12 að við náðum veiðarfærum okkar. Við sigldum þá í stefnu á Snæfellsjökul, vindur suðvestan, hryðjóttur. Varðskip sigldi hjá og við sýndum fána okkar. Um sex leytið fór „Kallinn“ um borð í íslenskan fiskibát til að grennslast eftir lúðugengd. Hann fékk mjög litla hughreystingu því enga lúðu er að hafa á þessum slóðum. Við héldum frá landi aftur og lögðumst við ankeri um miðnætti og of dimmt til að leggja. Myrkt er í þrjá tíma á nóttu núna. Fimmtudagur 21. ágúst Í morgun var hryssingslegur blástur, en um klukkan 8 fóru strákarnir og sóttu þær [lóðir], fengu 30 góða fiska. Síðan héldum við til lands ásamt tveim öðrum skipum. Klukkan 10 vorum vi í mynni Ísafjarðarflóa og við hófum annars konar fiskveiðar. Við drógum fram 2 síldarnet. Við höfum heyrt að nóg sé af henni. Við höfum séð nokkrar torfur undan ströndinni. Um 11 leytið settum við út reknet, annar endinn bundinn við doríu með ljós í mastrinu. Föstudagur 22. ágúst Í morgun klukkan 4, rétt sauðljóst, fórum við að svipast um eftir doríunni. Ljósið hafði slokknað og ég vissi ekki hvort var vetur eða sumar því það snjóaði, gekk á með hagléljum og rigndi og hann blés hraustlega. Við vorum lengi að finna dorí- una. Uppskeran var rýr 30 fallegar síldar. Við steiktum þær til miðdegisverðar. Við ákváðum síðan að slútta og stefna á Dýra- fjörð. Þetta voru afar ánægjuleg tíðindi. Afli er of lítill. Við fiskum varla í soðið. Klukkan 4 vörpuðum við ankerum í Haukadal vegna einhvers samkomulags milli litla Jóns og „Kallsins“. Klukkan átta var kominn norðan stormur og mikil snjókoma til fjalla. Um miðnættið gekk þetta niður aftur. Þriðjudagur 26. ágúst Í dag voru allir önnum kafnir, sumir að skipa um borð rafa- beltum aðrir að mála. Um hádegi kom Mary E. inn, það blæs glatt úti fyrir. Hún kom inn með tvírifuð segl. Það er góður blástur hér inni. Póstbáturinn á áætlun hingað í dag. Hann var ekki kominn klukkan 7. Við máluðum aðra hliðina á skipinu síðdegis. Ég vona að við ljúkum öllu á morgun. Þrjár af skút- um Grams eru hér inni. Þær fiska varla meira í ár. Veðrið hefur verið garralegt síðustu viku og verður líklega næsta mánuð. Föstudagur 29. ágúst Logn í morgun, þægilegt um hádegi, vindur vestan klukkan 6 með dálitlu regni. Níu af áhöfn okkar fóru heim með sitt haf- urtask, allir ánægðir. Klukkan var 10 áður en við losnuðum við þá. Mánudagur 1. september Í morgun eftir morgunverð drógum við upp fána okkar, einn- ig Mary E. og herra Gram. Klukkan 10 komu farþegar okkar um borð, tvær stúlkur og um hádegi sigldum við út úr höfninni á heimleið og allir gleðjast yfir því. Við skildum við Mary E. inni. „Kallinn“ (The old man) sagði að hún mundi leggja upp á morgun. Klukkan 8 vorum við komin rétt út í fjarðarmynnið, það var logn allt síðdegið, vindur austlægur útifyrir. Fimmtudagur 4. september … Stúlku-farþegunum líður vel í kvöld, þær eru ekki mjög veikar. Concord kom til Gloucester 28. september en hafði haft við- dvöl í nokkra daga í Arichat, Nova Scotia í Kanada. (Lausl. þýðing V.H.G.) Heimildaskrá Bushie, Alex D.: Dagbók úr ferð lúðuveiðiskonnortunnar Concord á Íslandsmið 1890. Ljósrit af afriti Joanne Gallant. Frumritið er varðveitt í Phillips Library, Peabody Essex Museum, Salem, Mass., U.S.A. Collins, J.W.: The Icelandic Halibut Fishery; An Account of the Voyages of the Gloucester Scooners to the Fishing Grounds Near the North Coast of Iceland. Report of the Commissioner of Fish and Fisheries 1884, Part XII, Washington 1886. Garde, Aug.: XXI. - Fisheries of Iceland. Report of the Commissioner of Fish and Fisheries 1884, Part XII, Washington 1886. Gils Guðmundsson: Frá ystu nesjum I. 2. útg. Hafnarfirði 1980. Gils Guðmundsson: Skútuöldin I. 2. útg. Reykjavík 1977. Gísli Kristjánsson: Þrír þættir af áhuga Bandaríkjamanna á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði. Reykjavík, maí 1980. Gunnar S. Hvammdal: Þingeyri frá 1866. Vestfjarðarit II. Firðir og fólk 1900-1999, V-Ísafjarðarsýsla. Pjaxi ehf. 1999. Internetið: Out of Gloucester. Konsúlsskjöl Niels Chr. Grams, Þingeyri (ljósrit). Lbs. 23744to og Lbs. 23754to, Dagbækur Sighvats Grímssonar Borgfirðings 1884-1897. Lbs. 49064to. Kristinn Guðlaugsson: Minningaþættir, 198-204. Lúðvík Kristjánsson: Þáttur úr sögu fiskveiðanna við Ísland. Ægir, 32. árg. nr. 11, nóv. 1939. Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auðkúluhr. hinum fornu 5. 1998, 67- 68 (viðtal St.J. við S.J.). Prestsþjónustubók Sandaprestakalls. Ragnheiður Mósesdóttir: Gloucestermenn í lúðuleit. Ný saga, 1. árg. 1987. Report of the Commissioner of Fish and Fisheries 1885, Part XIII. Washington 1887, LI-LII. Sigurður Magnússon: Dr. Ehlers og siðferði á Íslandi. Þjóðviljinn ungi, 12. febr. 1895. Sigurður Magnússon: Æviminningar læknis. Reykjavík 1985. Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1887, B. 17. Uppskriftar- og uppboðsbók Mýrahrepps. Hún hefst árið 1887. Valdimar H. Gíslason: Dýrfirðingar og amerískir lúðuveiðimenn. MA-ritgerð 2002, Háskóli Íslands, Reykjavík. Þjóðviljinn 2. árg. nr. 32, 30. okt. 1888. Þjóðviljinn ungi, 22. janúar 1895: Dr. Ehlers og siðferði á Íslandi. Þórður Sigurðsson (viðtal): Á sjónum í 40 ár. Í mörg ár á amerískum lúðuveiðurum, sem gengu frá Dýrafirði. Sjómaðurinn, jólablað, 1939. Hátíð undir nafninu Bryggjudagar verður haldin í Súðavík dagana 13. og 14. júní. Súðavíkurhreppur og Starfsmannafélag Hrað- frystihússins-Gunnvarar hf. í Súðavík standa saman að hátíðarhöldunum. „Drög eru komin að dagskrá þó að ekki hafi allir liðir verið fastnegldir ennþá. Þó er ljóst að seint á föstudag 13. júní verður farið með börnin í siglingu út að þorskeldiskvíum H-G í Álfta- firði og þeim leyft að gefa þorskunum. Um kvöldið verð- ur siglt út í Folafót þar sem við verðum með dálitla uppá- komu, leynigest eða eitthvað slíkt“, segir Vilborg Arnars- dóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Á laugardeginum verður veiðikeppni í Súðavíkurhöfn þar sem keppt verður í tveimur aldursflokkum. „Um kvöldið ætlum við að grilla uppi í Sumarhvammi í Árdal, þar sem er gömul sundlaug í Súðavík sem var aldrei notuð. Þar munu trúbadúrar leika fyrir grillgesti“, segir Vilborg. Hátíð sem þessi hefur ekki verið haldin áður í Súðavík. Hátíð í Súðavík í næsta mánuði Efnt til Bryggjudaga í fyrsta sinn Enn er mjög slæm umgengni á svæði Ísafjarðarhafnar Sautján vörubílar af drasli fluttir burt í fyrra Afar slæm umgengni huldumanna á og við hafn- arsvæði Ísfirðinga virðist síst á undanhaldi. Eins og fram kom hér í blaðinu í desember hafa menn verið óþarflega iðnir við að losa sig við færi- bönd, flæðilínur, ryðgaða toghlera og fleira á hafnar- svæðinu. „Þetta er mjög bagalegt. Við þurfum að borga fyrir eyðingu á öllu rusli sem við tökum. Það fjármagn er tekið beint af rekstrarfé hafnarinnar sem er ekkert allt of mikið fyrir“, seg- ir Guðmundur M. Kristjáns- son, hafnarstjóri. „Menn kasta hér rusli í leyfisleysi og virðast ekkert vera að sjá að sér. Í fyrra fórum við með sautján vörubíla af drasli og þetta er ekkert að batna.“ Nú stendur yfir hreinsunar- átak við Ísafjarðarhöfn. „Við höfum auglýst eftir eigend- um að þessu rusli en engin viðbrögð fengið. Ég geri þó ráð fyrir því að einhverjir eigi eftir að kvarta þegar draslinu þeirra hefur verið hent“, sagði Guðmundur. 21.PM5 18.4.2017, 11:0613

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.