Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Wirot og Bjarni sigruðu með og án forgjafar Bjarni Pétursson (GBO) sigraði án forgjafar á U.S.- mótinu í golfi á Syðridals- velli í Bolungarvík í gær. Bjarni vann Sigurð Fannar Grétarsson (GÍ) í umspili en þeir léku báðir 18 holurnar á 77 höggum. Wirot Khian- santhia (GBO) sigraði þegar litið var til forgjafar og sprengna en hann lék holurnar 18 á 56 höggum. Í öðru sæti var Kristinn Gauti Einarsson (GBO) á 57 höggum, Sigurjón Rögnvaldsson (GBO) þriðji á 59 höggum og Þorsteinn Guð- björnsson (GGL) fjórði á 61 höggi. Golfklúbbur Bolungar- víkur gekkst fyrir mótinu sem fór fram við mjög góðar að- stæður. Veður var gott auk þess sem Syðridalsvöllur hefur komið mjög vel undan vetri. Í U.S.-mótinu léku kylfingar höggleik með og án forgjafar auk þess sem tillit var tekið til sprengna þegar veitt voru verðlaun fyrir höggleik með forgjöf. U.S.-mótið á Syðridalsvelli í Bolungarvík Verðlaunahafar á U.S.-mótinu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Mynd: Baldur Smári Einarsson. Verðbréfaráðgjafar til viðtals í Íslandsbanka á Ísafirði „Viðbótarlífeyrissparnaður er hag- stæðasti sparnaður sem völ er á“ – segir Magnús Sigurjónsson útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði Verðbréfaráðgjafar frá Ís- landsbanka-Eignastýringu verða til viðtals í útibúi Ís- landsbanka á Ísafirði frá kl. 12 til 16 á föstudaginn og veita aðstoð við val á sparn- aðarleiðum. „Við hjá Ís- landsbanka viljum mæta öll- um fjármálalegum þörfum viðskiptavina okkar og þess vegna er þjónustan mjög fjölbreytt. Við teljum því að það sé mikill styrkur að geta boðið viðskiptavinum okkar sérfræðiþjónustu á ólíkum sviðum í heimabyggð“, segir Magnús Sigurjónsson, úti- Aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan á Ísafirði af- skipti af ökumanni sem af einhverjum ástæðum var að reyna að komast á bíl sínum yfir Buná í Tungudal í Skut- ulsfirði. Eitthvert jarðrask mun hafa hlotist af þessum tilraunum mannsins og verð- ur hann kærður og sektaður fyrir akstur utan vega. Þá voru 12 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku, þar af nokkrir í Vestfjarða- göngum. Ökumenn sem reyndust ekki vera með ökuskírteinið meðferðis voru 22 og fjórir voru teknir við akstur án ör- yggisbelta. Einn var kærður fyrir að tala í farsíma undir stýri án þess að nota hand- frjálsan búnað. Auk þess hafði lögregla afskipti af ökumönnum fjögurra bif- reiða vegna þess að ljósa- búnaði var áfátt. Kærður og sektaður fyrir næt- urakstur í Buná í Tungudal Margvísleg umferðarlagabrot í umdæmi Ísafjarðarlögreglu bússtjóri Íslandsbanka á Ísa- firði. Magnús segir að Íslands- banki á Ísafirði bjóði við- skiptavinum sínum fjölbreytta verðbréfaþjónustu. Hann nefnir þar meðal annars kaup og sölu verðbréfa, reglulegan sparnað í verðbréfum og vörslu verðbréfa. „Auk þess býðst viðskiptavinum að greiða lífeyrisiðgjöld og við- bótarlífeyri í Almenna lífeyris- sjóðinn sem rekinn er af Eignastýringu Íslandsbanka. Í boði er fjölbreytt úrval verð- bréfasjóða en þeir eru sérlega góð sparnaðarleið og henta vel í bland við sparireikninga til að byggja upp öflugt eigna- safn“, segir Magnús. Hann segir að helstu kostir verðbréfasjóða sem sparnaðar- forms séu mikil áhættudreif- ing og góð ávöxtun. Líkt og með sparireikning er hægt að spara reglulega í verðbréf- um með áskrift. „Til að geta átt viðskipti með verðbréf er nauðsynlegt að eiga vörslu- reikning en á honum er haldið utan um verðbréfaeign við- skiptavina á rafrænu formi. Hægt er að stofna vörslureikn- markmið, bæði til skemmri og lengri tíma. „Við val á fjár- festingarkostum skiptir fjár- festingartíminn miklu máli. Þannig skiptir miklu máli, ef sparað er til skamms tíma, að ávöxtun sé örugg. Alltaf fylgir því einhver áhætta að fjárfesta í verðbréfum. Hún felst eink- um í að gengi verðbréfa getur lækkað þegar litið er til skamms tíma. Ef ætlunin er að byggja upp eignir markvisst til langs tíma borgar sig að velja nokkrar ávöxtunarleiðir í einu. Kostir þess eru annars vegar að áhættan dreifist og hins vegar að mögulegt er að ná hærri ávöxtun. Að síðustu er mikilvægt að skoða verð- bréfasafnið sitt að minnsta kosti einu sinni á ári og hvenær sem persónulegar aðstæður breytast.“ Magnús segir að lokum að hjá Almenna lífeyrissjóðnum sé bæði hægt að greiða lág- marksiðgjöldin og viðbótar- lífeyrissparnað. Hægt er að velja ávöxtunarleið sem hentar hverjum og einum. „Viðbótar- lífeyrissparnaður er hagstæð- asti sparnaður sem völ er á. Enginn ætti að láta það sparn- aðartækifæri fram hjá sér fara“, segir Magnús Sigurjóns- son, útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði. ing með því að skrifa und- ir vörslusamning í útibúi Ís- landsbanka.“ Eitt mikilvægasta skrefið til að ná árangri segir Magnús að sé að setja sér skýr og raunhæf Magnús Sigurjónsson. Siglingadagar verða haldnir á Ísafirði 18. til 27. júlí og stendur skipulagning hátíðar- innar nú yfir. Dagskrá er ekki enn fullmótuð en hefur verið „grófformuð“, eins og Úlfar S. Ágústsson, skipuleggjandi Siglingadaga, komst að orði. „Til stendur að halda svo- kallaða sjóíþrótta-fjórþraut, bæði fyrir karla og konur. Keppni hefst með því að menn róa á kajökum úr fjörunni við Stjórnsýsluhúsið yfir að Ás- geirsbakka. Þar varpa þeir sér í sjóinn og synda að bakkanum og klifra upp fríholtið. Þá hlaupa keppendur yfir að smá- bátahöfninni þar sem þeir hoppa aftur í sjóinn og synda út að fleka í höfninni. Þar kom- ast þeir á sjóþotur og fara á þeim í endamark á Pollinum.“ Kajakíþróttir verða fyrir- ferðarmiklar á Siglingadög- um. Leiga verður starfrækt alla dagana. Þá verða sýningar og tvær tveggja daga ferðir, önnur í Jökulfirði en hin að Folafæti, í Ögur og út í Vigur. Einnig verður keppt á kajökum á Poll- inum, bæði í karlaflokki og kvennaflokki og vegalengd- unum 3,5 km og 10 km. Auk ofangreindra viðburða verða dansleikir á skemmti- stöðum Ísafjarðar og veitinga- hús bæjarins bjóða upp á sér- staka matseðla. „Tvö skemm- tiferðaskip verða í höfn seinni helgi hátíðarinnar og vonandi verður hraðbátarall á Pollin- um“, segir Úlfar, sem ráðinn var til að annast skipulagningu og framkvæmd Siglingadaga. „Þá er nauðsynlegt að minn- ast á siglingadag fjölskyldunn- ar sem verður fyrri sunnudag hátíðarinnar. Þar verður allri fjölskyldunni boðið að fara á sjó á einn eða annan hátt, hvort sem það er á kajak, seglbát, sjóskíðum eða hver veit hvað“, segir Úlfar. Siglingadagar á Ísafirði síðari hluta júlí Viðamikil dagskrá Stuðningsfulltrúar sem starfa hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum brautskráðust á föstudag eftir 160 klukkustunda starfsnám sem fór fram bæði í fjarkenn- slu og staðkennslu í Fræðslu- miðstöð Vestfjarða. Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar segir tæplega 100 stundir hafa verið kenndar í gegnum fjarfunda- búnað frá símenntunarmið- stöðinni Framvegis í Reykja- vík. Stuðningsfulltrúar á sams- konar námskeiði á Austfjörð- um tóku einnig þátt í þeim tímum. Rúmlega sextíu tímar voru kenndir í staðnámi á Ísa- firði. Kallaðir voru til leið- beinendur af svæðinu nema í einu tilviki þegar leiðbeinandi kom að sunnan. Stunduðu bæði fjarnám og staðnám á Ísafirði Stuðningsfulltrúar fatlaðra brautskráðir 21.PM5 18.4.2017, 11:069

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.