Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 14
1 4 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Gróska í myndlistinni á Ísafirði Sjö listakonur sýndu verk sín Sjö listakonur sem stundað hafa nám í Lista- skóla Rögnvaldar Ólafs- sonar á Ísafirði í vetur héldu fyrir skömmu eins dags sýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þar sýndu þær myndir sem þær höfðu unnið á átta vikna vatns- litanámskeiði hjá Jóni Sig- urpálssyni myndlistar- manni. Töluvert rennirí var á sýningunni í Edinborg og þótti ekki spilla fyrir að undir léku gítarnemendur listaskólans sem lært hafa vinnukonugripin hjá Bryndísi G. Friðgeirs- dóttur í vetur. Listakonurnar sjö eru Agnes Aspelund, Sigríður Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Bjarney Guðmundsdóttir, Gréta Sturludóttir og Kristín Einarsdóttir. Listakonurnar ásamt kennara sínum. Sölubörn! Sölubörn vantar til afleysinga á Ísafirði í sumar. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón í síma 456 4560 eða á afgreiðslu BB. Slökkviliðsæfing í Súðavík Kveikt í húsi til að slökkva aftur Súðvískur slökkviliðsmaður mundar slönguna. Myndir: Ómar Már Jónsson. Slökkvilið Súðavíkur hélt æfingu í síðustu viku og var kveiktur eldur í Eyrardalsbæn- um gagngert til þess að slökk- va hann aftur. Að sögn Alberts Heiðarssonar, slökkviliðs- stjóra í Súðavík, gekk æfingin með ágætum og logaði eldur- inn um fimm klukkustundir. „Þarna standa tvö hús, ann- að gamalt en hitt nýrra, og einungis um tveir metrar á milli þeirra. Við kveiktum í því nýrra og reyndum með góðum árangri að hlífa því gamla sem er friðað. Það var aldrei nein hætta á að eldurinn næði á milli húsanna.“ Auk fimm súðvískra slökk- viliðsmanna sóttu æfinguna tveir menn frá Brunamála- stofnun. Ford-bíll slökkviliðs- ins í Súðavík, sem búinn er Ziegler-dælu, reyndist vel við æfinguna. „Við gerum þetta ekki oft enda eru ekki mörg hús sem við fáum. Þetta er samt besta æfing sem völ er á“, segir Albert. Nokkurn reyk lagði yfir Súðavík meðan á æfingunni stóð en engum mun hafa orðið meint af. Nokkur fjöldi barna og fullorðinna fylgdist með af áhuga meðan húsið brann. „Ég held að enginn hafi kvartað enda grunar mig að flestir séu ánægðir með að losna við þetta hús“, segir Albert Heiðarsson slökkviliðsstjóri. 21.PM5 18.4.2017, 11:0614

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.