Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 28.05.2003, Blaðsíða 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is plagg í hendur undirskrifað af öllum eða flestum húsráðendum á Þingeyri, sem vildu fá að vita hvaða hús á Þingeyri væru nefnd hinum tvíræðu nöfnum. Var málssókn hótað ef svör fengjust ekki. Sigurður lét plagginu ósvarað og fór þar að ráð- um séra Kristins Daníelssonar. Málið datt svo niður að öðru leyti en því að Sigurður hafði skapað sér óvild margra Dýrfirð- inga og þó einkum Þingeyringa: … lugu þeir því í ameríska fiskimenn sumarið eftir, að eg hefði sagt um þá, að þeir væru allir með syfilis, svo við lá, að þeir veittu mér umsát út af þessu. Það var Wendel, verslunarstjóri á Þingeyri og staðgengill Grams konsúls, sem kom vitinu fyrir Ameríkanana og sagði þeim að það væri tilhæfulaust að Sigurður hefði borið á þá hinn umgetna óhróður. Um syfilis á Þingeyri sagði Sigurður læknir í grein sem birtist í Þjóðviljanum unga: Það er þannig að skilja, að jeg hefi allopt haft til meðferðar „syfilis“ sjúklinga, en, vel að merkja, að eins … 3 Íslendinga … hitt hafa einkum verið Ameríkanar og Danir. Ekki er vitað til að nein af barnsmæðrum Ameríkananna hafi smitast af kynsjúkdómum. Þær voru sex talsins. Sjá eftirfarandi skrá: Börn amerískra sjómanna sem viðkomu höfðu í Dýrafirði á árunum 1885-1892 1886 Evfemía Ingisól, fædd 25.02. Foreldrar: Ingibjörg Bjarnadóttir, Nýjabæ, 24 ára, lýsir föður Edward Ingersoll, stýrimann á ameríkönsku fiskiskipi. Evfemía Ingisól lést 8. júlí 1887. 1888 Valgerður Evfemía, fædd 21. mars. Foreldrar: Ingibjörg Bjarnadóttir, Nýjabæ, 26 ára, lýsir föður Thomas Scott sjómann frá Ameríku. 1888 Guðmundur, fæddur 29. apríl. Foreldrar: Sigríður Andrea Thomsen, 27 ára stúlka í Hólum, lýsir föður Thomas Scott sjómann frá Ameríku. 1889 Jón, fæddur 15. febrúar. Foreldrar: Jakobína Jóh. Jónsdóttir, 38 ára vinnukona á Brekku, lýsir föður Jón (John) Jacobssen sjómann frá Ameríku. 1891 Hjálmar, fæddur 26. febrúar. Foreldrar: Ingibjörg Bjarnadóttir, Nýjabæ, 29 ára, lýsir föður amerískan sjómann er hún nefnir John, en vill eigi segja frekar til nafns hans að sinni. [John Diego] 1892 Guðbjartur Maríus, fæddur 21. febrúar. Foreldrar: Mikkalína Guðbjartsdóttir, 22 ára vinnukona á Klukkulandi og Axel, ameríkanskur sjómaður. Guðbjartur Maríus lést dags gamall 22. febrúar. 1893 Teódór Ásgeir, fæddur 9. júní. Foreldrar: Jóna Jónsdóttir, vinnukona á Þingeyri, 31 árs, lýsir föður Magnús Ottó Lindberg, sjómann á amerísku skipi. Teódór Ásgeir dó í Valþjófsdal 8. október 1893. 1893 Geirþrúður, fædd 17. mars. Foreldrar: Svanborg S. Pálsdóttir, 27 ára vinnukona á Ás- garðsnesi, lýsir föður Charles Adamsson, amerískur sjómaður. Geirþrúður dó 7. apríl 1893. [Prestsþj.b. Sanda og Dýrafjarðarþinga] Valgerður Evfemía, Guðmundur, Jón og Hjálmar eiga öll marga afkomendur. Barnsmæður Kananna máttu þola mikla vandlætingu, ekki bara Dýrfirðinga heldur landsmanna almennt. Í Þjóðviljanum unga mátti t.a.m. lesa þetta: … getur því svo farið, þegar þessi orðrómur er á lagstur að enginn almennilegur maður þori að kvongast kvenmanni þaðan [úr Dýrafirði]. Þetta varð að áhrínsorðum hvað varðaði Kanabarnamæðurnar, nema Sigríði Andreu Thomsen, sem kom sér úr landi og giftist til Noregs. Hinar konurnar fimm giftust ekki en háðu einar erfiða lífsbaráttu. Flestar urðu lúðuveiðiskonnorturnar hér við land árið 1894 eða 13 talsins. Sú fjórtánda týndist í hafi á leið til landsins. En lúðan gekk til þurrðar og eftir það höfðu Gloucestermenn ekk- ert hingað að sækja. Aðeins ein skonnorta kom hér 1897. Þetta var Sara F. Lee. Hún sigldi alfarin út Dýrafjörð 22. maí. Þar með lauk lúðuveiðum Gloucestermanna við Ísland. Skyggnst í dagbók Alex D. Bushie Dagbók Alex D. Bushie er rituð í Íslandsleiðangri John Bap- tiste Duguo skipstjóra á skútunni Concord 1890. Áhöfnin sem kom frá Gloucester var þessi skv. dagbókinni: John Duguo skipstjóri („the old man“, gamli maðurinn, kallinn), mat- sveinninn og kona hans, Alex D. Bushie dagbókarhöfundur, Frank Petersen, Peter Erickson, Levi Shedd, Ben og the Dumie. Joanne M. Gallant [f. Burke] vélritaði upp dagbókina stafrétt, en John B. Duguo er langalangafi hennar. Undirritaður fékk ljósrit af afriti Joanne fyrir tilstilli Jóhanns Arnórssonar Diego, sem einnig er afkomandi Johns skipstjóra. Fyrsti færsludagur dagbókarinnar er 26. mars 1890, en þann dag hélt Concord frá Gloucester áleiðis til Íslands. Ferðin gekk vel. Á öðrum degi var góður skriður á Concord. „Gamli mað- urinn“ líkti henni við kappreiðahross (27. mars 1890). Veður var umhleypingasamt og hafísjakar voru í sjónmáli nokkra daga í byrjun apríl. Það voru því miklar annir hjá skips- höfninni við að hagræða seglum og fylgjast með ísnum. Þegar næði gafst var gripið í spil og gjarnan spilað upp á peninga (26. mars symbol 174 \f “Symbol” \s 13 10. apríl). Ellefta apríl var Concord komin að mynni Dýafjarðar og „kallinn“ ákvað að halda þar kyrru fyrir næstu nótt og freista þess að verða sér úti um fuglakjöt daginn eftir (11. apríl). Laugardagur 12. apríl Lygn, hlýr og fallegur morgunn miðað við árstíma. Við snæddum morgunverð kl. 7. Dumie hlóð skothylki og „kallinn“, Frank og Dumie fóru á fuglaveiðar á doríu. Meðan þeir voru fjarverandi kom fiskiskip dýrfirskt út fjörðinn með blaktandi fána á leið í sína fyrstu veiðiferð. Skipstjórinn af þessu skipi kom um borð og færði okkur flösku af rjóma. Hann sagði okkur að John W. Bray væri inni. Hún kom í gær. Commonwealth hafði farið út í sína fyrstu veiðiferð í gær. Þetta voru einu skonnorturnar sem komnar voru. W. Rice er ekki komin ennþá Amerískir lúðuveiðarar í Þingeyrarhöfn 1892. Ljósmynd: Mannlíf og saga, 5. Hótel Niagara (Vertshúsið), fyrsta greiðasölu- og gistihúsið á Þingeyri. Í risinu hefur nánast engu verið breytt. Húsið er nú í eigu Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri. Ljósmynd: Mannlíf og saga, 1. en hún lagði af stað viku á undan okkur. Hún lagði af stað á sama tíma og Commonwealth. „Kallinn“ kom um borð um há- degi með 13 endur [vafalítið æðarfugl, innsk. höf.]. Litli Jón, eins og við köllum hann, var með honum ásamt tveim öðrum náungum. Hann hefur verið á skipinu fjögur ár núna. „Kallinn“ borgaði honum 108 krónur, inneign frá síðasta ári. Um hádegið gerði N.V. gjólu, hagstæðan byr inn flóann svo við fórum inn. Okkur var sagt að vetur hefði verið mjög harður, mikill snjór, hæðir og lautir eru hvítar og það lítur út fyrir að snjórinn sé 20 feta djúpur sums staðar. Kl. 3 vörpuðum við akkerum á Þingeyri rétt hjá bryggju Grams. Eitt af skipum Grams er inni, nýkomið frá Evrópu með farm af kolum. John W. Bray liggur við bryggj- una og er verið að landa varningi úr henni. Við gerum ekkert fyrr en á mánudagsmorgun, þegar við hefjumst handa. Við settum upp beituborð síðdegis eftir að við höfðum lagst við ankeri. Wendel flaggaði ameríska fánanum yfir verslun sinni, Gram er konsúll. Stuttu eftir að við lögðumst við stjóra og gengið hafði verið frá seglum, rakaði „Kallinn“ sig og fór í land með póstinn. Við hinir rökuðum okkur og gerðum okkur klára til landgöngu. Um 9-leytið var komið myrkur og logn. Þessir síðustu dagar hafa verið bestu dagar vorsins. Sunnudagur 13. apríl Það er eins fallegur morgun og þú gætir óskað þér. Við snæddum morgunverð klukkan 7. Í gærkveldi var um borð hinn ungi Kristján Gram og Thorton [sennilega Finnur Þórðarson] yfirmaður fiskideildar. „Kallinn“ tók nokkur skópör, skyrtur og húfur og hafði með sér er hann fór í land með þeim. Við vor- um í landi dálitla stund í gærkveldi og komum um borð um 9- leytið alveg allsgáðir. Þrír af piltunum sóru fyrir þessa ferð að drekka ekki. Peter, Frank og Levi, ég og “kallinn” eru þeir einu um borð sem geta slett í sig þegar okkur lystir. Ég vona að strákarnir standi við orð sín og drekki ekki í sumar. Það er svo miklu æskilegra. Áhöfn Nelsons [skipstjóra á J.W. Bray] var mjög drukkin í gær og í gærkveldi voru þeir að taka salt og það voru aðeins 5 eða 6 í þessu starfi, hinir voru í heilsubótargöngu, drekkandi. Nelson skipstjóri er of vægur við menn sína, hann má sín lítils. Hann er með erfiðan hóp í öllu tilliti, sem mun gera honum lífið leitt í sumar. Um 2-leytið fór J.W. Bray frá bryggju. Við lögðum að … . Kristján Gram og Thorton snæddu hjá okkur miðdegisverð í dag. Framan af degi var logn og mjög hlýtt þó nóg sé af snjó í fjöllunum. Síðdegis kom léttur andvari af norðaustri. Undir kvöld var orðinn stífur vindur úti fyrir. Við fórum að heimsækja vini okkar, fyrst Lamsons [Samsons? ]. Þar fengum við góðar móttökur, vín kaffi og koníak, en strák- arnir stóðu við orð sín. Þeir snerta aldrei dropa, standa sig vel, en ég held þeir hafi fengið vatn í munninn. Mánudagur 14. apríl Kl. 7 ræsti kokkurinn okkur til morgunverðar. Það hafði verið mikil úrkoma og hitastig fór niður fyrir frostmark. Skæn- ingur var á fljótinu [firðinum ?], logn í alla nótt og frameftir morgni. McKinnon skipstjóri [á Commonwealth] fær gott veiðiveður og, ef hann er í fiski, slær hann okkur við og hinum líka. Um 11-leytið fór að vinda austan og kólna. Allt skæni rak upp á ströndina. Við lönduðum megninu af varningi okkar fyrrihluta dagsins. Kona og ung stúlka komu í heimsókn. „Kallinn“ (the old man) er með böggul til hennar frá nokkrum stúlknanna sem eru í Gloucester. Um miðjan dag höfðum við komið öllum varningi okkar í land og kl. tvö, þá var flæði, fór- um við frá bryggju og vorum síðan í önnum allt síðdegið. Vind- ur er austan, mikil snjókoma úti fyrir, en minni hér inni með köflum, æði kalt. Öll áhöfnin var komin um borð í morgun, átta Íslendingar, einn á hverja doríu. Við drógum líka um doríufé- laga. Við vorum bara þrír sem fórum í land. Við komum til baka kl. 10 mjög kaldir. Miðvikudagur 23. apríl Það leit út fyrir að dagurinn í dag yrði betri en í gær, það dró úr vindi og snjókomu slotaði, hér í höfninni [Ísafirði] en úti fyrir er fannburður rétt við nesið og ég reikna með að þar sé jafn hvasst og áður, ekki er fjallasýn. Síðdegis fórum við í land, „Kallinn“, ég og Levi Shedd, við sáum refaskinn en þeir vilja fá gott verð fyrir þau, nálægt 5 dollara. En það áhugaverðasta sem við sáum var fjöldi áhafnarmanna af öðrum skonnortum, sumir augafullir. Veslings innfæddir hljóta að álíta ameríska fiskimenn æði illvíga náunga, það er til skammar enginn vafi á því. Þrátt fyrir það, eitt er víst að enginn úr okkar áhöfn hegðar sér svona. Okkur ofbauð, fórum um borð og spiluðum lú. Póstbáturinn á að koma hér á morgun en það er líklegt að honum seinki vegna stormsins sem hefur verið mjög stríður. Það er ekki búist við góðu veðri fyrr en vindátt breytist. Þú get- ur engu spáð um norðaustanátt, hún er eins líkleg til að standa í mánuð eins og viku. Ég vona hún standi ekki nema viku, því við erum þreyttir af að liggja um borð í iðjuleysi. Það er ekkert gaman að fara í land því þú getur ekki talað við neinn. Það er nærri útilokað að skilja orð af því sem þeir segja, en þeir eru fljótir að læra. Sumir náungarnir sem eru um borð hjá okkur eru að læra. Þegar ég er að skrifa þetta klukkan níu að kveldi eru fjórir þeirra að spila innlent spil, þeir kunna fjölda mismunandi spila, eins mörg og við kunnum og fleiri. Þeir kannast við flest okkar spil eins og lú, vist eða sjö upp. Föstudagur 25. apríl Þetta var góður morgunn, mjög lítill vindur og sólin skein skært. Eftir morgunverð fylltum við vatnsílát, síðan héldu allar skonnorturnar út, A.D. Story fyrst. Meðan á þessu stóð fór „Kallinn“ í land [á Ísafirði] til að vita hvort hann gæti selt stígvél eða olíuföt. Hann er með mikið magn til sölu. Hann seldi 12 stígvélapör. Peter Erickson keypti tvö refaskinn og 21.PM5 18.4.2017, 11:0612

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.