Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Ísafjörður Áfengi og áflog Aðfaranótt laugardags- ins lagði lögreglan hald á áfengi sem fannst í bifreið sem ekið var um götur Ísa- fjarðar. Enginn í bifreið- inni hafði öðlast tilskilinn aldur til að hafa áfengi með höndum. Sömu nótt var óskað eft- ir skjótri aðstoð lögregl- unnar að íbúðarhúsi á Ísa- firði, þar sem átök ættu sér stað milli heimilisfólks. Lögreglan fór á vettvang og handtók ölóðan karl- mann sem var látinn gista fangageymslu þar til af honum rann áfengisvíman. Ekki liggja fyrir refsikröfur í málinu. Ísafjörður Of ungur ökumaður Lögreglan stöðvaði akst- ur bifreiðar í Holtahverfi á Ísafirði um hálfsexleytið á sunnudagsmorgun. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði ekki náð aldri til að aka bíl en eigandi bifreiðarinnar sem nýlega er kominn með ökuréttindi var farþegi í bifreiðinni. Drengir þessir eru jafnframt grunaðir um að hafa stolið hjólbarða skömmu áður en lögreglan hafði afskipti af þeim. Allháar sektir eru við því að aka bifreið án ökurétt- inda eins og þarna var gert. Þá liggur þung refsing við því að fela réttindalausum aðila akstur bifreiðar eins og bíleigandinn gerði í um- rætt sinn. Þá er hegningar- lagabrot að kasta eign sinni á hluti eins og hjólbarða. Ísafjarðarkirkja Jón ráðinn kirkjuvörður Sóknarnefnd Ísafjarðar- kirkju hefur ráðið Jón Hall- dórsson á Ísafirði í stöðu kirkjuvarðar. Alls sóttu átta um stöðuna en ekki fengust gefin upp nöfn annarra umsækjenda. „Nefndin var samhljóða í ákvörðun sinni“, sagði Helga Frið- riksdóttir, formaður sókn- arnefndar. Jón Halldórsson er 61 árs að aldri og rafvirki að mennt. Ingi Jóhannesson, fráfarandi kirkjuvörður, mun starfa með Jóni fyrsta mánuðinn. bb.is daglegar fréttir á netinu! Tveir karlmenn á þrítugs- aldri, Baldur Freyr Einarsson og Gunnar Friðrik Friðriksson, hafa verið dæmdir í fangelsi, Baldur Freyr í 3 ár og Gunnar Friðrik í 2 ár, fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík fyrir réttu ári. Sá sem fyrir árásinni varð var Ís- firðingurinn Magnús Freyr Sveinbjörnsson og lést hann af völdum hennar viku síðar. Baldur Friðrik fékk þyngri dóm þar sem hann var einnig dæmdur fyrir tvær aðrar lík- amsárásir sem hann framdi mánuði fyrr. Héraðsdómi þótti sannað, að atlögur mannanna tveggja, hvors þeirra um sig eða saman, hafi verið til þess fallnar að valda þeim alvarlegu áverkum sem drógu Magnús Frey til dauða. Dómurinn segir að ekki sé með vissu unnt að greina í sundur afleiðingar af háttsemi hvors sakborninganna um sig og þeir beri því hvor um sig fulla refsiábyrgð af afleiðing- um gerða sinna þótt virða beri afleiðingarnar til gáleysis þeirra beggja. Það var mat dómsins að at- laga Baldurs Freys að Magn- úsi Frey hafi nánast verið til- efnislaus og að ekkert réttlæti jafn hrottalega árás og raun bar vitni, enda hafi Magnús Freyr lengstum enga vörn get- að sér veitt. Styðji vitnisburður þetta álit dómsins, svo og myndbandsupptaka. Í ákæru var Baldri Frey gert að sök að hafa slegið Magnús mörg hnefahögg í höfuðið, veitt honum högg með höfðinu og sparkað í höfuð hans með hné og síðan margsinnis sparkað af afli í höfuð hans með hné og fæti. Þá þótti dómnum sannað, með skýlausri játningu Gunn- ars Friðriks og með vitnisburði fjölmargra vitna, að hann hafi veist að Magnúsi Frey á þann hátt, sem lýst var í ákæru á hendur honum en þar var Gunnar Friðrik ákærður fyrir að sparka í efri hluta líkama Magnúsar Freys. Banamenn Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar dæmdir Hlutu tveggja og þriggja ára fangelsi Starfslok eftir 58 ár hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. og tengdum útgerðum Heiðraður fyrir dygga þjónustu Pétur Þorvaldsson, starfsmaður Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar hf., var heiðraður sl. föstudag fyrir störf hans í þágu fyrir- tækisins til sjós og lands. Þetta var síðasti vinnudag- ur Péturs en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu og tengdum útgerðum í 58 ár. Starfsfólkið í bolfiskvinn- slu H-G gerði sér dagamun af þessu tilefni og Einar Valur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri færði Pétri blómvönd og gullúr sem nokkurn þakklætisvott. Einar Valur sagði að Pét- ur hefði unnið af mikilli trúmennsku og gætt þess að hlutur fyrirtækisins væri ekki fyrir borð bor- inn. Hann árnaði Pétri heilla á þessum tímamót- um og kvaðst vona að hann mætti njóta lífsins enn frekar eftir starfslokin. Pétur hóf sjómannsferil sinn árið 1945, þá 15 ára gamall, hjá Jóakim Hjart- arsyni á mb. Jóakim Páls- syni. Síðan var hann með Jóakim á mb. Smára. Eftir tíu ára veru hjá Jóakim Hjartarsyni réðst Pétur í skipsrúm til Jóakims Páls- sonar og var bátsmaður hjá honum í 14 ár, meðal annars á Guðrúnu Guð- leifsdóttur. Árið 1968 kom Pétur í land og fór að starfa í bolfiskvinnslu Hraðfrystihússins í Hnífs- dal við almenna fiskvinn- slu. Auk þeirra starfa hef- ur Pétur Þorvaldsson komið við sögu við nær allar breytingar og hús- byggingar hjá fyrirtækinu á sínum starfsferli. Einar Valur afhendir Pétri þakklætisvott fyrir langa og dygga þjónustu. Nýtt húsnæði Sunnhlíðar, félagsmiðstöðvar eldri borgara á Suðureyri, var tek- ið í notkun við hátíðlega vígsluathöfn á föstudag. Nýja húsnæðið er á efri hæð gamla pósthússins við Aðal- stræti en félagsmiðstöðin var áður til húsa við Tún- götu. Fjölmenni var við opn- unina og voru þar meðal annarra þeir séra Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri, Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar og Ágúst Gíslason, framkvæmda- stjóri Ágústs og Flosa ehf. sem á og leigir út nýja hús- næði félagsmiðstöðvarinn- ar. Nýtt húsnæði tekið í notkun Sunnuhlíð á Suðureyri Ásta Friðbertsdóttir, forstöðukona Sunnuhlíðar, ásamt þeim Ágústi Gíslasyni og Halldóri Halldórssyni við vígsluna. Hátíðarmessa í Hólskirkju í Bolungarvík á sjómannadag Þrír rosknir sjómenn heiðraðir Við hátíðarmessu í Hóls- kirkju í Bolungarvík á sjó- mannadag voru rosknir sjó- menn heiðraðir eins og venju- lega við það tækifæri. Að þessu sinni voru það þeir Jón Guðni Pétursson, Markús Guðmundsson og Þorgeir Guðmundsson. Sá fyrstnefndi hélt einnig barnabarni sínu og alnafna undir skírn í messunni. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, flutti hugvekju og bolvískir karlmenn sungu. Að messunni lokinni af- hjúpuðu sjómennirnir þrír minnisvarða í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan farið var að halda vélbátnum Stanley til fiskjar frá Bolungarvík en hann er fyrsti vélbátur Íslend- inga og var vélin sett í hann á Ísafirði í nóvember 1902. Sjómennirnir þrír sem heiðraðir voru í Bolungarvík, Jón Guðni, Markús og Þorgeir. Séra Agnes M. Sigurðardóttir stendur að baki þeim. Ljósmynd: Þorsteinn J. Tómasson. 22.PM5 18.4.2017, 11:113

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.