Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
þúsund laxar á ári sem komu á
land undir það síðasta.“
Helga: „Ekki síst var
skemmtilegt að fylgjast með
bræðrunum í efri bænum í
veiðiham. Þetta var alveg
hreint dásamlegt og margt
skemmtilegt sem flaug þeirra
á milli.“
– Minnti jafnvel á frægt atr-
iði úr Stellu í Orlofi?
Helga: „Jú akkúrat, það var
geysileg spenna í kringum
þetta.“
Björn: „Það slokknaði jafn-
vel í pípum þegar menn voru
að athafna sig í ánni.“
Helga: „Nú þyrfti maður að
eiga þetta á vídeóspólu. Sú
upptaka væri algjör fjársjóð-
ur.“
Raforka sem
jafngildir notkun
Suðureyrar
– Hafið þið von til þess að
laxinn eigi smám saman eftir
að ná fyrri fjölda hérna í ánni?
Björn: „Já, það er von til
þess. Aftur á móti er kostnað-
urinn við þetta mikill og það
dregur úr. En núna höfum við
sleppt seiðum að jafnaði annað
hvert ár.“
– Er þessi uppbygging þá
meira ánægjunnar en arðsem-
innar vegna?
„Já, arðsemin í er vonar-
peningur. Þetta var farið að
líta vel út og virtist geta farið
að skila sér og hlaða utan á
sig. En það hvarf svo á einum
degi.“
– En þið byggið búið á fleiri
stoðum, ekki satt?
Helga: „Jú, það nýjasta er
orkubúskapurinn. Stöðvarhús-
ið hérna á túninu er eiginlega
það eina sem sést af þeirri
framkvæmd. Túnin voru
spænd upp og lögð niður rör
sem flytja vatnið að virkjun-
inni.“
– Þið hafið þá ekki vakið
upp hörð viðbrögð umhverfis-
verndarsinna?
Björn: „Neinei, þetta fékk
grænt ljós strax enda eru engar
stíflur í kringum þetta eða neitt
slíkt. Pabbi hefur verið aðal-
driffjöðrin í að koma þessu
verkefni á koppinn. Við stofn-
uðum um þetta sérstakt félag,
Dalsorku ehf., en auk land-
eigenda koma Orkubú Vest-
fjarða og Guðni Einarsson á
Suðureyri þar inn.“
– Hvað er þetta stór virkjun?
Björn: „Við höfum leyfi til
að framleiða 550 kílóvött.“
Helga: „En þetta er rennslis-
virkjun og því er ekkert uppi-
stöðulón þannig framleiðslan
getur farið niður í um 230 kíló-
vött. Við erum að vona að af-
köstin fari sjaldan niður fyrir
það.“
Björn:„Ætli virkjunin við
full afköst geti ekki fóðrað
Suðureyri þegar ekki er verið
að vinna í frystihúsinu.“
Keyrir oft 80
til 100 km á dag
– Er ekki óhætt að segja að
ykkar vinna komi inn á óven-
jumarga þætti?
Björn: „Jú, þetta er frekar
margskipt. Til dæmis bættum
við töluvert við vélakostinn
fyrir nokkru og fórum í kjöl-
farið að harka aðeins. Núna
höfum við þannig tekið að
okkur, sem verktakar fyrir
hausaþurrkun Klofnings á
Suðureyri, að keyra hausa og
hengja upp í hjall á Kaldá í
Önundarfirði.“
Helgja: „Við erum búin að
hengja upp yfir 300 tonn af
fiskhausum á liðnum vetri.
Þetta er prýðis líkamsrækt.“
– Auk búreksturs í sinni víð-
ustu mynd sinnið þið ýmsum
hugðarefnum. Er ekki óhætt
að segja að þið séuð mikið
félagsmálafólk?
Helga: „Ja, Björn starfar
með Lions. Ég er í Zonta-
klúbbnum auk kórstarfs og
fleira.“
– Hvernig gengur að sam-
eina þetta tvennt – að vera
bóndi og sinna félagsmálun-
um?
Helga: „Ég segi stundum
að það sé rosalegt hvernig
vinnan slíti tómstundirnar í
sundur.“
Björn: „Þetta er allt í lagi
meðan það er bara einn við-
burður á hverju kvöldi. Það er
verra þegar þeir eru kannski
orðnir tveir eða þrír og þarf að
forgangsraða.“
Helga: „Já, maður starfar
með kvenfélaginu, ekki má
gleyma því, og svo er ég í
tónlistarskólanum. Reyndar
bara söngnámi núna. Ég gat
ekki gert Beötu tónlistarkenn-
ara það að staglast meira á
píanóinu í bili. En ég spilaði
meira að segja á tónleikum
einu sinni, flutti afar nýstár-
lega útgáfu af Heims um ból.
Yfirleitt er meira en nóg að
gera hjá okkur en ég hef líka
unnið utan bús í frystihúsi Ís-
landssögu á Suðureyri. Þar hef
ég unnið frá slátrun og fram
undir sauðburð fram að há-
degi. Þá kem ég heim með
krakkana en síðan fer ég mis-
fljótt á Ísafjörð aftur. Þar sinna
þau öll tónlistarnámi en Fanný
Margrét er náttúrlega orðin
það fullorðin að hún sér um
sig sjálf. En yngri börnin eru
líka öll á gönguskíðum og það
eru oft töluvert margar æfingar
á viku. Ætli maður keyri ekki
oft 80 til 100 kílómetra á dag“
Brúðkaupsferð á
landbúnaðarsýningu
– Ég tók eftir því að hér í
hlaðinu stendur nokkur skonar
langferðabíll...
Helga: „Þegar börnin eru
orðin þetta mörg er maður bú-
inn að sprengja alla venjulega
bíla utan af sér. Að vera á
svona stórum bíl er líka alveg
frábært þegar maður er að
ferðast. Auðveldlega er hægt
að taka með einn kassa af
skóm og annan af fötum án
þess að nokkur finni fyrir því,
enda kann maður ekkert orðið
að pakka lengur.“
Björn: „Það er bara borið út
í bíl.“
Helga: „Ef við hjónin erum
að fara eitthvað tvö, þá skrúf-
um við bara aftasta bekkinn
úr og sofum í bílnum.“
– Gerið þið talsvert af því
að ferðast?
Helga: „Voða lítið, eiginlega
allt of lítið. Förum ekki nema
einhverjar stuttar ferðir.“
Björn: „Yfirleitt er það ekki
nema við eigum eitthvert er-
indi.“
Helga: „Maður skreppur
kannski dagstund, á ball inn í
Djúp eða eitthvað slíkt.“
– Er það eðli málsins sam-
kvæmt þar sem þið eruð bænd-
ur? Geta þeir nokkurn tímann
lagst út frá heimilum sínum
lengi?
Björn: „Við eigum kannski
betra með það en aðrir af því
að við erum fleiri um búrekst-
urinn. En það er sama, menn
taka sér lítið sumarfrí. En oft
ef maður þarf að fara eitthvað,
þá bætir maður degi við og
flýtir sér hægt heim.“
Helga: „Heimsækir bændur
á leiðinni heim sem maður
þekkir af einhverjum fundum.
Björn hefur til dæmis verið
lengi í Landssambandi sauð-
fjárbænda og var um tíma
stjórnarmaður. Í gegnum það
starf kynntumst við auðvitað
góðu fólki um allt land. Hérna
áður fyrr, þegar við fórum á
sauðfjárbændafundina, þá
gerðum við úr því sumarfrí og
tókum krakkana með. En áður
en maður veit af er komið að
skóla og smölun og lítill tími
eftir til ferðalaga. En þetta
virkar ágætlega svona hjá
okkur. Ég skrapp til Svíþjóðar
í sumar og Björn skrapp til
Danmerkur í vetur á landbún-
aðarsýningu.“
– Eru þessi ferðalög ykkar
þá jafnan tengd faginu?
Helga: „Elskan mín! Brúð-
kaupsferðin okkar var á land-
búnaðarsýningu í London,
The Royal Smithfield Show.“
– Þið hafið væntanlega séð
ýmislegt skemmtilegt þar.
Helga: „Jújú, og kíktum
náttúrlega á næturlífið líka.“
Björn: „Maður varð að eiga
eitthvert meira erindi.“
Bændurnir halda
mjólkurbúinu meðan
þeir glutra ekki
framleiðslunni niður
– Hvernig láta bændur af
sér? Nú heyrir maður sjaldnast
fjallað um landbúnað öðruvísi
en í samhengi við slæma
afkomu og ýmis slík vanda-
mál. Bændur hérna á svæðinu
ætla að sameinast um fjós-
byggingar sem hlýtur að teljast
jákvætt.
Björn: „Afkoman í sauðfjár-
ræktinni er mjög léleg. Hún er
skárri í mjólkurframleiðslunni
en þó ekkert til að hrópa húrra
fyrir. Það er ekki þess vegna
sem við erum að fara út í fjós-
byggingar. Staðan er miklu
nær því að vera komin á þann-
ig punkt að annaðhvort er að
duga eða drepast. Annars
koðnar þetta niður og þá eig-
um við ekki nóga mjólk á
svæðinu, mjólkursamlagið
hefur ekki nóg að gera og þá
hrynur þetta.“
– Áttu þá við að einhver
lágmarkskjarni þurfi að vera
til staðar til að halda greininni
gangandi?
Björn: „Já, við erum að
nálgast það að geta misst tökin
á hlutunum. Við megum ekki
við neinum stórum áföllum.
Hættan er sú að ef framleiðslan
minnkar frekar, þá hrynji allt
saman. Það þýðir ekkert fyrir
einn og einn bónda að ætla að
starfa í þessu. Þannig varð eig-
inlega að grípa inn í meðan
eitthvert svigrúm er til þess.
Þess vegna eru menn að gera
þetta á miklu meiri hraða en
ella. Það gat alveg farið svo,
að þó að við eða einhver annar
færi að byggja upp öflugra
bú, þá færi mjólkurframleiðsl-
an á svæðinu samt sem áður
niður á við. Þá sæti viðkom-
andi uppi með glænýtt fjós en
ekkert mjólkurbú.
Þess vegna fóru menn út í
að athuga forsendur fyrir því
að byggja upp samstillt átak
til viðhalds mjólkurfram-
leiðslu á svæðinu. Hérna var
skipuð sérstök nefnd með að-
ild bæjarins og Atvinnuþróun-
arfélagsins til að vinna að mál-
inu. Mjólkuriðnaðurinn sam-
þykkir og viðurkennir það sem
þarfan hlut og hagstæðan fyrir
heildina. Þetta verður það ekki
tekið af okkur ef við glutrum
ekki framleiðslunni niður
sjálfir.“
Samstaða um
kvótakaup
– Eru menn að auka sam-
vinnu til að ná fram stærðar-
hagkvæmni?
Björn: „Fyrst og fremst er
það þannig að við fengum
Mjólkursamsöluna til að koma
inn í þetta. Við fengum mjólk-
urbússtjóra frá Mjólkursam-
sölunni í verktöku en sá hinn
sami er jafnframt mjólkurbús-
stjóri í Búðardal. Þannig njót-
um við orðið ákveðinnar
stærðarhagkvæmni í formi
viðskipta og þekkingar á þessu
sviði, án þess í rauninni að
tapa niður nokkru af okkar
sjálfstæði. Þetta er alveg rekið
sem sjálfstætt fyrirtæki og það
er okkar ákvörðun að halda
þessu áfram svona. Þetta fyr-
irkomulag er okkur hagstætt.
Ég tel það mjög skynsamlegt
og tel ekki líkur á því að við
snúum til baka hvað þetta
varðar.“
– Hvað eru margir bændur
hér að fara út í nýbyggingar
fjósa?
Björn: „Stefnan er að fara í
gang núna á þremur jörðum.“
Helga: „Það eru Árni Bryn-
jólfsson og Erna Rún Thorlac-
ius á Vöðlum, Magnús Guð-
mundsson og Ebba Jónsdóttir
á Hóli og svo við sem ætlum
að byggja upp hjá okkur.“
Björn. „Svo erum við að
vonast til þess að það komi
tvö býli inn í viðbót jafnvel á
næsta ári.“
– Eru framkvæmdir við það
að hefjast?
Björn: „Við höfum kannað
áhuga verktaka á svæðinu og
erum búnir að fá teikningar
og kostnaðaráætlanir í hend-
urnar. En við erum að bíða
eftir endanlegri niðurstöðu
varðandi lánafyrirgreiðslu
sem ætti að ganga í gegn alveg
á næstunni. Þangað til erum
við bara að fikra okkur í áttina.
Meiningin er að koma gripum
inn í nýja húsið í lok í septem-
ber. Að auki erum við að fá
sjálfvirkt mjaltakerfi sem ætti
að vera komið til okkar í
ágúst.“
– Er ætlunin að fjölga grip-
unum að ráði?
Björn: „Stefnan er að tvö-
falda fjöldann.“
Helga: „Mjalta-róbótinn á
að ráða við um 70 kýr.“
– Hvað eruð þið með margar
núna?
Björn: „Um 35. Við höfum
farið yfir 40 en fjósið ber það
engan veginn og það sem
umfram er verður bara basl.“
– Hvernig eru menn í sveit
settir með kvóta?
Helga: „Ef einhver hættir á
svæðinu, þá hefur verið sam-
staða um að kaupa af honum
kvótann.“
Björn: „Hingað til hefur það
tíðkast. En sú staða var komin
upp að þeir sem hafa verið að
kaupa kvóta höfðu ekki fjós
lengur til að hýsa hann í. Þann-
ig var möguleikinn á að kaupa
kvóta ekki lengur fyrir hendi.
22.PM5 18.4.2017, 11:119