Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
maður vikunnar
Nafn: Hallgrímur Magnús Sigurjónsson.
Fædd/-ur, hvar og hvenær: Á Ísafirði 26. júní 1962.
Atvinna: Útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði.
Fjölskylda: Giftur Jóhönnu Einarsdóttur frá Bolung-
arvík. Við eigum þrjú börn, Ásdísi Svövu 16 ára, Sig-
urjón 13 ára og Vilmar Ben 4 ára.
Helstu áhugamál: Fjölskyldan, útivera og hreyfing
s.s. gönguskíði og hlaup.
Bifreið: Subaru Legacy árg. 2002.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Einhvern þýskan
eðalvagn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill?
Togaraskipstjóri.
Uppáhalds matur? Lambalærið svíkur aldrei. Einnig
er ég hrifinn af austurlenskum mat.
Versti matur sem þú hefur smakkað? Hákarl, get
ekki lært að borða hann.
Uppáhalds drykkur? Mjólk og vatn.
Uppáhalds tónlist? Allt með Dire Straits og Queen.
Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Skíðafélag
Ísafjarðar.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir og Kastljós.
Uppáhalds vefsíðan? bb.is, mbl.is, vi.is og svo að
sjálfsögðu isb.is
Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Titanic var
nokkuð góð.
Fallegasti staður hérlendis? Leirufjörður í Jökul-
fjörðum er í sérlegu uppáhaldi hjá mér.
Fallegasti staður erlendis? Hef ekki séð hann enn.
Ertu hjátrúarfull(ur)? Dálítið.
Uppáhalds heimilistækið? Uppþvottavélin.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að
leika mér í Leirufirði, en þar á ég sumarhús.
Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna?
Fyrir utan óheiðarleika og leti fer mest í taugarnar á
mér þegar menn aka bílum sínum á milli botnlanga í
Holtahverfinu þrátt fyrir að það sé bannað og skapa
þannig aukinn umferðarþunga með tilheyrandi hætt-
um fyrir smáfólkið.
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Fer út að
hreyfa mig.
Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt-
ast? Já, ég á nokkra.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Þegar ég var á leið á fund í Reykjavík og ákvað að
ganga inn á flugvöll, í stað þess að nota bíl (stutt að
fara úr Holtahverfinu) og Kríurnar bæði gogguðu í
höfuðið á mér og drituðu á fínu jakkafötin.
Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir
þú breyta? Ganga þannig frá botnlöngunum í Holta-
hverfi að ekki verði ekið á milli þeirra.
Lífsmottó? Að vera heiðarlegur.
Leirufjörð-
ur í Jökul-
fjörðum í
sérlegu
uppáhaldi
Sælkerar vikunnar
eru Nanný Arna Guðmunds-
dóttir og Rúnar Óli Karlsson
Spínatbaka
Við viljum byrja á því að þakka matarklúbbnum okkar
fyrir frábærar uppskriftir. Gaman væri að prófa þær saman í
sumar. Frá okkur kemur sumarlegur grænmetisréttur, sem
bæði er hægt að hafa sem máltíð eða sem léttan rétt. Við
köllum hann Spínatböku og berum hann fram sem máltíð
með bökuðum kartöflum, grilluðum gulrótum og fersku
salati með fetaosti.
Spínatbakan samanstendur af 8 pönnukökum, spínatfyll-
ingu og tómatfyllingu.
Pönnukökur
4 dl hveiti
½ teskeið lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
½ tsk pipar
8-10 blöð af fersku basilikum
1 egg
50 g smjörlíki
3-4 dl mjólk
Deigið hrært út eins og venjulegt pönnukökudeig, það á
þó að vera í þykkara lagi. Pönnukökurnar eru bakaðar og
þær látnar kólna meðan fyllingarnar eru útbúnar.
Spínatfylling
½ l matreiðslurjómi
poki af fersku spínati (fæst í Samkaupum, við munum
ekki hvað það er mikið í honum)
1 hvítlauksrif
1 rauðlaukur
1 tsk salt (eða eftir smekk)
1 tsk pipar
matarolía til steikingar
Steikið rauðlaukinn og hvítlaukinn í olíu á pönnu þar til
rauðlaukurinn verður glær. Spínatið sett á pönnuna og látið
steikjast í smástund. Þá er rjómanum hellt yfir, kryddað með
salti og pipar og látið sjóða niður í 20 mínútur við vægan
hita.
Tómatfylling
1 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
10-15 blöð ferskt basilikum
fersk steinselja
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 tsk salt (eða eftir smekk)
1 tsk pipar (eða eftir smekk)
matarolía
Laukurinn léttsteiktur í olíu á pönnu. Kryddið og niður-
soðnu tómatarnir sett á pönnuna og látið sjóða niður við
vægan hita í um 20 mínútur.
100 g rifinn ostur
Þegar pönnukökurnar og fyllingarnar eru kaldar er komið
að því að raða réttinum saman. Gott er að raða honum upp í
smelluformi. Fyrst er að smyrja formið svo að pönnukökurnar
festist ekki, þá að setja eina fallega pönnuköku í formið og
snúa dekkri hliðinni niður. Svo á að setja spínatfyllingu á
hana, síðan pönnuköku, tómatfyllingu og rifinn ost, og svo
koll af kolli þar til ein pönnukaka er eftir. Hana setjum við
svo á með dekkri hliðina upp.
Spínatbakan er svo hituð í ofni í um 20 mínútur á góðum
hita. Hún er borin fram með bökuðum kartöflum, grilluðum
gulrótum, fersku salati og gráðostasósu.
Grillaðar gulrætur
Nóg er að skola gulræturnar undir volgu vatni og vefja
þeim inn í álpappír ásamt klípu af smjöri. Settar á grillið þar
til þær eru mjúkar.
Gráðostasósa
gráðostur
3-4 dl mjólk
Sett saman í pott og hitað þar til gráðosturinn bráðnar.
Verði ykkur að góðu!
Við ætlum að halda áfram með þemað „unga fólkið og
eldhússtörfin“ og skorum á rokkarann og leikskólakennarann
á Suðureyri, Vernharð og Svövu Rán, að koma með næstu
uppskrift.
Fermingar á Vestfjörðum
Hraunskirkja
í Keldudal laugardaginn
7. júní kl. 16
Elías Mikael Vagn Sigur-
geirsson, Langanesvegi 26,
680 Þórshöfn, verður stadd-
ur að Hlíðargötu 38 á Þing-
eyri.
Elísa Ósk Línadóttir, Að-
alstræti 49, Þingeyri.
Þingeyrarkirkja
8. júní kl. 11:00
Anna Signý Magnúsdóttir,
Hlíðargötu 37, Þingeyri.
Elín Björg Ragnarsdóttir,
Aðalstræti 51, Þingeyri.
Guðmundur Jónsson,
Brekkugötu 51, Þingeyri.
Harpa Sjöfn Friðfinns-
dóttir, Vallargötu 15, Þing-
eyri.
Margrét Albertsdóttir, Ár-
holti 1, Ísafirði.
Ísafjarðarkirkja
8. júní kl. 14:00
Agnes Eir Önundardóttir,
Kjarrholti 6.
Ásmundur Ragnar Sveins-
son, Hafraholti 42.
Bergmann Sigurður Guð-
jónsson, Seljalandsvegi 67.
Daníel Þór Þorsteinsson,
Hlíðarvegi 18.
Einar Ægir Hlynsson, Mó-
holti 8.
Fannar Freyr Þorbergsson,
Smiðjugötu 10.
Halldór Smárason, Miðtúni
33.
Hermann Andrason, Tanga-
götu 24.
Hugrún Ösp Ingibjarts-
dóttir, Stakkanesi 4.
Högni Gunnar Pétursson,
Urðarvegi 50.
Jóhann Örn Guðmundsson,
Engjavegi 17.
Jón Rafn Oddsson, Stór-
holti 9.
Karen Björnsdóttir, Tanga-
götu 20.
Katrín Elva Eiríksdóttir,
Seljalandi 9.
Kristófer Atli Kjartansson,
Múlalandi 12.
Margrét Theodórsdóttir,
Mjógötu 5.
Sindri Emmanúel Antons-
son, Sundstræti 28.
Sverrir Vídalín Sigurðsson,
Stórholti 9.
Vigdís Huld Hákonardóttir,
Hafraholti 52.
Hnífsdalskapella
8. júní kl. 11:00
Hákon Valdimarsson,
Skipagötu 6.
Helena Dögg Smáradóttir,
Árvöllum 5.
Kristófer Aron Reynisson,
Bakkavegi 3.
Suðureyrarkirkja
8. júní kl. 14:00
Arnar Jónsson, Hlíðar-
vegi 5.
Magdalena Margrét Sig-
urðardóttir, Túngötu 13.
Þórdís Ösp Benediktsdóttir,
Eyrargötu 7.
Þórður Ágúst Þorvaldsson,
Stað.
Flateyrarkirkja
8. júní kl. 14:00
Einar Örn Einarsson, Eyr-
arvegi 5.
Jóhann Ingi Þorsteinsson,
Breimnesvegi 12a.
Magnús Einar Magnússon,
Hafnargötu 1.
Margrét Ellý Kristensen,
Öldugötu 5.
María Rut Kristinsdóttir,
Ólafstúni 4.
Sandra Mjöll Traustadóttir,
Grundarstíg 12.
Sigurður Laxdal Finnboga-
son, Goðatúni 2.
Mýrakirkja
Þrenningarhátíð
15. júní kl. 11
Ástey Gyða Gunnarsdóttir,
Gemlufalli, Dýrafirði.
Núpskirkja
9. júní kl. 11:00
Svanberg Rúnar Lárus-
son, Núpi, Dýrafirði.
Súðavíkurkikja
Þrenningarhátíð
15. júní kl. 15
Lára Rán Sverrisdóttir,
Holtagötu 27, Súðavík.
22.PM5 18.4.2017, 11:116