Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Fjölbreytt verkefni á stóru menningar- og búskaparheimili – sunnudagsheimsókn til bændanna Helgu Guðnýjar og Björns í Botni í Súgandafirði Bændurnir í Botni í Súgandafirði, þau Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisson, láta sér ekki nægja að að hirða um kýr og kindur. Þau eru virkir þátttakendur í menningarlífinu á svæðinu, syngja með fjölmörgum kórum og léðu Söngvaseið raddir sínar í vetur. Rauða- krossdeildin í Súgandafirði er til heimilis í Botni en auk þess er Helga í framkvæmdanefnd Sæluhelgarinnar á Suðureyri sem haldin er aðra helgi í júlí ár hvert. Búreksturinn í Botni er að stærstum hluta sameiginlegur með Birkihlíð. Þar búa Svavar Birkisson, bróðir Björns, og foreldrar þeirra, Birkir Friðbertsson og Guðrún Fanný Björnsdóttir. Viðfangsefnin í búskapnum í Botni eru af margvíslegum toga. Auk kúa- og fjárbúskapar eins og áður var nefndur fer þar fram raforkubúskapur, lax- eldi og æðarvarp. Auk þess sinna þau ýmsum verkefnum víða í nágrenninu, meðal ann- ars fyrir Ísafjarðarbæ og Klofning á Suðureyri, til að nýta betur tækjakost búsins. Elst barna þeirra er Fanný Margrét sem stendur á tvítugu. Sindri Gunnar er 16 ára, Aldís Þórunn 10 ára og Hólmfríður María er á áttunda ári. Ekki skal gleyma tengdasyninum tilvonandi, Eiríki Gísla, en amma hans er fædd og uppalin í Botni I. Þau Fanný búa í kjallaranum hjá Birni og Helgu. Á hlaðinu ganga frjálsar ferða sinna hamingjusamar hænur og endur sem sjá heim- ilinu fyrir eggjum. Frá hús- bændunum geislar orka og lífsgleði. Í Botni er sannkölluð heimilissæla enda er fólkið umvafið náttúru og lífi. Þegar komið er inn í eldhús fer ekki á milli mála að hjarta heimilis- ins slær ótt og títt á sunnudags- kvöldi sem önnur kvöld. Sauð- burður er í hámarki og mörg handtök sem sinna þarf til að fyrirtækið gangi upp. Í stjórn- unarfræðunum væri þetta sjálfsagt kallað að hafa stuttar boðleiðir, opin vinnurými og mikið upplýsingaflæði. Yfir kvöldmatnum og fréttunum er skipst á verkefnum og upplýs- ingum en þess jafnframt gætt að fylgjast vel með gangi landsmálanna. Hjónin hafa tekið frá tíma til að ræða málin og í stofu er borið fram kaffi og meðlæti af myndarskap. Flatkökur með hangikjöti, skonsur, rækjusal- at og andaregg auk afar aðlað- andi Hnallþóru, skreyttri norskum fánum. Helga Guðný útskýrir að þau hafi tekið að sér norskan skiptinema til vikudvalar og tilhlýðilegt hafi þótt að skreyta kökuna í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna 17. maí. Eins og hjá Stellu í orlofi Þau hjón segja að iðulega mannmargt og líflegt í Botni. Helga: „Þetta er eins og Hlemmur, fullt af vinum og kunningjum kemur hérna í heimsókn auk sumarkrakka að sunnan. Björn segir líka að ég hirði alltaf rest þegar ég sæki krakkana í skólann.“ Björn: „Ég held stundum að hún viti ekki hvað hún á mörg börn heldur taki bara þau sem eftir eru. Ég hef mest spáð í hvort foreldrarnir viti þegar krakkarnir þeirra eru teknir hingað – annars er það allt í lagi.“ – Hvernig háttaði kynnum ykkar til? Helga: „Við kynntumst á Bændaskólanum á Hvanneyri. Ég var að koma úr húsmæðra- skóla og skráði mig í bænda- skólann. Björn hafði lokið B.S.-prófi frá bændaskólanum og var fenginn til að vinna fyrir Bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins á Hvanneyri. Meðan ég var að klára Garðyrkjuskólann bjuggum við heima í Ölfusinu og Björn keyrði rútur fyrir pabba. En síðan fórum við hægt og bítandi að síga hingað vestur. Ég er semsagt Árnes- ingur, nánar tiltekið frá Bakk- árholti í Ölfusi. Reyndar mikið til ættuð úr Skaftafellssýslun- um í móðurætt.“ – Er ekki óhætt að segja að búskapurinn hjá ykkur sé óvenju fjölbreyttur? Helga: „Við erum náttúrlega með kindur og kýr að megin- stofni. En hérna eru ýmis hlunnindi sem við nýtum, eins og æðardúnninn. Svo erum við að reyna að byggja aftur upp laxinn hjá okkur sem fór til fjandans á einum degi þegar verið var að grafa fyrir göng- unum. Þá fylltist allt af leir og drullu og síðan flutu fiskarnir upp. Við höfum verið að kaupa seiði undanfarin ár og setja í ána. Þau eru sett í búr og fóðr- uð en síðan sleppt. Við vonum bara að þau verði dugleg að stækka og komi aftur. Þeir hafa sést hérna nokkrir laxarnir auk smávegis silungs. En þetta mætti vera meira.“ – Tekur langan tíma að rækta upp ána? Björn: „Þetta tekur gríðar- langan tíma og má kannski segja að það sé erfitt að vera með svona lítið eldi eins og hjá okkur. Flutningurinn á seiðunum er gríðarlega dýr. Það kostar um hundrað þús- und að fá einn lítinn skammt.“ – Hvað hafði þessi upp- bygging staðið lengi? Björn: „Systkinin hérna í efri bænum höfðu forgöngu um að rækta upp ána. Þau voru geysiáhugasöm og voru með ána í alllangan tíma og unnu að þessari uppbyggingu en síðan komum við inn í það. Helga: „Það var líf og fjör hérna þegar verið var að draga laxana á land.“ Björn: „Þetta voru upp í 22.PM5 18.4.2017, 11:118

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.