Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 11Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Kirkjuból í Bjarnardal í Önundarfirði Hyggjast reisa minnisvarða um Halldór Kristjánsson Stúkan Einingin í Reykja- vík hefur ákveðið að reisa minnismerki um Halldór Kristjánsson, bónda, skáld og bindindisfrömuð frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön- undarfirði og hefur óskað eftir leyfi Ísafjarðarbæjar til þess. Til stendur að minnis- merkið verði við þjóðveginn í landi Kirkjubóls. Stúkan hefur fengið góð viðbrögð frá land- búnaðarráðuneytinu en jörðin er í eigu ríkisins. Halldór Kristjánsson fæddist árið 1910 og lést í ágúst árið 2000, tæplega ní- ræður að aldri. Hann var mikill félagsmálamaður og gegndi fjölda trúnaðarstarfa á langri ævi. Tungudalur Baldur Ingi sigraði Baldur Ingi Jónasson sigraði á „Uppstigningar- móti“ Golfklúbbs Ísafjarð- ar sem fram fór á Tungu- dalsvelli á uppstigningar- dag. Leikin var 18 holu punktakeppni og fékk Baldur Ingi 42 punkta. Í öðru sæti varð Jóhannes Geir Guðnason með 39 punkta og í þriðja sæti Ein- ar Valur Kristjánsson með 37 punkta. Súðavík Ferðamenn koma fyrr Wendy Scott hjá Sumar- byggð hf., sem sér um út- leigu á sumarhúsum í göm- lu byggðinni í Súðavík, segir ferðamannastrauminn mun fyrr á ferðinni nú en á síðasta ári. „Við erum búin að bóka töluvert í júní og svo hefur verið töluverð traffík hingað til sem var ekki á þeim tíma í fyrra. Maður veit ekki hvernig framhaldið verður en ég er mjög bjartsýn“, segir Wendy. Á vorin og á haustin eru í boði sérkjör á gistingu hjá Sumarbyggð og hefur það mælst vel fyrir eftir aðsókninni að dæma. Sum- arbyggð leigir út tíu hús en auk þess eiga fjölmargir einstaklingar og félaga- samtök hús í gömlu byggð- inni. Wendy segir einhverja húseigendur leigja vinum og kunningjum en margir vilji hafa húsin fyrir sig. Súðavík Sex ættar- mót í sumar Súðavík virðist vera að sækja sig veðrið sem væn- legur staður fyrir ættarmót. Í það minnsta sex slík verða haldin í bænum í sumar. Að sögn Önnu Lindar Ragnarsdóttur, skólastjóra Grunnskólans í Súðavík, hefur skólinn verið leigður undir fjögur ættarmót. „Um hundrað manns sækja eitt þeirra, tvö önnur eru tvö hundruð manna en óvíst er um fjöldann á því fjórða“, segir Anna Lind, sem ásamt Birgi Ragnars- syni húsverði sér um út- leigu á skólanum. „Í öllum tilfellum eru þetta ættir sem eiga rætur í Álftafirði eða Seyðisfirði.“ Auk mótanna fjögurra verða haldin í það minnsta tvö ættarmót í Félagsheim- ili Súðvíkinga. „Þetta hefur aldrei verið svona mikið“, segir Anna Lind. Atvinna Vanur járniðnaðarmaður óskast til starfa. Upplýsingar í símum 456 4750 og 898 5865. Vélsmiðjan Þristur. Símavarsla - afleysing Starfskraftur, 20 ára eða eldri, óskast til að leysa af á símaborði stofnunarinnar í sumar. Þarf að geta byrjast strax. Upplýsingar gefur Sigrún C. Halldórsdótt- ir skrifstofustjóri (camilla@fsi.is) í síma 450 4500. Hafnsögubáturinn Þytur á Ísafirði að syngja sitt síðasta Leitað eftir styrk til kaupa eða smíði á nýjum bát Ísafjarðarbær hefur farið þess á leit við samgönguráðu- neytið, að hafnir Ísafjarðar- bæjar fái styrk samkvæmt ný- samþykktum hafnalögum til kaupa eða smíði á hafnsögu- báti. Samkvæmt þeim er rík- issjóði heimilt að taka þátt í allt að 75% stofnkostnaðar hafnsögubáta á stöðum þar sem aðstæður í höfn og í ná- grenni hennar kalla á slíkt ör- yggistæki. Halldór Halldórs- son bæjarstjóri segir í bréfi til samgönguráðherra, að mikil þörf sé fyrir aflmikinn dráttar- bát á Ísafirði þar sem stór skip komi til löndunar og móttaka skemmtiferðaskipa hafi aukist ár frá ári. Þytur, sem lengi hefur gegnt hlutverki hafnsögubáts á Ísa- firði, er rúmlega 30 ára gamall. Hann var upphaflega byggður sem fiskibátur en síðar breytt svo að hann nýttist í núverandi hlutverki. Halldór segir tog- kraft bátsins lítinn og ástand það lélegt að ekki borgi sig að endurbyggja hann. Frekar er stefnt að því að kaupa nýlegan hafnsögubát en að láta smíða nýjan. Halldór segir kostnað ekki liggja fyrir en sem dæmi megi nefna að 46 milljónir séu settar á bát í Færeyjum sem komi til greina. Sá bátur hafi verið smíðaður árið 1997. Frá listsýningu barnanna 270 í Stjórnsýsluhúsinu. Öll leikskólabörn í Ísa- fjarðarbæ, sem eru um 270 talsins, áttu verk á mynd- listarsýningu sem opnuð var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á uppstigningardag og stóð í tvo daga. Straum- ur fólks var á sýninguna strax fyrri daginn þótt almennt væru stofnanir í húsinu þá lokaðar og vakti listsköpun barnanna mikla athygli. Erna Káradóttir, leikskólastjóri á Græna- garði á Flateyri, segir að ætlunin sé að halda sýn- ingu af þessu tagi annað hvert ár en sameiginleg íþróttahátíð allra leik- skólanna verði hitt árið. „Við höfum haldið íþrótta- hátíð síðustu ár en fannst það orðið einhæft og ákváðum þess vegna að breyta til með þessum hætti.“ 270 börn sýndu í Stjórnsýsluhúsinu Listsýning á verkum allra leikskólabarna í Ísafjarðarbæ Tekið verði næstlægsta tilboði í gerð snjóflóðavarna á Ísafirði Vesturvélar ehf. sem áttu lægsta boð fá ekki verkið Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) leggja til við bæjar- stjórn að tekið verði tilboði Kubbs ehf. og Bílagarðs-Eyr- arsteypu ehf. í gerð snjóflóða- varna á Ísafirði. Verk það sem hér um ræðir er gerð 650 metra langs leiðigarðs í Seljalands- múla og níu snjóflóðakeilna. Reiknað var með að verkið gæti hafist í þessum mánuði og tæki tvö ár. Fyrirtækin tvö áttu í samein- ingu næstlægsta tilboðið í verkið og nam það um 270 milljónum króna. Það eru 78,4% af kostnaðaráætlun sem var rúmar 344 milljónir króna. Vesturvélar ehf. áttu lægsta til- boð í verkið eða tæpar 240 milljónir. Þar sem ársreikn- ingur fyrirtækisins sýndi nei- kvæða eiginfjárstöðu ber sam- kvæmt ákvæðum útboðs- gagna að hafna því, eftir því sem fram kemur í bréfi FSR til bæjaryfirvalda í Ísafjarðar- bæ. Um tilboð Kubbs ehf. og Bílagarðs-Eyrarsteypu ehf. segir í bréfi FSR til bæjaryfir- valda: „Ekki er ástæða til að efast um tæknilega getu fyrirtækj- anna til að framkvæma umrætt verk, en rétt er hins vegar að benda á að velta beggja fyrir- tækjanna hefur verið lítil und- anfarið og þetta verkefni er því mjög stórt á þeirra mæli- kvarða. Af þessum sökum gætu komið upp einhver stjórnunarleg vandamál við framkvæmdina sem gætu haft í för með sér seinkun á verk- lokum og einhvern aukakostn- að fyrir verkkaupa. Þess ber þó að geta að verkkaupi mun vera tryggður fyrir slíkum kostnaði í gegnum verktrygg- ingu verktakans. Þá er einnig bent á að vegna eðlis fram- kvæmdanna er ekki mikil áhætta eða tjón fólgin í því fyrir verkkaupa þó svo að skiladagur verksins dragist.“ Framkvæmdastjóri Kubbs ehf., Sævar Óli Hjörvarsson, kveðst mjög undrandi á fram- angreindum ummælum Fram- kvæmdasýslu ríkisins. „Velta okkar í fyrra var um 300 millj- ónir fyrir utan skatt eða meiri en þetta verk á að kosta. Við höfum verið og erum í stórum verkefnum og höfum alltaf skilað þeim á réttum tíma.“ Þar nefnir Sævar Óli sem dæmi vegagerð í Skötufirði, „hundrað og fimmtíu milljóna króna verkefni, sem við kom- um til með að skila nokkrum mánuðum á undan áætlun. Þá höfum við verið að vinna í vega- og gatnagerð á Stein- grímsfjarðarheiði, á Flateyri og á Drangsnesi. Á síðast- nefnda staðnum skiluðum við verkinu heilu ári á undan áætl- un“, segir Sævar Óli. Kubbi ehf. hefur vaxið mjög fiskur um hrygg að undan- förnu og hefur fyrirtækið stækkað gífurlega ört. „Fyrir tveimur árum átti þetta fyrir- tæki einn vörubíl en núna eig- um við í kringum 400 tonn af alls kyns tækjum og tólum“, segir Sævar Óli Hjörvarsson, framkvæmdastjóri Kubbs ehf. Áskrifendur ath! Vinsamlegast gerið skil á útsendum greiðsluseðlum vegna áskriftargjalda. 22.PM5 18.4.2017, 11:1111

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.