Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 04.06.2003, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is En kvótinn er alveg fljótandi, hann getur farið hvaðan sem er og hvert sem er. Það er bara hæstbjóðandi sem fær hann. Þannig fer hann bara ef menn eru ekki tilbúnir til að ganga inn í hæstu verð. Að sama skapi höfum við möguleika á að ná kvóta inn á svæðið ef við erum tilbúnir að borga að- eins meira en aðrir.“ – Með nýju fjósi og nýja mjalta-róbótanum eruð þið þá að fara inn í nýtt tæknistig í kúabúskapnum... Helga: „Já, þetta verður al- ger umbylting. Húsið er mjög stórt eða rúmir 500 fermetr- ar.“ Björn: „Reyndar verður okkar fjós minnst af þessum þremur sem ráðgert er að byggja núna. En við nýtum líka gamla fjósið til uppeldis. Svo förum við með nautin yfir í Breiðadal í Önundarfirði þar sem við keyptum jörð.“ Tónlistin ætti að vera fastur liður Athafnasvæði þeirra hjóna teygir anga sína út fyrir Súg- andafjörðinn, bæði yfir í Ön- undarfjörð og á Ísafjörð. Þau þeysa milli staða til að sinna fjölbreyttum viðfangsefnum. Hengja upp hausa, heyja og taka þátt í margvíslegu menn- ingarstarfi. Helga Guðný gant- ast með það að tilkoma Vest- fjarðaganganna hafi gert það að verkum að núna séu þau nær aldrei heima hjá sér. Bæði Björn og Helga hafa lært á hljóðfæri á fullorðins- árum, Björn á harmoniku en Helga á píanó. Þau leggja á það mikla áherslu að börn þeirra tileinki sér tónlist. Helga: „Þau eru lagviss og hafa gaman af því að spila. Við lögðum línurnar með það í upphafi að það væri ekkert „hér um bil“ í þessum efnum heldur þyrfti fólk að æfa sig og sinna náminu. En eftir að þau hafa verið komin af stað höfum við ekkert þurft að skipta okkur af þeim. Þau ein- faldega sækja í hljóðfærin sjálf.“ Björn: „Ég held að fólk sjái aldrei eftir því að hafa lært tónlist. Mér finnst þetta tölu- vert atriði og vildi gjarnan sjá að þetta væri miklu meira keyrt áfram innan skólakerf- isins sem fastur liður í námi allra barna.“ Slátrið að týnast á Vestfjörðum Búskapur á í vök að verjast víðast hvar á landinu. En þau Helga og Björn leggja áherslu á að menn taki slaginn – margt annað hangi á spýtunni en bara búseta á nokkrum jörðum. Björn:„Þjónustustarfsemin í kringum þetta er heilmikil, bæði hjá iðnaðarmönnum og öðrum.“ Uppbyggingin hefur átt sér stað nær árvisst hjá bændunum í Botni. Helga segir að eitt sumarið hafi verið sérlega mikið um framkvæmdir á jörðinni. Þegar þeim lauk hafi dóttir hennar spurt í forundran við matarborðið hvað hefði eiginlega orðið um Kidda smið. „Hún var farin að halda að iðnaðarmennirnir tilheyrðu fjölskyldunni eftir að þeir höfðu verið inni á heimilinu í mat og kaffi dögum saman.“ – Búskaparumhverfið hefur breyst ört á undanförnum ár- um. Krefst það viðskiptalegrar útsjónarsemi ekki síður en hefðbundinna búskaparhæfi- leika að vera bóndi? Helga: „Já, það eru gerðar sífellt auknar kröfur á öllum sviðum. Þetta sjáum við í því að bændur eru í auknum mæli búfræðingar og eins lang- skólagengnir á sínum svið- um.“ Björn: „Menn horfa líka til þess að óvissan í þessu er orðin svo mikil. Þannig hefur inn- flutningur landbúnaðarafurða aukist og gæti opnast mun meira með mjög skömmum fyrirvara. Reglugerðaum- hverfið tekur líka breytingum en í þeim efnum vilja Íslend- ingar oft vera kaþólskari en páfinn. Ef á að keppa við inn- flutning vill maður að jafnt gangi yfir alla. Ég hef komið inn í sláturhús erlendis sem er með öll tilskilin leyfi til að slátra á kröfuhörðustu mark- aðina en yrði aldrei leyft að slátra í hérna heima.“ Helga: „Við erum líka með svo lítið af búfjársjúkdómum hérna heima og það verður að passa upp á að sú sérstaða glatist ekki. Mér finnst óskap- lega gaman að sjá erlenda mat- reiðslumenn lýsa kjötinu okk- ar og gæðum þess. Ég sá í sjónvarpinu um daginn amer- ískan kokk sem kom hingað á „Food and Fun“-hátíðina í Reykjavík. Hann sagðist ekki þurfa að drekkja íslenska lambakjötinu í kryddi og sós- um, náttúrulegir eiginleikar þess væru slíkir. Þetta er geysilega jákvætt en við erum að fjarlægjast þessar vörur. Til dæmis erum við að tapa niður sláturgerð- inni hérna á svæðinu. Nú slátr- um við hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki. Það hefur heppnast vel en því fylgja meiriháttar vandræði við að nálgast slátrið. Við meg- um til dæmis ekki flytja haus- ana með okkur ósviðna til baka því það er yfir sauðfjár- veikivarnalínur að fara.“ Trúarbrögð um lífræna ræktun – En hvað með alla þessa umræðu um lífrænar og náttúr- legar afurðir? Eigum við ekki mikil sóknarfæri í þeim efn- um? Björn: „Ég held að það sé ekki spurning, að í aukinni meðvitund um uppruna vör- unnar og hreinleika felast heil- mikil sóknarfæri fyrir okkur. Enda er öll gæðastýring orðin miklu meiri. Hjá okkur er til dæmis passað mjög vel upp á rekjanleika í framleiðslunni. Við þurfum hins vegar að reyna að taka frumkvæðið í þessari umræðu og búa sjálf til staðla sem eiga við í okkar umhverfi. Lömbin okkar nær- ast að langmestu leyti á villtum beitarhögum. Mæður þeirra fá hins vegar hey af túnum sem borið er á og þess vegna telst kjötið ekki lífrænt ræktað. Manni finnst þetta minna frek- ar á trúarbrögð en skynsam- lega staðla – þegar mæðurnar þurfa að vera lífrænt fóðraðar líka.“ Helga: „Þegar ræktunin fer fram þetta norðarlega, þá þurf- um við að nota tilbúinn áburð til að fá nægan afrakstur á stuttum vaxtartíma. En það er heldur ekkert verið að bruðla með hann, heldur er reiknað mjög nákvæmlega hver þörfin sé svo ekkert fari til spillis. Áburðurinn er líka það dýr að menn nota ekki meira en þeir þurfa. Hjá okkur er til dæmis notaður allur sá lífræni áburð- ur sem til fellur, en hann er einfaldlega ekki nægur.“ – Verða kindur og kýr áfram meginstoðirnar undir búrekstri ykkar? Eða sjáið þið fyrir ykk- ur að aðrar greinar verði orðn- ar ríkjandi hjá ykkur í framtíð- inni? Helga: „Að sjálfsögðu eru menn alltaf að leita leiða og reyna að finna ný tækifæri. En ég held að við reynum frekar að efla kjöt- og mjólkurfram- leiðsluna hjá okkur en hitt.“ Björn: „Staðreyndin er sú að menn þurfa að halda sig vel að þessu til að ná árangri. Það er ekki gott að dreifa kröft- unum á of marga staði. Hins vegar hafa menn eiginlega ekki getað leyft sér að gefa sig alla í þetta. Raunin er sú að menn þurfa að sækja í önnur verkefni til að fá inn tekjur.“ Fæðingarhjálp í sunnudagafötunum Þó að drjúgt sé liðið á kvöld þegar hér er komið sögu er vinnudeginum ekki lokið hjá bændunum í Botni. Sauðburð- ur stendur sem hæst og því þarf að hafa vökul augu á næt- urvakinni í fjárhúsunum. Helga lítur inn í húsin rétt til að sýna gestum aðstæður í kveðjuskyni. Hún fær strax á tilfinninguna að eitthvað sé á seyði og áður en hendi er veif- að er hún komin á fullt í ljós- móðurhlutverkinu í sunnu- dagafötunum. Sennilega er það miklu meira en starf að vera bóndi. Miklu nær er að tala um lífsstíl. Helga og Björn una þeim lífs- stíl vel og hyggjast varðveita hann með hugviti og dugnaði. Frjósemin er mikil í þessu fagra umhverfi og greinilegt að ýmsar hugmyndir eru uppi um hvernig megi auka fjöl- breytni á búinu og tryggja stoðir þess. Búi maður yfir staðalmynd um fáfróða SÍS- lepjandi bændur úr Óðali feðr- anna, þá afsanna hjónin í Botni hana snarlega. Íslendingar eru í miklum meirihluta ferðamanna á Hornströndum samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða, Ísafjarðarbær og Náttúruvernd ríkisins gerðu meðal ferðamanna á heim- leið frá svæðinu í fyrrasum- ar. Tilgangur könnunarinnar var að fá upplýsingar um hvaða hópar fólks heimsæki svæðið, hvaða þjónustu það noti og hver viðhorfin séu til ýmissa þátta sem snerta Hornstrandir. Könnunin var gerð um borð í bátum sem sinna áætl- unarferðum til svæðisins og bárust alls 216 svör. Flestir þátttakendur í könnuninni voru búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Meðalaldur svarenda er rúmlega 44 ár en fjölmennustu aldurshóparnir eru 41 til 50 ára og 51 og 60 ára. Alls voru ríflega 60% svarenda í þessum tveimur hópum. Flestir sem heimsækja Hornstrandir hafa reynslu af sambærilegum ferð- um og hafði um helmingurinn komið þangað áður, einu sinni eða oftar. Almennt gefur fólk sér góð- an tíma til undirbúnings ferðar en nálega helmingur svarenda hóf undirbúning meira en þremur mánuðum fyrir ferð. Flestir afla sér upplýsinga um gönguleiðir, veðurfar og áætl- anir báta en sú upplýsingaveita sem mest er notuð eru fjöl- skylda og vinir. Algengast er að ferð á Horn- strandir standi í 5-10 daga. Flestir eru í gönguferð á eigin vegum eða í skipulagðri gönguferð með fararstjóra. Um fimmtungur hefur bæki- stöð á sama stað í sumarhúsi hjá fjölskyldu eða vinum. Teg- und gistingar endurspeglar tegund ferðar en tæplega helmingur svarenda gisti í tjaldi, tæplega fjórðungur gisti í húsi hjá vinum og ættingjum og um 20% nýttu sér svefn- pokagistingu. Þeir staðir sem flestir heimsækja eru Hornvík, Hesteyri og Sæból og Látrar í Aðalvík. Mest sóttu staðir- nir endurspegla að verulegu leyti náttstaði ferðafélag- anna, staðsetningu sumar- húsa og áfangastaði áætlun- arbáta. Almennt er gott samræmi á milli þeirra væntinga sem fólk hafði fyrir ferðina og þess sem það upplifði í ferð- inni. Langflestir telja að þeir eigi eftir að heimsækja Hornstrandir aftur. Íslenskir ferðamenn í miklum meirihluta Könnun á Hornstrandaferðum 22.PM5 18.4.2017, 11:1110

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.