Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is maður vikunnar Nafn: Þórir Sveinsson. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík, 21.02.1953. Atvinna: Fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar. Fjölskylda: Eiginkonan er Jónína Hjaltadóttir og eig- um við þrjú börn sem heita Unnur Lilja, Auður Sjöfn og Kjartan Trausti. Helstu áhugamál: Sjóstangaveiði og ferðalög á sumr- in og bridge á veturna. Bifreið: Isuzu Trooper árgerð 2000. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Engan sérstakan. Bíllinn verður þó að komast upp Urðarvegsbrekkuna í snjónum á veturna. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Kaupmaður eða bankastjóri. Uppáhalds matur? Steikt rauðspretta og steinbítur. Versti matur sem þú hefur smakkað? Hræringur og plokkfiskur. Uppáhalds drykkur? Eplasafi og bjór. Uppáhalds tónlist? Þjóðlagarokk s.s. hljómsveitin Runrig. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? KR í fótbolta. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir, náttúrulífsmyndir og sögulegar heimildamyndir. Uppáhalds vefsíðan? cabelas.com, jp.dk og knr.gl Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Engin sérstök kemur upp í hugann þessa stundina. Fallegasti staður hérlendis? Lómagnúpur á Suður- landi. Fallegasti staður erlendis? Eyðifirðir suður Gæn- lands á fornum Íslendingaslóðum. Ertu hjátrúarfull(ur)? Nei. Uppáhalds heimilistækið? PC-tölvan. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Fara út á sjó að veiða. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Leti og áhugaleysi á skyldum/starfi sínu. Ég er þannig persóna að ég vil að hlutirnir séu framkvæmdir og ekki þurfi að marg tyggja þá. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Halla mér upp í sófa með dagblað eða tímarit. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já, að sigla um á litlum báti á Karabíska hafinu og eltast við sjaldgæfa fiska. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Um daginn fór ég fram úr vegavinnubíl í Mjóafirði á fullri ferð í rigningu og í ekkert alltof skemmtilegu veðri. Skildi ég ekkert í því að vegavinnubíllinn elti mig með blikkandi ljós. Stuttu seinna varð ég að stoppa bílinn þar sem í ljós kom að sprungið var á afturdekkinu. Strákarnir á vegavinnubílnum vildu ein- ungis vara mig við og hjálpuðu mér svo að skipta um dekkið. Hafið þökk fyrir strákar! Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Ekki breyta neinu sérstöku en loka bæjar- kassanum og senda mannskapin í frí þann daginn. Lífsmottó? Horfa fram á veginn með bjartsýni í huga. Ætlaði að verða kaup- maður eða bankastjóri Sælkerar vikunnar eru Ásta Kristinsdóttir og Friðbert Kristjánsson að Hólum í Dýrafirði Beikonfiskur í ofni Að þessu sinni er fiskur í aðalhlutverki sem er góð til- breyting frá steikum og grilli sumarsins. Reyndar skýtur það svolítið skökku við að boða fiskát og vera kjötframleið- andi en bæði eru mjög góð hráefni úr okkar hreina umhverfi sem óhætt er að mæla með. Mér finnst eiga vel við að bera fiskinn fram með soðnum kartöflum og hrásalati. Friðbert var rokinn út að slá og því fékk hann ekki að vera með á myndinni, í eigin persónu. 2 ýsuflök 1 bréf beikon rasp 1 egg salt 100 g smjörlíki Ýsan er skorin í bita og velt upp úr eggi og raspi. Smyrjið eldfast mót með smjörlíki og raðið bitunum í. Saltið yfir og setjið beikonsneiðar ofan á. Setjið u.þ.b. 100 g af smjörlíki með og bakið í ofni við 150° til 180° hita í u.þ.b. 35 mínútur. Hrásalat ¼ kínakálshaus 1 rauð paprika 1 græn paprika 4 tómatar 1/2 agúrka 1 rauðlaukur Saxið niður eins fínt og hverjum þykir henta og blandið saman í góðri salatskál. Rækjurétturinn hennar mömmu 200 g rækjur 1 bolli soðin hrísgrjón 1 dl rjómi 4 msk majónes 2 tsk karrí 1 dós sveppir Smyrjið eldfast mót með smjörlíki. Setjið hrísgrjónin í botninn og hellið sveppunum yfir ásamt safanum úr dósinni. Dreifið rækjunum yfir. Blandið saman rjóma, majónesi og karrí og hellið yfir. Bakið í ofni við 180° í 30 mínútur. Ber- ið fram með ristuðu brauði. Ég ætla að skora á mágkonu mína, Valdísi Báru Kristjáns- dóttur á Þingeyri, hún kann ýmislegt gott. Jónína Emilsdóttir hverfur frá Ísafirði eftir langt og farsælt skólastarf Tekur við stöðu aðstoðar- skólastjóra í Hamraskóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, sem starfað hefur á mörgum sviðum skólamála á Ísafirði í tæpan aldarfjórðung, hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Hamraskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er því á förum frá Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Jónína hóf kennslu við Gagnfræðaskólann á Ísafirði árið 1980 undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar og starfaði síð- an við Grunnskóla Ísafjarðar eftir að skólar á Ísafirði voru sameinaðir árið 1985. Hún var aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Ísafjarðar frá 1995 til 2000 og segja kunnug- ir að hún hafi ekki átt hvað minnstan þátt í hinum miklu framförum sem urðu í starfi skólans á þeim árum. Fyrir þremur árum réðst Jónína til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og hefur starf- að þar síðan. „Ég fer frá Ísafirði sæl og sátt og þakklát fyrir öll þessi góðu ár. Auðvitað fylgir því söknuður að hverfa úr þessu góða samfélagi en á hinn bóg- inn er það öllum hollt að breyta til“, sagði Jónína þegar blaðið sló á þráðinn til hennar. Jafn- framt bað hún fyrir bestu þakk- ir til alls samstarfsfólksins á Ísafirði á liðnum árum og ára- tugum. Á árunum 1986 til 1993 var Jónína í hálfu starfi á Fræðslu- skrifstofu Vestfjarða á móti hálfu starfi við Grunnskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma stjórn- aði hún meðal annars starfs- leikninámi fyrir leiðbeinendur og kennara á Vestfjörðum, en það ýtti mjög undir að leið- beinendur færu í fjarnám til að afla sér kennsluréttinda. Þess má einnig geta, að Jónína var á sínum tíma fengin til að koma á fót starfsnáms- og mat- artæknibraut við Framhalds- skóla Vestfjarða, eins og Menntaskólinn á Ísafirði hét um skeið. Vegna brottflutningsins hef- ur Jónína beðist lausnar úr um- hverfisnefnd Ísafjarðarbæjar. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku voru henni þökkuð vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ í gegnum árin. – hlynur@bb.isJónína Ólöf Emilsdóttir. Húseignin að Mánagötu 1 á Ísafirði Glerskálinn hverfur senn Götumyndin við Hafnar- strætið á Ísafirði breytist vænt- anlega á haustdögum þegar glerskálinn sem um árabil hef- ur verið framan við hið gamla og gagnmerka hús að Mána- götu 1 verður rifinn. Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á húsinu en þar hafa verið rekn- ir veitingastaðir með ýmsum nöfnum á liðnum áratugum, svo sem Mánakaffi, Hamra- bær, Frábær, Gallery Pizza, Á Eyrinni og síðast Kaffi Ísa- fjörður. Eins og fram hefur komið keypti Guðni G. Jóhannesson á Ísafirði húsið fyrr í sumar til þess að breyta því í íbúðar- húsnæði. Nú þegar er búið að rífa viðbyggingu bak við húsið en þar verður í staðinn byggt stigahús. Glerskálinn verður notaður sem smíðahús meðan unnið er við breytingarnar á húsinu en hverfur síðan. Hús þetta var reist árið 1884 af versluninni Fischer & Falck og var þá og lengi síðan kallað Fischershús. Ísafjarðarkaup- staður eignaðist það árið 1893 og árið eftir var það gert að fyrsta sjúkrahúsi bæjarins. Minna varð þó úr því hlutverki en til stóð því að einungis mun hafa verið lagður þar inn einn utanbæjarmaður um skamman tíma. Almenn sjúkrahús munu líklega vandfundin annars staðar í veröldinni þar sem enginn sjúklingur hefur látist. Hannes Hafstein bjó í Fisc- hershúsi meðan hann var sýslumaður á Ísafirði eða frá 1896 og þangað til hann varð fyrsti íslenski ráðherrann árið 1904 og fluttist til Reykjavík- ur. Síðar átti Jón Auðunn Jóns- son alþingismaður á Ísafirði og niðjar hans húsið í marga áratugi. – hlynur@bb.is Dagar glerskálans við Fischershús eru senn taldir. 33.PM5 18.4.2017, 11:366

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.