Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Page 8

Bæjarins besta - 20.08.2003, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is „Langtímamarkmið að k sér fyrir sem verktaki á svæð – segir Björgmundur Örn Guðmundsson byggingatæknifræðingur úr Önundarfirði, en fyrsta stórverkefnið er bygging einingahúsa í Reykjavík Björgmundur Örn Guðmundsson bygg- ingatæknifræðingur er fæddur og uppalinn á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði, sonur hjónanna Sigríðar Magnúsdóttur og Guðmundar S. Björgmundssonar. Björg- mundur stendur í stórræðum um þessar mundir en ásamt félaga sínum Nebojsa Zastavnikovic frá fyrrum Júgóslavíu hefur hann fengið úthlutað lóðum í hinu nýja hverfi Norðlingaholti í Reykjavík. Þar er ætlun þeirra að byggja einingahús sem þeir flytja inn frá Slóveníu. Björgmundur stend- ur á tímamótum. Hann er farinn að vinna sjálfstætt sem verktaki en m.a. hefur hann með höndum endurbyggingu Mánagötu 1 á Ísafirði. Að loknu skyldunámi nam Björgmundur tréiðn í Mennta- skólanum á Ísafirði, í Iðnskól- anum í Reykjavík og undir handleiðslu Ágústs Gíslasonar hjá verktakafyrirtækinu Ágústi og Flosa á Ísafirði. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti lá leiðin í Tækniháskóla Íslands þar sem Björgmundur lauk bygg- ingatæknifræði. Eftir stuttan stans á vinnumarkaðinum í Reykjavík hélt hann heim á leið á ný ásamt unnustu sinni Guðrúnu Jónínu Guðjónsdótt- ur. Atvinnulífið alls ekki á niðurleið – Nú eru stórir hlutir að gerast hjá þér þegar þú ert farinn að reka sjálfstæða verk- takastarfsemi. Maður hefur frekar orðið var við umræðu um að það sé ekki blómlegasta greinin hér um slóðir í dag en hitt. Hvað segir þú um það? „Nei, þvert á móti er mikið að gerast hérna. Ég finn að það er nóg að gera og mér heyrist það líka á öðrum iðn- aðarmönnum. Að því leyti virðist þetta vera heppilegur tími til að byrja. Hvað sem því líður, þá er alltaf pláss fyrir þá sem nenna að vinna og skila góðu verki. Þetta er töluvert stór markaður þó það sé ekki alltaf haft á orði.“ – Manni hefur kannski frek- ar heyrst að það hafi verið samdráttur á markaðinum en hitt. Er hann kannski að kom- ast í jafnvægi? „Það hefur löngum verið sagt að iðnaðarmenn finni sveiflur í efnahagslífinu fyrst- ir. Á því er engin launung að síðustu árin, og sérstaklega meðan bærinn stóð illa, þá var erfitt hérna á þessu svæði. Eins meðan þessar breytingar áttu sér stað með sameiningu sveit- arfélaga og tilkomu jarðgang- anna. Þá var kannski svolítið los á hlutunum og atvinnu- svæðið að stækka. Ég ímynda mér að einhverjir hafi grætt á því en aðrir tapað. Þetta er bara spurning um hverjir eru fljótastir að laga sig að aðstæðum. Það gerðist margt í einu og það var kannski erfitt fyrir menn, sérstaklega þegar niðursveiflan var sem mest, en ég held að í fyrra og sérstaklega í sumar sé farið að merkja aukinnar fram- kvæmdagleði hjá einstakling- um. Annað sýnilegt merki er að það hafa ekki mörg fyrir- tæki farið á hausinn. Það segir okkur að einhverjir eru að skila hagnaði og nýta hann í að laga til hjá sér, breyta og bæta. Hjá iðnaðarmönnum í dag má merkja að það er uppsveifla eða stöðugleikaástand. Að minnsta kosti er atvinnulífið ekki á niðurleið.“ Heimskur er heimaalinn hundur – Má ekki segja að í kjölfar þessara breytinga séu a.m.k. norðanverðir Vestfirðir orðnir eitt atvinnusvæði hjá iðnaðar- mönnum og verktökum? „Jú, hjá iðnaðarmönnum er þetta orðið eitt svæði. Jafnvel nær það til Hólmavíkur og Stranda líka í stærri verkum. Patreksfjörður og suðursvæð- ið gætu hentað þeim iðnaðar- mönnum sem eru á Þingeyri. Þannig getur norðursvæðið teygt anga sína um alla Vest- firði og hefur verið að gera það. Að sjálfsögðu kemur á móti að Hólmvíkingar og þeir sem búa á suðursvæðinu ættu að geta sótt hingað í stærri verk, þó að maður hafi ekki orðið var við það. Af því að við erum stóri bróðirinn, þá kannski hugsum við um að teygja anga okkar um fjórð- unginn en í rauninni ættu hinir að hugsa þannig líka. Það er enginn munur þar á hvort maður keyrir norður eða suð- ur.“ – Þú flyst aftur vestur með þína konu að loknu námi. „Alveg má segja fyrir tvei- mur árum en maður var fluttur að hálfu nokkru áður. Ég flyt hingað vorið eftir að ég klára byggingatæknifræðina og síðan er konan fyrir sunnan einn vetur í viðbót að klára hjúkrunarfræðina.“ – Þú ert fæddur og uppalinn í Mosvallahreppi hinum forna. „Jú, ég er Önfirðingur. Ég fer í rauninni suður 16 ára gamall og læri húsasmíði. Þá tek ég samninginn hérna fyrir vestan og læri hjá Ágústi og Flosa. Fyrstu sumurin keyrði ég yfir Breiðadalsheiði á hverjum degi, fyrir tíma gang- anna. Í rauninni fann ég virki- lega fyrir muninum þegar göngin komu hvað það var miklu einfaldara að keyra á milli. Áður en þau voru opnuð var maður að skröltast yfir og vissi kannski ekki hvort heiðin var fær eða ekki. Þetta er nátt- úrlega miklu öruggara núna, þó að það sé ekki komin svo mikil reynsla á það ennþá. Veður hafa verið afskaplega mild síðan snjóflóðið féll heima á Flateyri. Maður hefur varla misst dag úr vinnu eftir að aftur var komið vestur.“ – Þú lærir í Iðnskólanum í Reykjavík. Liggur það ekki beint við þar sem segja má að höfuðborgarsvæðið sé höfuð- vígi byggingariðnaðarins á Ís- landi? „Jú, þar er langmest að gera og þar hafa stóru verktakafyr- irtækin aðsetur. Þannig er það ekki spurning að þar er höfuð- vígi byggingariðnaðarins á Ís- landi. Sennilega eru eininga- verksmiðjur eini geirinn sem hefur ekki tilheyrt höfuðborg- arsvæðinu. Þær hafa verið víða um land.“ – Gastu lært eitthvað hérna heima? „Já, ég byrjaði í Mennta- skólanum á Ísafirði og tók bóklega áfanga þar. Þetta var náttúrlega fyrir tíma verk- námshússins. Þannig var ekk- ert annað að gera en að fara suður.“ – Heldurðu að það hafi skipt máli fyrir þig að læra fyrir sunnan í þeirri hringiðu bygg- ingariðnaðarins sem þar er? „Ég held að það hafi ekki skipt miklu máli upp á mennt- unina sem slíka að gera en kannski að einhverju leyti fyrir mig sjálfan. Ekki akkúrat það að vera í Reykjavík, heldur að fara eitthvert annað. Eins og gamla máltækið segir, heimsk- ur er heimaalinn hundur. Þó manni finnist kannski svolítið asnalegt að segja það, þá er það einfaldlega staðreynd, að ef maður fer eitthvert annað um tíma, þá eykur það víðsýni og maður sér nýja hluti. Ég held að allir hafi gott af því. Ekki það að ég vilji segja að fólk eigi að fara að heiman 16 ára gamalt. Ég fann líka að það var töluvert erfitt að fóta sig til að byrja með. En ég held að allir þurfi á því að halda að fá annað sjónarhorn á lífið.“ Kunni ekki neitt en vissi hvar átti að leita – Þú hefur ekki bara verið með hamarinn í hendinni síðan þú komst til baka. „Nei, ég lærði byggingar- tæknifræði og þannig má segja að ég hafi lært frá mér hamar- inn. Fyrst eftir að ég kláraði vann ég á verkfræðistofu í Reykjavík við eftirlit með byggingarframkvæmdum. Vann t.d. mikið fyrir borgar- verkfærðing að eftirliti við byggingu Borgarskóla í Graf- arvogi og breytingar á Folda- skóla í Breiðholti. Síðan þegar ég kem hingað vestur fer ég að starfa hjá Ágústi og Flosa á nýjan leik. Þá tek ég tölvu- músina í hönd og er að vinna þar við kostnaðaráætlanir, að fylgja eftir verkum, við inn- heimtu og fleira sem tilheyrir því. Þá fór ég að vinna með þá menntun sem ég náði mér í.“ – Væntanlega er í mörg horn að líta í rekstri byggingafyrir- tækis. „Ég lærði mjög mikið. Á þeim tveimur árum sem ég starfaði þar eftir útskrift lærði ég sjálfsagt meira en ég lærði í skólanum. Þetta er eins og einn kennarinn sagði: Þið verðið að átta ykkur á því að þið kunnið ekki neitt en vitið hvar á að leita. Það var alveg satt, því maður kunni ekki neitt en vissi hvernig maður átti að vinna og leita að upplýsingum en maður sest ekki niður al- skapaður byggingartækni- fræðingur.“ – Þú hefur líka verið mjög virkur í félagsmálum, bæði hér fyrir vestan og sjálfsagt eins meðan þú varst fyrir sunnan. Þannig hefurðu starfað mikið með Framsóknarflokknum. Myndirðu segja að þú hafir alla tíð verið pólítískur? „Nei, það voru ekki margir mjög pólítískir í kringum mig þegar ég er að alast upp og í sjálfu sér hafði ég aldrei heyrt mikið talað um pólítík. Ég man bara að afi hélt mikið upp á Steingrím Hermanns- son. Þegar kom að því að kjósa í fyrsta skipti fór ég að lesa mér til og Framsóknarflokk- urinn höfðaði mjög sterkt til mín. Auk þess kusu flestir í fjölskyldunni þann flokk og því var ekkert verið að draga úr mér. Þannig passaði það ágætlega. Ég er kominn af miklu fé- lagsmálafólki. Pabbi var t.d. oddviti í 12 ár og sat þar að auki fjölda ára í hreppsnenfnd eins og afi og fleiri í fjölskyld- unni hafa gert. Þannig er það kannski ekki skrítið að maður hafi farið út í félagsmál. En ég veit ekki af hverju ég leitaði út í pólítík frekar en annað, þetta bara gerist. Mér finnst líka gaman að starfa í þessum málum og kynnast fólki alls staðar af landinu. Ég myndi ekki segja að ég hefði gríðar- legan pólítískan metnað held- ur finnst mér skemmtilegt að ræða málin og velta fyrir sér möguleikum – geta kannski haft einhver jákvæð áhrif. Auðvitað hefur þessi þörf fleiri birtingarform og þannig starfaði ég mikið með íþrótta- hreyfingunni. Bæði innan míns ungmennafélags í sveit- inni, Ungmennafélagsins Ön- undar, en eins sótti ég mörg þing Héraðssambands Vestur- Ísfirðinga og síðan kom ég inn í Héraðssamband Vest- firðinga fyrir ári síðan og var þar í eitt ár í stjórn. Núna var ég í undirbúningsnefnd ungl- ingalandsmótsins, sem tókst vel. Þannig hefur maður kom- ið víða við. Ég var til dæmis formaður nemendafélags Tækniháskólans og var einn af stofnendum Jafningja- fræðslunnar. Maður hefur vissa þörf fyrir að hafa áhrif á umhverfi sitt og það birtist víða.“ Meginatriði að fólkið nái saman sem heild – Í þessu umhverfi sem þú ert sprottinn úr í Önundarfirð- inum er jafnvel hægt að segja að þar sé hefð fyrir því að fólk sé fremur virkt í samfélaginu og taki þátt í verkefnum þess. „Já, ég held að það sé stað- reynd. Hjá ungmennafélaginu í sveitinni var sterkt starf hér áður fyrr og eins var mjög öflugt félagsstarf á Flateyri. Þetta hefur einhvern veginn haldið sér. Mér finnst t.d. að þegar atvinnusvæðið stækk- aði, þá hafi fólkið í sveitinni tekið að sér stærra hlutverk. Mamma hefur þannig starfað mikið innan Rauða krossins og pabbi er stjórnarformaður Sparisjóðs Vestfirðinga. Þann- ig má segja að fólk hafi útvíkk- að sig. Þó að félög hafi sam- einast og annað í þeim dúr, þá hefur fólkið haldið áfram að sinna þessum störfum. Ekki „Ég man bara að afi hélt mikið upp á Steingrím Her- mannsson. Þegar kom að því að kjósa í fyrsta skipti fór ég að lesa mér til og Framsóknar- flokkurinn höfðaði mjög sterkt til mín“ dregið sig til baka heldur frek- ar tekið þátt í að sameina félög og efla starfið. Gott dæmi er karlakórinn Ernir. Þar eru mjög margir úr sveitinni. Ég held að það sé alveg rétt að þarna sé að verki þessi þörf, innan samfélagsins sem mað- ur elst upp í, fyrir að hafa jákvæð áhrif. Það má náttúr- lega segja að þetta sé einhverj- um að þakka. Til dæmis Guð- mundi Inga Kristjánssyni, skáldi á Kirkjubóli, sem var mjög virkur á sinni löngu ævi. Hann kenndi nokkrum ættlið- um í sveitinni og er þar af leiðandi fyrirmynd – allt hefur þetta áhrif.“ – Þetta er sterk menning sem fólk byggir á. „Jájá, en þar fyrir utan er þetta líka gaman og það smitar út frá sér. Auðvitað reynir maður frekar að draga sitt 33.PM5 18.4.2017, 11:368

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.