Bæjarins besta - 20.08.2003, Side 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Sakamenn á Alþingi
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
SPURNINGIN
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Alls svöruðu 394.
Já sögðu 261 eða 66%
Nei sögðu 109 eða 28%
Alveg sama sögðu
24 eða 6%
bb.is
Þar sem púlsinn slær...
STAKKUR SKRIFAR
Vilt þú að gerð verði
útisundlaug í
garðinum á
Austurvelli á Ísafirði?Nú kynni einhver að halda að fjalla ætti um störf Alþingis fyrir meira entveimur öldum eða fyrr, þegar sakamenn voru færðir til Þingvalla til þess að
vera dæmdir fyrir afbrot sín. Það er ekki ætlunin hér og nú. Í upphafi 21. aldar
er það hlutverk dómstóla að dæma menn eftir lögum sem Alþingi setur. Þannig
hefur það verið frá því Landsyfirréttur tók til starfa fyrir 202 árum, hinn 10.
ágúst 1801. Þá fluttust dómstörf yfirréttarins og lögþinganna til hans og Al-
þingi starfaði ekki fyrr 1845 á ný er það hafði verið endurreist sem ráðgjafarþing.
Með flutningi dómstarfa Alþingis, sem háð var á Þingvöllum uns það var lagt
af með lögum árið 1800, lagðist þinghald þar af, en það hafði staðið sleitulaust
þar frá stofnun þess 930. Auðvitað gekk oft margt á undir þinghaldinu, en venj-
an var sú að þáttaka sakamanna var bundin við að þeir væru færðir þangað til
þess að hljóta dóma og refsingu, jafnvel líflát, karlar voru hálshöggnir og kon-
um var drekkt. Oftar en ekki létu sakamenn lífið fyrir barneignir með skyldum
og mægðum.
Nú er öldin önnur. Það má með sanni segja. Alþingismaður varð að láta af
þingsetu fyrir fjárdrátt og hefur hann setið í fangelsi og gafst ekki færi á því að
bjóða sig fram á liðnu vori. Hann er söngelskur og hefur farið fyrir svokölluðum
brekkusöng á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árum saman. Hann taldi fangvistina
ekki eiga að koma í veg fyrir það nú. Svo varð ekki og sendi hann yfirvöldum
tóninn með því að kalla dómstóla, ríkissaksóknara, lögreglu, héraðsdóm og
Hæstarétt, að ógleymdri Fangelsismálastofnun, pakk sem vildi koma í veg fyr-
ir að lífið væri skemmtilegt. Þessum fyrrverandi alþingismanni hefur sést yfir
afar mikilvægt atriði, sem er það, að öll þessi yfirvöld starfa samkvæmt lög-
um, sem Alþingi setur. Þeir sem skipa Alþingi eru einmitt kjörnir alþingismenn.
Teljast þeir þá til pakksins sem vill koma í veg fyrir að lífið verði skemmtilegt?
Skipti þá seta þingmannsins, sem nú situr í ríkisfangelsi á Kvíabryggju engu
máli? Það skal tekið fram að hann sat bróðurpartinn af tveimur áratugum á
Alþingi. Almenningur á greinilega erfitt með að gera upp afstöðu sína.
Þjóðhátíðargestir í Vestmannaeyjum fögnuðu dómi alþingismannsins fyrr-
verandi um löglega skipuð yfirvöld á Íslandi mjög. Látum það vera. Hann er
fyrrverandi alþingismaður, sem situr inni til þess að gera upp skuld sína við
samfélagið vegna lögbrota sinna. Og honum til afbötunar má þó segja að hann
lét af þingmennsku þegar ljóst var að hann yrði ákærður og hlaut sinn dóm í
framhaldinu. Það sem sérstaka athygli vekur nú um stundir er staða eins
alþingismanna Frjálslynda flokksins, Gunnars Arnar Örlygssonar, sem nú
afplánar dóm fyrir kvótasvindl og brot á bókhaldslögum. Hvaða skoðun sem
menn kunna að hafa kvótakerfinu þá verður að telja að stjórnmálaflokka og
Alþingi setji heldur niður við að hafa í sínum röðum menn sem telja ekkert
athugavert við að brjóta lög og reyna með brotum á bókhaldslögum að fela
afbrot sín og að því er best verður séð að svíkja tekjur undan skatti. Kannski
eigum við okkar Mogens Glistrup á þingi. Guðjón Arnar Kristjánsson er góð-
ur drengur, en eru félagar hans það allir?
Innritun nemenda
Innritun nemenda fer fram á skrifstofu
skólans að Austurvegi 11, fimmtudaginn
21. ágúst til þriðjudagsins 26. ágúst kl. 12-
17 á virkum dögum.
Innritun í útibúum fer fram í kennsluhús-
næði þeirra: Á Flateyri, mánudaginn 25.
ágúst kl. 16-18, á Suðureyri og Þingeyri
þriðjudaginn 26. ágúst kl. 16-18. Innritun í
Súðavík verður auglýst síðar.
Við innritun þurfa nemendur að greiða
staðfestingargjald og koma með stundatöfl-
ur. Það á einnig við um nemendur, sem inn-
rituðu sig í vor.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í
síma 456 3925.
Allar kennararstöður eru
mannaðar réttindafólki í
Grunnskólanum í Súðavík.
„Ég verð með sama liðið hérna
og í fyrra. Þetta er það sem
alla skólastjóra dreymir um“,
segir Anna Lind Ragnarsdóttir
skólastjóri.
Í Grunnskólanum í Bolung-
arvík átti í síðustu viku ein-
ungis eftir að ráða í eina kenn-
arastöðu en Anna G. Edvards-
dóttir skólastjóri sagði það mál
í farvatninu. „Ráðningar hafa
gengið ágætlega. Hlutfall rétt-
indakennara er á milli 70% og
80% og er heldur að síga upp
á við. Leiðbeinendur við skól-
ann eru smám saman að ljúka
fjarnámi og þannig þokast
hlutfallið nær 80%. Vonandi
verður það 100% að lokum.“
Anna segist fá lítil viðbrögð
réttindafólks við blaðaauglýs-
ingum. „Það eru engir utanað-
komandi að spyrja um kenn-
arastöður nema þá ungt fólk
með stúdentspróf. Þannig
snýst starfið hjá okkur um að
vinna með heimafólki sem er
í réttindanámi. Eina leiðin til
að fá réttindakennara er að
hvetja heimamenn í fjarnám“,
sagði Anna Lind Ragnarsdótt-
ir, skólastjóri.
– kristinn@bb.is
Kennararáðningar í grunnskólum ganga með besta móti
Fullmannað í Súðavík og
því sem næst í Bolungarvík
Punktamót Löggiltra endurskoðenda á Vestfjörðum
Um 40 kylfingar mættu til leiks
Punktamót Löggiltra end-
urskoðenda á Vestfjörðum
var haldið á Syðridalsvelli í
Bolungarvík á sunnudag.
Um 40 kylfingar léku 18 hol-
ur og stóðu þau Benedikt
Guðmundsson frá Golf-
klúbbi Bolungarvíkur og
Ása Grímsdóttir frá Golf-
klúbbi Ísafjarðar uppi sem
sigurvegarar. Í öðru og þriðja
sæti í karlaflokki urðu þeir
Egill Björgvinsson og Weera
Khiansanthia, en báðir leika
fyrir Golfklúbb Bolungarvík-
ur. Í öðru og þriðja sæti í
kvennaflokki urðu þær Mar-
grét Ólafsdóttir (GÍ) og Valdís
Hrólfsdóttir (GBO).
Bjarni Pétursson (GBO) sló
fæst högg á mótinu, alls 77.
Þá fékk Rögnvaldur Magnús-
son (GBO) verðlaun fyrir
lengsta teighögg á 7. braut og
þeir Bjarni Pétursson
(GBO) og Gunnlaugur Jón-
asson (GÍ) fengu nándar-
verðlaun á mótinu. Þá fengu
Tómas Rúnar Sölvason,
Jens Holm og Benedikt
Arnar Bjarnason verðlaun í
skorkortahappdrætti. Lög-
giltir endurskoðendur á
Vestfjörðum gáfu alla vinn-
inga á mótinu.
– halfdan@bb.is
Verðlaunahafar á mótinu. Mynd: Baldur Smári Einarsson.
Fiðrildi frá fjarlægum slóðum sjást á Vestfjörðum
Kóngsvarmi hefur sést í
Bolungarvík og á Þingeyri
Fiðrildið Kóngsvarmi Agr-
ius convolvuli sem lifir aðal-
lega í S-Evrópu, Afríku, Asíu
og Ástralíu hefur sést á Vest-
fjörðum að undanförnu. Nátt-
úrustofu Vestfjarða hafa borist
tilkynningar um fiðrildið bæði
frá Bolungarvík og Þingeyri.
Heimilisfólkið að Aðalstræti
53 á Þingeyri tók eftir þremur
kóngsvörmum í garði sínum í
síðustu viku. Þar sveimuðu
þeir um í kringum blómstrandi
skógartopp en tvo þeirra tókst
að veiða með skordýraháf.
Tveir kóngsvarmar sáust í
garði við Bakkastíg 11 í Bol-
ungarvík. Kóngasvarmar eru
næturdýr og því líklegast að
sjá þá í ljósaskiptum á kvöldin.
Hjá Náttúrustofu Vestfjarða
fengust þær upplýsingar að þó
kónsvarmar búi á fjarlægum
slóðum safnist þeir við og við
í stóra hópa sem leggi þá upp
í langferðir. Þeir hafa mikla
flughæfileika og hafa all oft
komið til Íslands. Vænghaf
þeirra er 11 cm en vængirnir
eru gráir með fíngerðu svörtu
mynstri og afturbolurinn hefur
rauðbleik og svört belti.
– kristinn@bb.is
Kóngsvarmi á Náttúrustofu Vestfjarða.
33.PM5 18.4.2017, 11:3612