Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Kaffi og kökur, listir og leikir Samtal við Sigríði Schram, verðandi forstöðumann Gamla apóteksins Nú hefur gamla apóteks- húsið við Hafnarstræti á Ísafirði hýst kaffi- og menn- ingarhús ungs fólks í næst- um ár. Aldís Sigurðardóttir hefur stýrt starfseminni og virðast menn vera sammála um að henni hafi gengið vel að koma henni af stað og fram á veginn. Það er kann- ski vegna þess hversu mikil vinna hefur farið í starfið að hún hefur nú ákveðið að fá sér aðra vinnu. Menn hafa látið þau orð falla að það sé ekkert skrítið að fólk endist ekki lengi í þessu. Ekki er heldur víst hversu lengi nýráðinn forstöðumaður, Sigríður Schram, verður í starfinu. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem spennandi verk- efni og er ekkert að hugsa um hversu lengi ég verð. Ég lít þó ekki á þetta sem eitt- hvert tíu ára dæmi og ætla mér ekki að gera þetta að ævistarfi. Ég hef samt alltaf haft mikinn áhuga á félags- störfum og hef unnið mikið með unglingum. Þess vegna réð ég mig í þetta starf. Ég vona bara að ég geti haldið áfram því góða verki sem Aldís hefur unnið. Vissulega verða alltaf einhverjar breytingar þegar nýr kall er settur í brúna. Hverjar þær verða er þó ekki orðið ljóst.“ Vildi vinna úti á landi Sigríður er fædd og uppalin í Reykjavík. „Ég gekk í Kennaraháskólann og útskrifaðist þaðan fyrir um sjö árum. Ég og vinkona mín, sem er hjúkrunarfræð- ingur, ákváðum að fara eitt- hvað út á land til að vinna. Ég hafði áður verið fyrir austan, hún hafði unnið á Vesturlandi, okkur fannst Suðurland of nálægt Reykja- vík og við vildum ekki fara til Akureyrar. Þess vegna varð Ísafjörður fyrir valinu. Skömmu áður en við flutt- um hingað bættist sú þriðja við sem einnig er hjúkka. Við komum til bæjarins árið 1994. Ég fór að kenna í Grunnskólanum á Ísafirði en vinkonur mínar fóru á Fjórð- ungssjúkrahúsið. Við vorum reyndar aldrei kallaðar ann- að en hjúkkurnar þrjár. Þær entust í hálft annað ár, önnur þeirra fór reyndar suður með Ísfirðing í eftirdragi en ég fór ekki aftur til Reykjavíkur fyrr en að fullum tveimur árum liðnum.“ Fékk heimþrá í Reykjavík „Ég fór að kenna við Ölduselsskóla. Þar sinnti ég almennri bekkjarkennslu, kenndi myndmennt og vann með unglingunum í félags- starfi. Það var mjög gott að kenna við skólann. Af einhverjum ástæðum fannst mér samt ómögulegt að vera í Reykjavík, þó að hún væri minn heimabær. Mig langaði alltaf aftur til Ísafjarðar. Ætli það hafi ekki verið fólkið hér, umhverfið og bærinn sjálfur sem dró mig hingað aftur.“ Hefur unnið mikið með Þjóðkirkjunni Sigríður hefur unnið nokkuð mikið með Þjóð- kirkjunni að félagsstörfum barna og unglinga. „Ég hef unnið nokkuð í svokölluðu tíu til tólf ára starfi í borg- inni. Einnig var ég með sumarbúðir á Núpi fyrir um það bil einu og hálfu ári og hef unnið talsvert í sumar- búðum KFUK í Vindáshlíð í Kjós. Ég er prestsdóttir. Faðir minn heitir Friðrik Schram og er prestur í Ís- lensku Kristkirkjunni, sem er lútersk fríkirkja og ég hef líka unnið talsvert með unglingum í minni kirkju.“ Skyld Bryndísi Vegna nafnsins liggur beint við að spyrja Sigríði hvort hún sé skyld Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra og fyrrverandi skólameistara Menntaskól- ans á Ísafirði. „Jú, jú. Við erum skyldar í fjórða og fimmta ættlið. Ég hef meira að segja afrekað að hitta hana einu sinni eða tvisvar. Við tilheyrum sömu Schram-ætt.“ Vona að ekki ríki stjórnleysi Nú hefur Sigríður verið ráðin forstöðumaður Gamla apóteksins. Hvernig kom það til? „Hlynur Snorrason sem er í stjórn Gamla apó- teksins á barn í bekknum mínum. Hann hringdi í mig einn daginn og hélt ég fyrst að hann ætlaði að spyrja út í námsárangur barnsins en svo var ekki. Hann sagði mér að þessi staða væri að losna og hvatti mig til að sækja um. Fram að því hafði ég svo sem ekkert hugsað um að sækja um þetta, en eftir samtalið við Hlyn leist mér strax vel á það. Eftir stutta umhugsun og ráðfæringar við vini sótti ég um og var ráðin. Ég byrja þann 1. mars í hlutastarfi. Þá mun ég vinna með Aldísi og koma mér inn í starfið. Eins og kunnugt er hættir hún í byrj- un maí. Ég þarf hins vegar að klára skólann og get ekki byrjað í fullu starfi fyrr en í júní. Þó mun ég sinna for- mennsku í apótekinu í maí en það verður gert í hluta- starfi. Við skulum bara vona að ekki ríki algert stjórnleysi á meðan.“ Mikilvægt að dreifa valdinu „Í grófum dráttum gengur starfið út á að sjá um allan rekstur menningarhússins sem er bæði félagsstarf krakkanna og kaffihúsið. Tilgangur hússins er að krakkarnir finni sér þarna samastað til að sinna áhuga- málum sínum og hitta hvert annað. Þetta er þeirra hús og markmiðið er að starfsemin sé sem mest í þeirra hönd- um. Ef forstöðumanninum tekst að dreifa valdinu eins og hægt er, þá hefur hann unnið vinnuna sína vel. Kaffihúsið er svo auðvitað opið almenningi á daginn. Ég vona að ég fái að komast eitthvað í kaffi- og kökuaf- greiðslu. Síðan taka krakkar- nir við á kvöldin við að selja kaffi.“ TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is F as te ig n vi k un na r Fasteignaviðskipti F as te ig n vi k un na r Einbýlishús / raðhús 4-6 herb. íbúðir 2ja herb. íbúðir Suðureyri Fjarðarstræti 29: 78 m² séríbúð í tvíbýlishúsi ásamt nýlegum geymsluskúr. Verð 3 m.kr. Grundargata 4: 55,3 m² íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 3,6 m.kr. Pólgata 6: 70 m² íbúð á 1. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Áhv. ca. 2,4 m.kr. Verð 3,7 m.kr. Silfurgata 11: 56,2 m² (75m² gólfflötur, mikið rými í risi) Björt og glæsileg íbúð með frábæru útsýni. Ótrúlega hagstæð í rekstri. Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölb.- húsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölbýl- ishúsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Möguleiki að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,5 m.kr. Túngata 21: 84,9 m² íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr. Áhv. ca. 3,7 m.kr. Verð 5,9 m.kr. Grundargata 6: 49,2 m² íbúð á 2. hæð til hægri í fjölbýlishúsi. Tilboð óskast Sundstræti 24: 69 m² skemmtileg og rúmgóð íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi Verð 4,5 m.kr. Túngata 3: 80,7 m² íbúð á 2. hæð ásamt rislofti. Verð 4,5 m.kr. Túngata 12: 62 m² íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. Verð 3,9 m.kr. Túngata 18: 53,4 m² íbúð á jarðhæð í nýlega uppgerðu fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 3,8 m.kr Túngata 18: 53,4 m² íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Hrannargata 2: 164,1 m² verslunarhúsnæði á 1. hæð ásamt kjallara. Verslunarinnréttingar geta fylgt með. Verð 6,3 m.kr. Engjavegur 6: 223 m² ein- býlishús á tveimur hæðum. Getur selst í tvennu lagi, 5 herb. íbúð á e.h. og 4ra herb. íbúð á n.h. Tilboð óskast Hjallavegur 19: 242 m² einb.hús á 2 hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Sér íbúð á n.h. Ýmis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 37: 185,9 m² raðhús á þremur hæðum ásamt bílskúr og einstakl.- íbúð. Sk. á minni eign koma til greina. Verð 10,2 m.kr. Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt grónum garði og eignarlóð Tilboð óskast Miðtún 45: 188,9 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt 31,3 m² bílskúr. Tilboð óskast Seljaland 16: 200,1 m² einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt bílskúr. Sér íbúð á n.h. Verð 11,5 m.kr. Smiðjugata 1 og 1a: glæsi- legt 145,2m² uppgert ein- býlishús á tveimur hæðum og kjallara ásamt 33,6 m² viðbyggingu og glæsilegum garði Tilboð óskast Stakkanes 4: 144 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Stakkanes 16: 226,2 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast Tangagata 21: 85,4 m² lítið einbýlishús, hæð, ris og kjallari. Skoðum öll tilboð en verð er aðeins 4,8 m.kr. Urðarvegur 64: 214 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast Fjarðarstræti 14: 133,4 m² 4ra herbergja íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr, háalofti og hluta kjallara. Tilboð óskast Fjarðarstræti 14: 163 m² falleg 4ra herbergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt geymsluskúr og hluta kjall- ara. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 6,2 m.kr. Pólgata 5a: 127,7 m² 5 herbergja íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt helmingi kjallara. Íbúðin er skemmti- leg og vel staðsett. Verð aðeins 4,5 m.kr. Smiðjugata 7: 96,1 m² 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tilboð óskast Sólgata 5: 102 m² 6 herb. íbúð á tveimur hæðum í norðurenda í tvíb.húsi. Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 5 m.kr Stórholt 13: 123 m² 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Íbúðin er mikið uppgerð. Verð 7,8 m.kr. Sundstræti 22: 196,8 m² ca. 140m² 4-5 herb.íbúð á mið- hæð í tvíb.húsi ásamt 28 m² 3ja herb. íbúðir bílskúr og 3ja herb. sér íbúð í kjallara ca. 60 m². Getur selst saman eða í sitt hvoru lagi. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð á hæð og bílskúr 10,5 m.kr. og á kjallaraíbúð 3,7 m.kr. Eyrargata 6: nýendurbyggt, glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjall- ara. Verð 9,8 m.kr. Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1 10.PM5 19.4.2017, 09:244

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.