Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Page 5

Bæjarins besta - 07.03.2001, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 5 smáar Ekkert trúboð í Gamla apótekinu Þó Sigríður hafi unnið mikið í kristilegu starfi, þá þurfa unglingar ekki að óttast skipulagt trúboð af hennar hálfu. „Við við- höldum að sjálfsögðu kristi- legum gildum eins og gert er í lífinu sjálfu. Þar er ég að tala um samskipti og fram- komu almennt. Ég ætla samt ekki að koma með neinar kristilegar áherslubreytingar inn í Gamla apótekið. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt. Ég hef gaman af því að vinna með unglingum, en þar að auki hef ég mikinn áhuga á kaffi- húsum og hvers kyns matar- og kaffistússi. Þess vegna held ég að starfið muni henta mér ágætlega.“ Vinnueftirlit ríkisins á Vestfjörðum í nýtt húsnæði í Þróunarsetri Vestfjarða Tekur þátt í reynsluverkefni við gerð væntanlegrar Slysaskrár Íslands – starfsmanni bætt við í vor og verkefnin vestra aukin Vinnueftirlit ríkisins á Vest- fjörðum hefur flutt skrifstofu sína úr Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í Þróunarsetur Vest- fjarða við Árnagötu á Ísafirði. Starfsemin mun á næstunni aukast í samræmi við þá stefnu stofnunarinnar að flytja verkefni út á land. Prufu- keyrsla á samræmdu slysa- skráningarkerfi hér á landi (Slysaskrá Íslands) er að hefj- ast og tekur Vinnueftirlitið á Vestfjörðum þátt í þeirri vinnu. Nú eru tveir starfsmenn hjá stofnuninni á Ísafirði en einn bætist við í fullu starfi í vor. Jafnframt flutningnum hef- ur afgreiðslutími á skrifstof- unni verið lengdur og nú er opið frá kl. 8 til 14 alla virka daga. Símanúmerið er nú 450 3080 og bréfasími 450 3085. Júlíus Már Þórarinsson hef- ur verið forstöðumaður Vinnu- eftirlits ríkisins á Vestfjörðum frá miðju sumri 1995. Auk hans starfar Elísabet Pálsdóttir fulltrúi á skrifstofunni á Ísa- firði og hefur verið í hálfu starfi en starfshlutfallið eykst við tilkomu hinnar nýju sam- ræmdu slysaskráningar fyrir landið allt. Þátttakendur í þriggja mánaða prufukeyrslu kerfisins eru Landspítalinn - háskólasjúkrahús, lögreglan, Vinnueftirlit ríkisins og Tryggingamiðstöðin hf. Hjá Vinnueftirliti ríkisins er skrif- stofan á Ísafirði sú fyrsta sem tekur þátt í þessu og annast Elísabet það verk. Ef prufu- tíminn leiðir í ljós að skrán- ingarkerfið reynist eins og ætl- ast er til munu fjölmargir fleiri aðilar koma þar inn. Að sögn Júlíusar og Elísa- betar breytir hið nýja húsnæði miklu fyrir starfsemi og að- stöðu stofnunarinnar á Ísa- firði. Áður var skrifstofan í Stjórnsýsluhúsinu í þröngu sambýli við Siglingastofnun. Nú er húsnæði mun rýmra og auk þess er þar fundasalur þar sem aðstaða er til námskeiða- halds. Námskeið eru veiga- mikill þáttur í starfinu, svo sem fyrir öryggistrúnaðar- menn, stjórnendur vinnuvéla og ýmsa aðra. Starf Vinnueftirlitsins er mjög fjölþætt. „Það verður meira en nóg fyrir okkur að gera þó að nýr maður í fullu starfi bætist við í vor“, segir Júlíus Már. „Þó að menn hafi öðru hverju verið sendir hing- að að sunnan, þá höfum við með engu móti komist yfir allt það sem gera þarf.“ Júlíus nefnir, að á hverju ári þurfi Vinnueftirlitið á Vestfjörðum meðal annars að skoða um 400 fyrirtæki, um 40 gufu- katla, um 30 vöru- og fólks- lyftur og annað eins af bíla- lyftum, auk um 30 bændabýla. Stofnunin gefur út réttinda- skírteini fyrir stjórnendur vinnuvéla, bifreiðastjóra sem flytja hættulegan farm og þá sem meðhöndla sprengiefni. Júlíus segir að kjörorðið sé að veita góða þjónustu. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustustofnun við fyrir- tæki og starfsmenn en viljum sem minnst vera í lögreglu- hlutverki, þrátt fyrir óskoraða lögsögu stofnunarinnar í þeim efnum á ákveðnum sviðum. Markmið Vinnueftirlitsins er fækkun slysa og betri og heilsusamlegri vinnustaðir. Elísabet Pálsdóttir og Júlíus Már Þórarinsson í nýju húsakynnunum. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða vegna áleitni á barn Dæmdur í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi Liðlega hálffimmtugur maður í Ísafjarðarbæ var í síðustu viku dæmdur í Hér- aðsdómi Vestfjarða í fjög- urra mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í þrjú ár, fyrir kynferðislega áleitni við stúlkubarn. Einnig var hann dæmdur til að greiða stúlkunni kr. 200.000 í miskabætur. Auk þess greiði ákærði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun við rannsókn málsins, samtals 250.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, kr. 90.000. Dóm- urinn taldi fært, þrátt fyrir eðli brotsins, með hliðsjón af at- vikum málsins, sakaferli ákærða og því að hann hefur leitað aðstoðar sérfræðings, að skilorðsbinda refsinguna. Sannað þótti að ákærði hefði vorið 1999 leitað á stúlk- una með óviðurkvæmilegum hætti að nóttu til á heimili hennar. Stúlkan var þá kring- um átta ára aldur. Hins vegar taldi dómurinn, að gegn ein- dreginni neitun ákærða hefðu ekki verið færðar nægilegar sönnur á að hann hefði framið tvö önnur svipuð brot gegn stúlkunni á sínu heimili nokkru fyrr, eins og einnig var ákært fyrir. Var ákærði því ekki sakfelldur þá hátt- semi sem honum var gefin að sök í þeim lið ákærunnar. Dómurinn var kveðinn upp af Erlingi Sigtryggssyni dómstjóra og Ólöfu Péturs- dóttur dómstjóra og Valtý Sigurðssyni héraðsdómara sem meðdómendum. Lið Hótels Ísafjarðar sigraði í Spurningakeppni fyrirtækjanna í Útvarpi Apótek á Ísafirði sem lauk í síðustu viku. Hótelfólk bar þá sigurorð af liði meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mjög tvísýnni viðureign. Sigurliðið fékk að launum fagran stein frá Dýrfinnu Torfadóttur – Viskusteininn. Lið Hótels Ísafjarðar skipuðu Sigríður Ó. Krist- jánsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson og Elías Oddsson. Spurningakeppni fyrirtækjanna Hótel Ísafjörður bar sigur úr býtum Hótel Ísafjörður. Óska eftir skerm og svuntu á Brio barnavagn. Aðallit- ur er blár. Upplýsingar í síma 456 3553. Til leigu er húseignin að Hnífsdalsvegi 10. Laus nú þegar. Upplýsingar í síma 456 3541, Til sölu er ódýrt skrifborð með þremur skúffum og yfirhillu. Upplýsingar í síma 456 7561. Til sölu er Toyota Corolla, 4x4, árg. 1998, ekin 41 þús. km. Uppl. í símum 456 3954 eða 450 3215. Markaðsdagur verður haldinn í Grunnskólanum á Ísafirði laugardaginn 10. mars frá kl. 13-16. Þeir sem vilja koma vörum sín- um á framfæri eru beðnir að hafa samband við Gunnu Siggu í símum 456 3571 eða 690 3571. Árgangur ´65! Við erum 20 ára gagnfræðingar í vor. Hittumst á Pizza´67, fimmtudaginn 8. mars kl. 20:30 og ræðum málin. Til sölu er Toyota Tercel, 4x4, árg. 1987, ekinn 138 þús. km. Á sama stað er til sölu W-Max snjósleði árg. 1995, ekinn 2.000 km. Hjálmur, ábreiða og hnakk- töskur og GPS-315 fylgja. Á sama stað er einnig til sölu 14 vetra, fallegur og margverðlaunaður klár- hestur með tölti. Uppl. í síma 895 4115. Óska eftir að kaupa notað píanó. Upplýsingar gefur Margrét í síma 456 5082. Til sölu eða leigu er íbúð að Engjavegi 17. Upplýs- ingar í símum 848 3522 eða 867 0397. Til leigu er 70m² íbúð. Laus 1. apríl. Uppl. í símum 456 4212 eða 893 1769. Til sölu er MMC Lancer, station árg. 1997, ekinn 65 þús. km. Bílalán getur fylgt. Uppl. í símum 456 3979 eða 863 3972. Slysavarnakonur! Hatta- kvöld verður í Sigurðar- búð laugardaginn 17. mars kl. 20:00. Matur og skemmtun. Uppl. í símum 456 4145 og 456 4390. Til sölu er Suzuki Baleno, 4x4, upphækkaður, árg. 1998. Upplýsingar í síma 456 3478 eftir kl. 18. Til leigu er 3ja herb. íbúð í Stórholti á Ísafirði. Laus í lok þessa mánaðar. Upp- lýsingar í símum 861 6778 og 898 3834. Til sölu er húsið að Engja- vegi 24 á Ísafirði. Húsið er 4-5 herb. og 121 m². Góður sólpallur og gróinn garður. Besti staður í bænum. Áhvílandi er 4,5 milljóna kr. húsbréfalán. Getur losnað strax. Uppl. í símum 456 4737 eða 868 6626 (Silla) og 861 8996 (Guð- jón). Til sölu er notaleg 2ja herb. íbúð í hjarta bæjarins á þessu líka fína verði. Mjög hagstæð lán. Laus strax. Upplýsingar gefur Her- mann í síma 456 3179 og 456 4594. Til sölu er Subaru 1800 station árg. 1986 til niður- rifs. Fær ekki skoðun oftar vegna ryðs í undirvagni. Góður bíll að öðru leyti og mjög góð dekk. Uppl. í síma 862 1874. Naglafræðingur verður á Ísafirði dagana 9.-12. mars nk. Pantanir í síma 866 5497. Ertu orðin(n) áskrifandi? Síminn er 456 4560 10.PM5 19.4.2017, 09:245

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.