Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Page 9

Bæjarins besta - 07.03.2001, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 9 dnar um tilvist Guðs anna, og tekið þátt í gleði fólksins og áhyggjum. Þó að þingmaðurinn sé í ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er skylda hans að hlusta á alla, skylda hans að liðsinna öllum sem leita til hans, svo fremi það brjóti ekki gegn sannfæringu hans. Já, það er margt líkt með prestskap og þingmennsku. Umfram allt verður þú að kunna að hlusta. Enda þótt þingmenn sjáist yfirleitt vera að tala, þá hygg ég að þeir hlusti meira en þeir tala. Að minnsta kosti tel ég að svo eigi að vera.“ Hættur í stjórn Byggðastofnunar – Þú varst í stjórn Byggða- stofnunnar en ert nú hættur... „Já, það var ánægjulegt að mörgu leyti að vera í stjórn Byggðastofnunar. En sam- kvæmt siðareglum þingflokks Samfylkingarinnar sitja þing- menn hennar ekki í stjórnum sjóða eða stofnana sem deila út fé. Það er ákveðin hætta á því að menn rugli saman því sem ekki á að rugla saman ef þeir eru bæði þingmenn og stjórnarmenn í bönkum eða sjóðum. En það getur líka haft jákvæðar hliðar. Ég vildi að betur væri búið að Byggðastofnun því að hún á undir högg að sækja. Ég er næsta viss um að Davíð Odds- son hefur verið feginn að Byggðastofnun fór undan hans ráðuneyti yfir í iðnaðar- ráðuneytið. Það þarf miklu meira fjármagn til þessarar stofnunar svo hún geti starfað með líkum hætti eins og til dæmis byggðastofnunin í Noregi. “ Lögin um stjórn fiskveiða – Er landsbyggðin á vetur setjandi, svo að spurt sé eins og oft er rætt um landsbyggð- ina? „Landsbyggðin getur staðið undir sér sjálf. Það geta Vest- firðingar líka. Ég hef starfað með fólki úr næstum því öll- um prestaköllum á Vestfjörð- um og þetta fólk getur mjög auðveldlega lifað hér og dáið án aðstoðar annarra. Hér býr geta, kraftur og þekking til að lifa í magnaðri náttúru and- stæðnanna. Og svo mun alltaf verða. Hins vegar má ekki setja þannig lög og reglur að þau hreinlega hindri dugandi menn í að eiga hér heima. En því miður er slæmt ástandið hvað þetta varðar, sérstaklega lögin um stjórn fiskveiða. Reyndar líka önnur ákvæði og reglur sem lúta að aðstöðu sveitarfélaganna og ýmsu öðru. Sem betur fer eru það ekki aðeins stjórnarand- stöðuþingmenn Vestfjarða sem halda þessu fram. Þing- menn ríkisstjórnarflokkanna gera það líka en þeir mættu vera áhrifameiri í flokkum sín- um. Ég ætla rétt að vona að smá- bátaflotanum verði ekki rúst- að í haust. Það væri enn eitt höggið á landsbyggðina frá ríkisstjórninni. Ég veit að flestir íbúar höfuðborgar- svæðisins vilja hafa góða og blómlega landsbyggð, rétt eins og við viljum hafa góða og blómlega höfuðborg. En því miður hafa einhvers staðar á leiðinni orðið nokkur skil þarna á milli. Í raun ætti að fara fram mjög öflug og kröft- ug þverpólitísk umræða um byggðamál Íslendinga á öllum sviðum.“ Brautryðjendur – Framtíðin ... „Ef þú ert að spyrja um framtíð Vestfjarða, þá tel ég hún geti verið björt. Hér eru ánægjulegir vaxtarbroddar á ferðinni. Það er mjög ánægju- legt að sjá framtak Gunnars Þórðarsonar í sushi-fram- leiðslunni og ekki síður fram- takið hjá Jóa og félögum í 3X-Stál. Þá vona ég að Stebbi Dan fái tækifæri til að gera góða hluti með heilsuræktar- áform sín í barnaskólanum í Reykjanesi. Öll þessi braut- ryðjendavinna hlýtur að vekja von og gleði okkar allra, hvar svo sem við erum í einhverj- um stjórnmálaflokki. Þá eru menn líka byrjaðir að þreifa fyrir sér í þorskeldi, bæði í Tálknafirði og hér á norðursvæðinu. Kræklingur er etinn um allan heim og ég veit að menn eru einnig byrj- aðir á því sviði. Það liggja miklir möguleikar í hvers konar fiskeldi og skeljaeldi. Ég vona bara að eignarhaldið á þessari ónumdu auðlind lendi í sem flestra höndum. Ég vona að heimamenn byggi þetta upp og komi sem mest að þessum málum sjálfir. Fyrst og fremst vona ég að tregða og tortryggni kerfisins drepi þetta ekki í fæðingu. Mig langar líka að minna á að ferðamennskan sem atvinnu- grein gefur næstmestu tekjur- nar í þjóðarbúið. Á því sviði hljótum við að ætla okkur stór- aukinn hlut.“ Börnin og unglingarnir „Já, þú varst að spyrja um framtíðina. Hvað um fram- tíðina, börnin okkar? Hvað vona ég um mín eigin börn og öll önnur börn? Ég vona að þau dafni vel í góðu og reglu- sömu uppeldi, að skólarnir þeirra séu góðir og kennurun- um líði vel í einu mikilvæg- asta starfi þjóðarinnar. Ég vona að samningarnir við þá hafi verið góðir. Skólarnir verða að koma meira inn á listgreinar og heimspeki. Ég tel einnig að kristin gildi eins og kærleikurinn ættu að vera meira í heiðri höfð. Verk- efnið í skólanum á Flateyri er til fyrirmyndar. Við verðum að styrkja börn og unglinga þannig að þau leiðist ekki út í drykkju og aðra vímuefna- neyslu. Besta forvörnin er að þeim líði vel, að þau hafi fast- an grunn í tilveru sinni. Ungl- ingar og börn verða að hafa hlutverk í lífinu, alveg eins og allt annað fólk. Það er okkar að búa svo um að það gangi eftir að þau séu til dæmis ekki verkefnalaus á sumrin eða á öðrum tímum.“ Brennivínið ... Séra Karl er bindindismað- ur á áfengi af lífi og sál. Hann hefur ekki bragðað vín í fimm- tán ár. Einhverjar sögur ganga af því að honum hafi þótt sop- inn nokkuð góður á yngri ár- um. ,,Það klæddi mig ekki.“ Hann heldur áfram að tala um ungdóminn: „Það er mér áhugamál að unglingarnir hafi traustari grunn til að standa á þegar þeir ganga út í lífið svo að þeir leiti ekki í vínið og önnur eiturlyf. Þetta er ein mesta ógn samfélagsins á okkar dögum – brennivíns- dýrkunin, þar sem menn reyna að gera allt fallegt í kringum vínið. Ég nota hvert tækifæri sem ég get til að tala um lífið við unglinga og hvað það er sem skiptir máli, hvað það er sem veitir okkur gleði í tilverunni, hvernig við eigum að vinna á ótta og kvíða og einmana- leika. Unglingur sem útilokast einhvern veginn með slíkar tilfinningar, hann er í mikilli hættu.“ Jafnaðarmaður Sr. Karl fór snemma að taka þátt í pólitík. „Á unglingsár- um mínum voru mótmæla- göngur daglegt brauð. Ég tók þátt í mörgum þeirra. Ég hef alltaf verið félagshyggju- maður og litið svo á að allir þegnar landsins eigi að hafa jafnan rétt og möguleika til að komast áfram í lífinu. Allt frá sextán ára aldri var ég fé- lagi í Alþýðubandalaginu. Ég tók þátt í að stofna Alþýðu- bandalagsfélag Snæfellsness sunnan heiða og var fyrsti for- maður þess. Líka var ég for- maður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Vestfjörð- um. Þaðan kem ég svo til liðs við Samfylkinguna. Hlutverk hennar er að þjappa saman öllum þeim sem aðhyllast fé- lagshyggju, jafnaðarmenn- sku, kvenfrelsi og hvers konar jafnrétti. Ég vona svo sannar- lega að við fáum aukið fylgi í næstu kosningum. Ég vona svo sannarlega að rödd jafn- aðarmennskunnar fá að hljóma á mun öflugri hátt en áður. Enda veitir ekki af í þjóð- félagi okkar þar sem bilið milli fátækra og ríkra breikkar stöð- ugt. Það sem mig langar mest til að gera sem þingmaður er að verða að liði. Vera í góðum tengslum við fólkið. Mig langar til þess.“ Bænheyrð – enda hátt á annað þúsund Þessu spjalli ljúkum við með ánægjulegum sögum úr prestskapnum. Séra Kalli (eins og hann kallar sjálfan sig iðulega) er kímileitur og ísmeygilegur þegar hann segir frá. Hann virðist vera búinn að steingleyma messunni hjá séra Magnúsi. „Á fyrstu skíðavikunni sem var endurvakin á Ísafirði voru veðurhorfur slæmar. Ég átti að vera með messu undir ber- um himni. Ég byrjaði hana undir regnhlíf sem Bjössi Helga hélt á, að mig minnir. Í messunni báðum við um sól- skin og góða daga. Og viti menn: Við vorum bænheyrð enda hátt á annað þúsund manns í messunni. Og skíða- vikan gekk mjög vel.“ Að flýta sér? „Það hefur aðeins einu sinni komið fyrir mig að vera tekinn fyrir of hraðan akstur. Það var á Skutulsfjarðarbrautinni á Ísafirði. Löggan spurði hvort mér lægi mikið á. Ég svaraði: „Ég er að verða of seinn í kistulagningu.“ Þá sagði lögg- an: „Heldurðu kannski að hinn látni sé eitthvað að flýta sér?“ Þetta fannst konunni minn mjög fyndið.“ Húmor Guðs ... „Eitt sinn er ég þjónaði á Bíldudal var björgunarsveitin fengin til að sækja mig til Tálknafjarðar á nýjum og full- komnum björgunarsveitarbíl þeirra Bílddælinga. Mikill snjór var og þeir fóru út úr bílnum til að hleypa lofti úr dekkjum eða læsa drifi. Þá vildi ekki betur til en svo þegar þeir lokuðu bílhurðunum að samlæsingin bilaði og læsti mennina úti. Þeir lentu í góð- um göngutúr eftir hinum lykl- unum og gátu svo sótt prestinn sem sagði þeim að húmor Guðs gæti verið með ólíkindum. 10.PM5 19.4.2017, 09:249

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.