Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 07.03.2001, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 13 Þrátt fyrir kuldann og einangr- unina var þetta áhugaverð ferð – Jakob Tryggvason og félagar eru nýkomnir úr mánaðardvöl í grimmdargaddi í einu af afskekktustu þorpum veraldar Jakob Tryggvason hefur verið þjónustustjóri hjá fyrirtækinu 3X- Stáli á Ísafirði í nokkurn tíma. Í starfi hans felst umsjón með allri þeirri þjónustu sem þarf að veita utan verkstæðis fyrirtækisins. Hann fer til viðskiptavina, hvar sem þeir eru staddir í heiminum, og setur upp búnað frá 3X-Stáli. Vegna þessa starfs hefur hann ferðast töluvert að undanförnu og er nú nýkominn frá Labrador í Kanada þar sem hann var ásamt þeim Stefáni Tryggvasyni, Sigurði Viðarssyni og Örnólfi Örnólfssyni að setja upp búnað í nýja rækjuverksmiðju í bænum Charlottetown. DeHavilland Beaver flugvélin í L´Anse au Clair. Beðið eftir heppilegu veðri til flugs. 3X-Stál hefur að undan- förnu verið að hasla sér völl í öðrum löndum og þá sérstak- lega í Kanada. Fyrirtækið hef- ur verið að bjóða heildarlausn- ir og byggir oft heilu verk- smiðjurnar frá grunni. Þessi verksmiðja í Charlottetown er sú fjórða í Kanada þar sem 3X-Stál kemur við sögu á tveimur árum. „Ég fór í fjórar ferðir fyrir fyrirtækið á síðasta ári, tvær til Kanada, eina til Noregs og eina til Færeyja. Það er ekki annað hægt að segja að mönn- um bregði í brún þegar þeir koma í fyrsta sinn til Labrador. Kuldinn er ólýsanlega mikill enda liggur landið frekar norð- arlega.“ Ekki sannfærandi flugvél Fljúga þarf undarlega leið til að komast í bæinn Char- lottetown. „Fyrst þarf að fljúga til Halifax. Þaðan fara menn svo til St. John á Ný- fundnalandi, síðan til St. Ant- hony og þaðan til Charlotte- town. Við fórum þó ennþá furðulegri leið. Við tókum leiguflug frá Deerlake og ætl- uðum að fara til Labrador en komumst ekki nema til L´An- se au Clair. Veður varð til þess að við urðum að millilenda og gista í þessum franska bæ. Flogið var með hundgam- alli de Havilland Beaver flug- vél árgerð ´56 frá L´Anse au Clair til Charlottetown. Vélin fannst mér ekkert sérstaklega sannfærandi. Kuldinn í henni var líka svo mikill en það góða var að hún var með skíði. Það fannst mér eini kosturinn við vélina.“ Vélsleðir heppileg- ustu fákarnir Bærinn Charlottetown er mjög afskekktur. „Samgöngur á Vestfjörðum eru alger hátíð miðað við það sem tíðkast á Labrador. Enginn vegur liggur til bæjarins og höfnin lokast vegna ísa yfir vetrartímann. Eina leiðin til að komast til bæjarins er með flugvél eða vélsleða. Þrátt fyrir að enginn vegur liggi til bæjarins eiga íbúar hans samt nokkra bíla. Þá nota þeir eingöngu til að keyra á milli húsa í bænum á sumrin en hver maður á þar að auki að minnsta kosti einn og allt upp í þrjá vélsleða. Það leikur líka enginn vafi á því að þeir eru heppilegustu reiðfákarnir á þessum slóðum.“ Verksmiðjan mun gjörbylta bænum „Þegar til bæjarins var kom- ið, var um að gera að hefjast handa. Til stóð að setja upp allan þann vélbúnað sem 3X- Sál seldi til verksmiðjunnar. Mikill fjöldi iðnaðarmanna alls staðar að var í bænum. Húsið sem verksmiðjan er í er alveg nýtt. Að flatarmáli er það töluvert stærra en Bása- fellshúsið á Ísafirði. Til stend- ur að vinna þarna á vöktum í 20 tíma á sólahring. Ekki búa nema um 300 manns í bænum. Talið er að um 90 manns eigi eftir að vinna í verksmiðjunni. Þar að auki þarf að þjónusta þá starfs- menn á ýmsan máta og þannig skapast enn fleiri störf. Þess vegna er ljóst að þessi verk- smiðja á eftir að gjörbylta bænum. Auk þess að veita geta fengið sé helstu nauð- synjar. Ekki gafst mikill tími til að skoða sig um enda lá mikið á að koma verksmiðj- unni í starfhæft form hið fyrsta. Það eina sem við gerðum okkur til skemmtunar var að prufa einu sinni að veiða fisk í gegnum ísvök. Maðurinn sem við bjuggum hjá vinnur ekki neitt á veturna og stundar því þessar veiðar af hörku og fengum við að koma með honum einu sinni.“ Allir í vinnuna á einum vélsleða Kuldinn var meiri en menn eiga að venjast á Íslandi. „Þegar logn var og heiðskírt var 35 stiga frost. Samt snjóaði ekki mikið. Við vorum þarna úti í mánuð og ekki snjóaði nema í tvo daga. Þá var líka blindbylur. Ekki var nema tíu mínútna gangur frá heimili okkar að vinnustaðnum. Þrátt fyrir það var ansi kalt að ganga í vinn- una. Það er mjög erfitt að þurfa að labba oft á dag í svona miklum kulda. Þess vegna redduðum við okkur vélsleða og það munaði miklu. Við festum forláta sleða aftan í fákinn og gátum því farið allir í vinnuna á einum vélsleða. Þrátt fyrir kuldann og ein- angrunina var þetta áhugavert ævintýri. Það er ómögulegt að segja hvenær ég verð næst sendur í svona ferð. Það gæti gerst á morgun en það gætu líka liðið nokkrir mánuðir“, segir Jakob Tryggvason. Jakob og Stefán Tryggvasynir ásamt Önrólfi Örnólfssyni á göngu í L´Anse au Clair. Þetta var fyrsti dagur þeirra í Kan- ada og eins og sjá má var þeim skítkalt. íbúum hans vinnu má búast við því að fjöldi manns eigi eftir að flytja í bæinn þegar verksmiðjan tekur til starfa. Það er sorglegt að segja frá því, en síðan þorskurinn hvarf á þessum slóðum hafa íbúar Charlottetown verið að gera mest lítið. Flestir þeirra hafa lítið sem ekkert unnið og lifað af bótum frá ríkinu.“ Verksmiðjan lokast líklega í nokkra mánuði á ári Eins og áður segir lokast höfnin yfir hörðustu vetrar- mánuðina. „Þess vegna held ég að verksmiðjan muni lokast í nokkra mánuði á ári. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að reka verksmiðju ef ekkert er hráefnið. Ég veit ekki alveg hvernig menn ætla að geta rekið svona apparat ef það þarf að loka því í fleiri mánuði. Samt virð- ast Kanadamenn alveg vita hvað þeir eru að gera. Þeir eru ekki eins og við Íslendingar. Ef einhver vinnsla skilar ekki hagnaði, þá er henni umsvifa- laust hætt. Ekki er reynt að teygja lopann til hins ýtrasta eins og oft er gert hérna á Íslandi.“ Veiddu í gegnum vök Íbúar Charlottetown eru mjög trúaðir. „Það eru sex mismunandi trúarreglur í bænum. Það er mjög mikið, sé hugsað til þess að íbúarnir eru ekki nema um 300. Aka þurfti í 40 mínútur á vélsleða til næsta bæjar til að Gististaður félaganna í Charlottetown. 10.PM5 19.4.2017, 09:2413

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.