Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 07.03.2001, Qupperneq 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Vesturfrakt og Flytjandi gera samstarfssamning „Eimskip er ekki að gleypa okkur “ – segir Hafþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Vesturfrakt ehf. á Ísafirði og Flytjandi (Eimskip) skrif- uðu í síðustu viku undir samn- ing um samstarf fyrirtækjanna í vöruflutningum milli Ísa- fjarðar og Reykjavíkur. Fyrir- tækin hafa bæði verið með flutningabíla í ferðum og verið með afgreiðslur hvort á sínum stað á Ísafirði. Að sögn Haf- þórs Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Vesturfrakt, er tilgangurinn með samstarf- inu að hagræða í rekstrinum og ná betri nýtingu á bílakost- inum. Fljótlega verður af- greiðslunni hjá Vesturfrakt við Árnagötu á Ísafirði lokað og allar vörur látnar fara í gegn- um afgreiðsluna í Eyrarskála. „Því fer fjarri að Eimskip sé að gleypa okkur, eins og maður hefur heyrt fólk vera að tala um. Flytjandi eða Eim- skip er ekki að kaupa eitt eða neitt í Vesturfrakt heldur er hér einfaldlega um samstarf tveggja fyrirtækja að ræða. Við gerðum samning um að sjá um akstur fyrir þá en vænt- anlega verða þeir með ein- hverja bíla í flutningum líka. Við höfum verið með þrjá bíla og verðum það áfram en nýt- ingin á þeim verður betri. Við hjá Vesturfrakt vonum að þessar breytingar verði ein- ungis til þess að við getum þjónað viðskiptavinum okkar ennþá betur en áður“, segir Höfuðstöðvar Vesturfrakts ehf. á Ísafirði. Hafþór Halldórsson. „Það verður líka til hag- ræðis hjá okkur að þurfa ekki að vera með sérstaka afgreið- slu hérna á Ísafirði. Hún verð- ur hins vegar opin eitthvað áfram því að það tekur tíma að koma þessum breytingum í framkvæmd. Með vorinu hættum við líka að vera með afgreiðslu hjá Aðalflutningum í Reykjavík en verðum í stað- inn í Vöruflutningamiðstöð- inni eins og Flytjandi“, segir Hafþór Halldórsson hjá Vest- urfrakt ehf. Norska unglingameistaramótið í skíðagöngu Glæsilegur árangur Ólafs Th. og Jakobs – besti árangur Íslendinga síðan Daníel Jakobsson var að keppa Ólafur Th. Árnason og Jakob Einar Jakobsson frá Ísafirði kepptu í 10 km göngu með frjálsri aðferð á norska unglingameistara- mótinu á laugardag. Báðir náðu þeir glæsilegum ár- angri. Ólafur varð í 36. sæti af 160 keppendum í flokki 18- 19 ára, aðeins 2.12 mín. á eftir sigurvegaranum sem varð heimsmeistari unglinga í Pól- landi í síðasta mánuði. Jakob varð í 20. sæti af 110 kepp- endum í flokki 17 ára. Óhætt er að fullyrða að þessi árangur er sá besti hjá Íslendingum í skíðagöngu síðan Ísfirðingurinn Daníel Jakobsson tók þátt í keppni. Sjómannadagurinn á Ísafirði Ólafur Ragnar heiðursgestur Heiðursgestur sjómanna- dagsins á Ísafirði í ár verður Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands. Forsetinn hyggst koma vestur að morgni sjó- mannadags og flytja predikun í sjómannamessu kl. 11 í Ísa- fjarðarkirkju. Eftir hádegi ætl- ar hann meðal annars að heim- sækja Hnífsdal og vera við kaffisölu. Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur hefur sett fram þá hugmynd af þessu tilefni, að haldin verði ein sameigin- leg sjómannamessa fyrir báð- ar sóknir prestakallsins, Hnífsdal og Ísafjörð. Þá yrði hin venjulega morgunmessa í Hnífsdal felld niður enda megi búast við því, að margir sem þar væri myndu hvort eð er fara inn á Ísafjörð til að hlýða á forsetann. Eftir sem áður yrði gengið frá Hnífsdalskap- ellu kl. 10 með blómsveig út í kirkjugarð og hann lagður við minnismerki sjómanna. Undirbúningur Skíðaviku Ísfirðinga kominn á skrið Hátíðin verði eins vegleg og unnt er Skipuð hefur verið undir- búningsnefnd Skíðaviku Ísfirðinga 2001. Í nefndinni eru þau Rúnar Óli Karlsson, Katrín Skúladóttir og Krist- rún Birgisdóttir. Nefndinni er ætlað að undirbúa hátíðina, gera hana eins veglega og unnt er og virkja sem flesta til þátttöku. „Ísafjarðarbær er mikill menningarbær og getur því boðið upp á víðtæka menn- ingarveislu eins og Skíða- vikuna. Þar blandast saman „hámenning” og afþreying ásamt ærslum og íþrótta- mótum“, segir í tilkynningu. 10.PM5 19.4.2017, 09:2416

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.