Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Side 1

Bæjarins besta - 22.08.2001, Side 1
Syngur hlutverk Næturdrottningar- innar í Töfraflautunni – sjá viðtal í miðopnu við Sigrúnu Pálmadóttur óperusöngkonu úr Bolungarvík sem ráðin hefur verið að Óperuhúsinu í Bonn í Þýskalandi Miðvikudagur 22. ágúst 2001 • 34. tbl. • 18. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Hraðfrystihúsið–Gunnvör hf. Tapaði 178 milljónum fyrstu sex mánuðina Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf var rekið með 178 milljóna króna tapi á fyrstu sex mán- uðum ársins 2001 samanborið við 41 milljóna króna hagnað árið áður. Félagið segir skýr- inguna á þessum viðsnúningi þá að gengistap á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 var 529 milljónir króna samanborið við 64 milljónir króna gengis- tap árið áður. Gert er ráð fyrir því að afkoma félagsins á síð- ari hluta ársins verði betri en á þeim fyrri að því gefnu að gengi íslensku krónunnar verði stöðugt. Félagið segir í tilkynningu að bolfiskveiðar og vinnsla hafi gengið vel á tímabilinu sem og útgerð frystiskips fé- lagsins þrátt fyrir frátafir frá veiðum vegna sex vikna verk- falls sjómanna í apríl og maí. Útgerð rækjuveiðskipa fé- lagsins var rekin með nokkr- um halla á tímabilinu. Þá segir félagið að rekstur félagsins fyrir afskriftir og fjármagnslið hafi gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir og sé megin skýring þess að við veikingu íslensku krónunnar hafi tekjur félagsins aukist. Hagnaður fyrir afskriftir var 419 milljónir eða 30,8% af rekstrartekjum. Rekstrartekj- ur félagsins voru 1.356 millj- ónir krónur samanborið við 1.353 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld námu 937 milljónum króna en voru 1.039 milljónir króna árið áð- ur sem er lækkun um 10%. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir var 419 milljónir króna eða 30,8% af rekstrartekjum samanborið við 314 milljónir króna árið áður eða 23,2% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 257 milljónir króna á tímabilinu sem er 19% af rekstrartekjum, samanborið við 200 milljónir króna árið áður sem er 15% af rekstrartekjum. Heildareignir félagsins voru 5.388 milljónir króna í lok júní og eigið fé var 838 milljónir króna. Eiginfjár- hlutfall hefur lækkað úr 20,6% í 15,5% á tímabilinu janúar til júní. 34.PM5 19.4.2017, 09:401

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.