Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Síða 12

Bæjarins besta - 22.08.2001, Síða 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Steinþór Bjarnason, tölvu- fræðingur hjá alþjóðlega stór- fyrirtækinu Cisco Systems með aðsetur í Noregi, var val- inn úr liðlega hundrað manna hópi sem tæknimaður ársins hjá Cisco Systems í norðan- verðri Evrópu. Áður var hann valinn tæknimaður ársins í Noregi. Þetta er mikil viður- kenning, ekki síst í ljósi þess að hjá Cisco er í gildi það boðorð að ráða einungis „topp tíu“ til starfa, þ.e. starfsmenn sem eru í hópi bestu tíu prós- entanna. Hér var því verið að velja þann besta úr hópi hinna bestu. Útnefningin var tilkynnt á árlegum fundi tæknimanna og sölumanna Cisco Systems í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, sem haldinn var í París í síðustu viku. Á þeim fundum er fastur liður að út- nefna þá sem eru taldir hafa staðið sig best í starfi hjá fyrir- tækinu á liðnu ári. Cisco Syst- ems starfar um allan heim og starfsmennirnir munu vera um 40 þúsund. Meðal þess sem Steinþór hefur á sinni könnu í Noregi eru samskipti við Ísland. Af háskólasjúkrahús, sem hafa ákveðið að taka upp nýja símatækni frá Cisco (Call- Manager IP-símakerfi). „Það kom í minn hlut að sjá um tæknilegu hliðina í þeim samningum og sannfæra þá um að tæknin hjá okkur er fullkomlega áreiðanleg“, sagði Steinþór þegar BB hringdi í hann út til Parísar. Steinþór er 35 ára að aldri, ættaður úr Aðalvík og af Ströndum og úr Ísafjarðar- djúpi. Hann er fæddur í Bol- ungarvík en fluttist með fjöl- skyldu sinni fimm ára gamall til Ísafjarðar og ólst þar upp. Hann gekk í Iðnskóla Ísafjarð- ar og lauk honum á mettíma og fékk síðan inngöngu í Há- skóla Íslands 18 ára gamall þar sem hann lagði stund á tölvufræði. Á sínum tíma starfaði Steinþór sem tölvu- fræðingur hjá Íslandsbanka en hefur verið búsettur í Noregi í sex og hálft ár. Lengst af starf- aði hann þar hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í bankakerfum en síðasta eitt og hálft árið hefur hann unnið hjá Cisco. Eigin- kona Steinþórs er Kristín Páls- dóttir úr Grundarfirði. nýjum viðskiptavinum Cisco á Íslandi má nefna Hitaveitu Suðurnesja og Landspítala- Steinþór Bjarnason. Tæknimaður ársins hjá Cisco Systems Vestfirskum tölvufræðingi, Steinþóri Bjarnasyni, hlotnast mikil viðurkenning Mikil og góð loðna á Halamiðum en bannað að veiða hana Frátekin fyrir hvalinn og selinn – enginn þorskur eða annar botnfiskur virðist fylgja loðnunni Loðnuveiðibann er í gildi til 15. september. Sjómenn hafa orðið varir við geysimik- ið af mjög góðri loðnu á Hala- miðum út af Vestfjörðum þar sem miklar vöður af hval og sel eru að éta hana upp. Aftur á móti virðist enginn þorskur fylgja loðnunni. „Núna í loðnustoppinu erum við að bræða rækjuskel og fiskúr- gang og slíkt en vonandi finnst einhver loðna fljótlega eftir 15. september“, segir Einar Jónatansson, framkvæmda- stjóri fiskimjölsverksmiðj- unnar Gnár í Bolungarvík. Í fréttum RÚV sagði Run- ólfur Guðmundsson skipstjóri á Hring SH að hann hefði al- drei séð eins mikið af loðnu á þessum slóðum. Þar væri einnig haus við haus af sel og vöður af hnúfubak og fleiri hvalategundum. Í Þverál voru torfur af háhyrningi og taldi Runólfur að hann væri þar að éta síld. Hann sagði að hvergi væri þorsk eða annan botnfisk að finna. Um þessar mundir er Magnús Sigurjónsson múrarameistari að gera við múrklæðningu á húsinu við Hafnargötu 108 í Bol- ungarvík. Húsið gengur undir nafninu Steinhúsið enda fyrsta steypta húsið í Víkinni samkvæmt heimildum blaðsins. Kristján Halldórsson byggði þetta hús árið 1907 en það hefur nú staðið autt á annan tug ára. Til stóð að rífa húsið en kaupandi kom til skjalanna og lík- lega verður það tilbúið að utan nú í haust. Á mynd- inni er Magnús að klína viðeigandi efni meðfram dyrum sem nú eru hátt á vegg því að tröppurnar eru horfnar. Steinhúsið í Bolungarvík gert upp Flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF SYN, stóð Aðalvík SH 443 frá Ólafsvík að meint- um ólöglegum veiðum á Vest- fjarðamiðum á mánudag. Skipinu var stefnt til hafnar á Þingeyri þar sem lögreglan frá Ísafirði tók á móti því. Rannsókn málsins var í höndum sýslumannsins á Ísa- firði. Hann vildi ekkert tjá sig um málavexti áður en blaðið fór í vinnslu. Gæslan færði skip til hafnar Þingeyri 34.PM5 19.4.2017, 09:4012

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.