Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 19
6. gr. í öllum löndum, þar með og nýlendunum, er
nauðsynlegt að skipuleggja vandlega breytingu fram-
leiðslunnar frá stríSsframleiðslunni, til hinnar venju-
legu og tryggja það, að allir, sem losna úr herþjón-
ustu, stríðsfangar og hernumdir verkamenn, verði settir
í starf.
7. gr. Heimsráðstefnan krefst þess af öllum ríkis-
stjórnum, að þær komi á fót stofnun, með aöstoð og
undir eftirliti verkalýðssamtakanna, sem annist þessa
umskipulagningu framleiðslunnar. — Strangt eftirlit
þarf að vera með vöruveröi, til að hindra okur, og
koma í veg fyrir að gróðabrall geti komið af stað
hruni, Iíkt og átti sér stað í lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar.
11. gr. Ríkisstj órnir verða, án undanbragða, að við-
urkenna þá skyldu sína að tryggja öllum vinnufærum
atvinnu með viðhlítandi kjörum. Þær verða þegar í
stað að grípa til ráöstafana er tryggja framgang þess-
arar kröfu.
Jafnhliöa verður að sjá til þess að kaupgeta verka-
lýðsins, sem er meginþorri allra neytenda, vaxi í sam-
ræmi við aukningu framleiðslunnar.
13. gr. Heimsráðstefnan vill taka það fram, að hún
telur aukna framleiðslu fyllilega réttlæta, og beinlínis
krefjast aukinna frístunda fyrir vinnandi fólk.
Þar af leiöir, að hraða verður framkvæmd 40 stunda
vinnuvikunnar, sem hámarksvinnutíma, án skerðingar
á kaupi.
Þessi krafa er á engan hátt fram sett til að draga úr
styttri vinnuviku, þar sem þróun framleiðslunnar er
komin á það stig að styttri vinnuvika er æskileg eða
jafnvel nauðsynleg. Hverjum verkamanni ber að tryggja
að minnsta kosti 2ja vikna frí með fullu kaupi, á ári
hverju, og fyrir þá er ekki vinna að staöaldri, frítíma
í samræmi við þann tíma. Allir almennir helgidagar
greiðist með fullu kaupi.
14. gr. Þjóðfélagstryggingar eru einn af þýðingar-
mestu hornsteinum hvers menningarþjóðfélags. Hversu
vel, sem þjóðarbúskapnum er háttað, verða alltaf til
einstaklingar, sem ekki eru færir um að sjá sér far-
borða með vinnu sinni. Það er því nauösynlegt, að
hvert ríki komi sér upp fullkomnu tryggingarkerfi, sem
tryggi hverjum þjóðfélagsþegn framfærslu, ef þeir eru
ekki færir um það sjálfir vegna atvinnuleysis, sjúk-
dóma slysa, elli eða örorku, þeim að kostnaðarlausu.
Setja þarf lög um heilsuvernd og vinnuöryggi, og verð-
ur hver ríkisstjórn að telja það skyldu sína að sjá svo
um, að heilbrigði fari vaxandi og slysum fækki. Komið
verði á fót ókeypis heilsu- og hressingarhælum.
Ein af höfuðskyldum hverrar ríkisstjórnar er að sjá
urn heilbrigt uppeldi barna með stofnun barnahæla,
vöggustofa og annarra slíkra stofnana.
VINNAN
Nokkrir úr Sovétsendinefndinni.
73