Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Page 23

Vinnan - 01.05.1945, Page 23
Mánudaginn næsta á eftir hófust svo fundir nefndar- innar. Endanleg skipun hennar var þannig: Sovétríkin................ 3 fulltrúa Bandaríkin ............... 3 — Stóra-Bretland ........... 3 Frakkland ................ 3 -— Astralía, Kanada, Indland, Nýja-Sjáland og Suður- Afríka einn fulltrúa hvert. Miöjaðarhafslönd Breta 1 fulltrúa. Karabisku löndin og Afríkulönd Breta sinn fulltrúan hvor um sig. Kúba, Kólumbía, Uraguay, Belgía, Búlgaría, Kína, Tékkóslóvakía, Finnland, Island, írland, Ítalía, Holland, Noregur, Spánn, Svíþjóð, Júgóslavía sinn fulltrúann hvert. I. F. T. U., Fagsamböndin, C. T. A. L. og I. C. C. T. U. (Alþjóðasamband Kristilegra verkalýðsfélaga) sinn fulltrúann hvert. Auk þess fá sæti, Danmörk, (átti engan fulltrúa á ráðst.), Pólland, þegar samkomulag er fengið á grundvelli Krímráðstefnunnar, og Rúmenía (þegar sannað er fyrir nefndinni, að þar starfi frjáls verkalýðshreyfing, en þessa dagana, sem málið var til umræðu hjá nefndinni voru óeirðir í Rúmeníu og erfitt að átta sig á hlutunum þar í landi, en mun nú eflaust vera búið að taka fulltrúann þaðan í nefndina). Isaak’s var kosinn forseti nefndarinnar og tók hún til starfa við að ganga frá ályktunum Heimsráðstefnunnar. I lok þeirra umræðna báru þeir, Kusnetsov, Hill- mann, Poledano, Sillant og Citrine fram eftirfarandi tillögu: 1. Þegar lokið er umræðum um hinar 4 ályktanir Heimsráðstefnunnar, samþykkir nefndin að kjósa 13 manna stjórnarnefnd skipaða eins og hér segir: Frá Frakklandi.......... 2 menn — Bretlandi .......... 2 -—- •— Sovétríkjunum .... 2 — ■—■ Bandaríkjunum .... 2 — — Kína................ 1 — —■ Suður-Ameríku .... 2 — — I. F. T. U.......... 1 — ■— Fagsamböndum .... 1 — 2. Stjórnarnefndin kýs sér sjálf formann, en Saillant verður ritari hennar. 3. Stjórnarnefndin kýs undirnefnd til að vinna með ritaranum, eftir þörfum. 4. Aðalstöðvar stjórnarnefndarinnar verði skrifstof- ur frönsku verkal.samb. í París. 5. Stjórnarnefndin kemur saman þegar að loknum fundum aðalnefndarinnar. 6. Næsti fundur stjórnarnefndarinnar, þar eftir verði haldinn í Washington, eða þar annars staðar er henta þykir, í aprílmánuði. 7. Franska verkalýðssambandið leggur út allan rekst- urskostnað stj órnarnefndarinnar, en síðar verður hon- um skipt jafnt á þau samtök, er fulltrúa eiga í stjórnar- nefndinni. — Ferðakostnaður stj órnarnefndarmanna og undirnefnda greiðist af þeim samtökum, sem þeir eru meðlimir í. 8. 011 nefndin komi saman í París í september 1945. Viku síðar komi þar saman Heimsráðstefna, stofnþing Alþ j óðsambandsins. Eftir nokkrar umræður var þessi tillaga samþykkt samhljóða. I stjórnarnefndina vöru kosnir: Saillant, Franchon, Edvard’s, Citrine, Kusnetsov, Toledano og Kusnetsov VINNAN 77

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.