Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Síða 25

Vinnan - 01.05.1945, Síða 25
að gefast upp skilyrðislaust og lýkur styrjöldinni við Þýzkaland. 1 Austurheimi munu lönd þau, sem eiga í ófriði við Japan, einnig eiga vísan lokasigur. Lönd þessi munu halda áfram sókn sinni af sama móði og áður, unz Japan neyðist til að ganga að skilyrðislausri uppgjöf. Vér heitum á alla félagsbundna verkamenn, sem full- trúa eiga á ráðstefnu vorri, að láta einskis ófreistað til að sjá herjunum fyrir nauðsynjunr sínum, og ýta undir ósveigj anlega ætlun hinna sameinuðu þjóða um að sigra fasismann í þessari styrjöld, og vér erum þess fullvissir, að hollusta verkamanna við hugsjónir frels- isins og lýðræðisins, sem hafa einkennt öll störf þeirra í þágu styrjaldarinnar, muni framvegis hvetja þá til að leggja á sig þær fórnir, sem ekki verður hjá komizt til að vinna lokasigur, er skapa mun varanlegan frið. Heimsráðstefna vor vill stuðla að því, að stund sig- ursins megi renna upp sem skjótast og hefur því hvatt til þess, að nauðsynleg hjálp verði veitt til að útbúa heri í þeirn löndum, sem leyst eru úr ánauð, sérstaklega í Frakklandi og Ítalíu, svo að þessi lönd eigi einnig kost á að taka fullan þátt í styrjaldarrekstrinum. Ráð- stefna vor hvatti sömuleiðis þjóðir í löndum þeim, sem eiga í styrjöld við Japan, til að veita hinni hugrökku kínversku þjóð þá hjálp er þær mega varðandi hergögn og skotfæri, til að styrkja baráttu hennar gegn hinum japönsku innrásarfjendum. Vér krefjumst þess, að í löndum þeim og héruðum, sem leyst verða úr ánauð, verði fylgt slíkri stj órnarstefnu, er tryggi fullan stuðn- ing allrar alþýðu í styrjaldarrekstrinum. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að gera eftirfarandi ráðstafanir: a) að korna þegar á málfrelsi, ritfrelsi, fundafrelsi, trúfrelsi, stjórnmálafrelsi og frelsi til að stofna verkalýðsfélög; b) að mynda ríkisstjórnir, sem njóta stuðnings þjóð- arinnar; c) að sjá fyrir vistum, matvælum og hráefnum handa þjóðinni, svo að hægt sé að fullu að hagnýta mannafla og framleiðslumátt þessara héraða. Ráðstefna vor var einhuga sammála ákvörðun hinna þriggja sameinuðu stórvelda Krímskaga-ráðstefnunnar um að uppræta hernaðarstefnu Þýzkalands og nazism- ann og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að stríðsglæpamenn og aðrir er reynzt hafa sekir þjóð- níðingar, verði ábyrgir gerða sinna og hljóti harða refsingu; að Þýzkaland verði afvopnað og allur her- styrkur þess gerður óvígfær; að þýzka herforingjaráð- ið verði leyst upp fyrir fullt og allt; að allur herbún- aður Þýzkalands verði afmáður og að engu ger; og að Randamenn hafi eftirlit með öllum þýzkurn iðnaði, sem nota má í hernaðarþarfir. Ráðstefna vor samþykkti einnig ákvörðun Krímskaga-ráðstefnunnar um að gera slíkar ráðstafanir, er tryggi fullar bætur frá Þýzka- landi fyrir það tjón, er það hefur valdið í löndum Bandamanna, en þau lönd gangi fyrst fyrir um skaða- bætur, er orðið hafa fyrir þyngstum húsifjum. Verkalýðsfélög þeirra landa, sem eiga í styrjöld við Japan, staðfesta þá skoðun sína, að ofantaldar megin- reglur skuli einnig eiga við Japan, en að keisari Japana skuli gerður ábyrgur um hermdarverk japanskrar hern- aðarstefnu, að í stað japanska keisaraveldisins verði mynduð lýðræðisstjórn í Japan og að Kairo-yfirlýsing- in verði framkvæmd afdráttarlaust, að því er varðar lönd þau, er Japanar hafa sölsað undir sig í herför sinni. Heimsráðstefna vor lýsti því hátíðlega yfir, að allar þjóðir jarðarinnar, sem frelsinu unna, skyldu aðeins styðja og viðurkenna þær ríkistjórnir, stjórnmálaflokka og stofnanir, sem hafa skuldbundizt til að heyja styrj- öld gegn fasismanum, hverju nafni sem hann nefnist, unz hann hefur afmáður verið úr tilveru allra þjóða. Heimsráðstefna vor lýsti yfir þeirri skoðun, að það sé skylda ríkisstjórna með hinum sameinuðu þjóðum, sem með samhug sínum og samstarfi í stríði og friði tryggja það, að nýrri skipan friðar og reglu verði kom- ið á um gervallan heim, að synja viðurkenningar þeim ríkjum, sem í stjórnmálalegum og atvinnulegum efnum eru andstæð þeim hugsjónum, er hinar sameinuðu þjóðir hafa fórnað svo miklu fyrir og lagt á sig hinar þyngstu byrðar. Slík ríki eru Spánn Francós, Portúgal og Argentína. Heimsráðstefna vor hefur einróma fallizt á ráða- gerðir fundarins í Dombarton Oak um virka og hald- góða alþjóðaráðstefnu til að afstýra friðrofi, varðveita öryggi og halda uppi friði. Með því einu móti verður hægt að tryggja fullveldisréttindi og sjálfstjórn þeirra þjóða, sem hafa séð hvernig lýðræðisréttindi þeirra hafa verið afmáð miskunnarlaust. Heimsráðstefna vor fagnaði af alhug yfirlýsingu Bandamannastjórna á þeim meginreglum, sem staðfest- ar eru i Atlanzhafssáttmálanum, og um sameiginlega hjálp handa þjóðum þeim, sem leystar hafa verið úr ánauð, til að skapa slík skilyrði, að traustar og full- gildar ríkisstjórnir, er hvíli á frjálsu samþykki þjóðar- innar, fái setzt að völdum. Heimsráðstefna vor gerði sér grein fyrir hinum fjár- hagslegu og félagslegu viðfangsefnum, er híða allra þjóða að stríðinu loknu, og kannaði þær ráðstafanir. sem gera verður til þess að afstýra atvinnukreppu eftir ófriðinn, er mundi á nýjan leik stofna heimsfriðnum í hættu. Ráðstefnan samþykkti þess vegna stefnuskrá varðandi alþjóðlega samvinnu til að tryggja iðnaðar- þróun í lítt þroskuðum löndum og nýta að fullu auð- lindir hverrar þjóðar með því að skipuleggja á hag- nýtan hátt vinnuafl mannanna á þá lund, að fram- VINNAN 79

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.