Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Síða 27

Vinnan - 01.05.1945, Síða 27
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSO.N: STARF OG ÞREYTA Vinna er margvísleg. Þótt öll vinna sé í senn líkam- leg og andleg, greina menn að til hægðarauka líkamlega og andlega vinnu. Allri vinnu er það sameiginlegt, að hún eyðir orku þess manns, sem innir hana af hendi. Því erfiðari sem vinnan er, því meiri verður orkueyðsl- an. Gildir þetta bæði um líkamleg og andleg störf. Þeg- ar orkueyðslan hefur náð ákveðnu stigi, sem er breyti- legt eftir atvikum og einstaklingum, fer þreyta að gera vart við sig. Þá þarfnast maðurinn hæfilegrar hvíldar og endurnæringar, svo að líkami hans og andi geti bætt sér upp orkulát það, sem átti sér stað, meðan maðurinn vann. Áhrifa þreytu gætir á ýmsa lund á manninn og starf hans: Hún dregur úr afköstum og vinnuhraða og eykur alls konar mistök. Þó hefur maðurinn oftast ekki þetta til marks um, að hann sé orðinn þreyttur, heldur þreytutilfiniíinguna. Þessi tilfinning er óþségileg og getur loks orðið mjög þjáningarfull. Gegn þreytutilfinn- ingunni og áhrifum þreytu á afköstin yfirleitt hamlar áhugi og viljaþrek, og á þann hátt tekst mönnum lengi að þvinga sig til vinnu. En ef áfram er haldið, dregur þó loks að því, að maðurinn örmagnast. Hann getur ekki lengur unnið starfið. Sá hluti líkamans, sem erfiðið hvíldi mest á, t. d. handleggurinn, er orðinn of mátt- vana til þess að hefja lóð af ákveðinni þyngd. Afköstin minnka, unz þau verða ekki neitt. Svipuðu máli gegnir um andlega vinnu. Henni er oftast samfara almenn lík- amsþreyta sakir þess, hve lengi er að verki verið. Eins og áður er að vikið, leggjum við oftast þreytutilfinn- inguna sem mælikvarða á það, hve þreytt við erum, en í raun réttri er hún hvergi nærri öruggt merki um þreytu. Áhugi og geðshræringar geta látið þreytutil- finninguna hverfa í bili, svo að maðurinn finnur ekki til hennar fyrr en hann er að því kominn að örmagnast. Þá á þreytutilfinningin oft rót sína að rekja til ófull- nægjandi líkamlegrar heilbrigði, taugaslens og ímynd- unar, en ekki til vinnu: Maðurinn er þreyttur, þótt hann vinni lítið eða ekki neitt. Slík þreytutilfinning stafar oft af næringarskorti, bætiefnaskorti, rangri líffærastarf- semi eða óhollri sefjun, ímyndunarveiki o. fl. Eðli þreytunnar Enn er næsta óljóst, hvað þreyta eiginlega er. Vöðva- þreyta eða þreyta, sem stafar af líkamlegri áreynslu, hef- ur verið miklu meir rannsökuð en heilaþreyta, eða þreyta, sem stafar af andlegu starfi. Um líkamlega þreytu er eftirfarandi skýring sennilegust:* Þ^gar vöðvi starfar, fara fram í honum ýmsar efnabreytingar. Hár- æðar víkka, og um þær rennur slagæðablóð, sem er auðugt af súrefni. Súrefnið sameinast sykurefni vöðv- anna, og við það koma fram efnasambönd, sem brenna, og myndast úr þeim kolsýra og vatn. Við brunann myndast orka, og nýtist nokkur hluti hennar sem starfs- orka, eða um 20%, en hinn hluti hennar kemur fram sem hitaorka. Nú getur svo farið, þegar mikið er reynt á vöðvann, að honum berist ekki nægilegt súrefni til þess, að sykurinn brenni til fulls. Þegar sykurefnin brenna í vöðvanum, myndast fyrst mjólkursýra, áður en þau klofna í kolsýru og vatn. Súrefni blóðsins hefur ekki undan að kljúfa þessi efni og breyta þeim, meðan á áreynslunni stendur, fyrr en hvíldin kemur. Safnast þá mjólkursýra fyrir í vöðvunum, ásamt öðrum efnum, og veldur hún aðallega þreytunni, sem hefur þau áhrif, að vöðvinn verður viðbragðsseinni, dregur sig lakar saman og slaknar seinna en ella. Nú mynda taugung- arnir, sem hreyfiboðin til vöðvans þurfa að fara eftir, ekki samfellda leiðslu, heldur mætast þeir í svonefnd- um taugungatengslum, og er talið, að sérstök efni flytji boðin eða strauminn milli þeirra, og verður við það nokkur töf. Sama gildir um samband taugaþráða og vöðvafrumna. Er talið víst, að mjólkursýran og önnur efni, sem safnast fyrir í vöðvanum við mikla áreynslu, tefji, að boð flytjist milli taugaenda og vöðva, og hindri það loks með öllu. Er þá vöðvinn örmagna og getur t. d. ekki lyft ákveðinni þyngd, þrátt fyrir vilja manns- ins til að gera það. Sálræn áhrif þreytu Rannsóknir á þreytu hafa mikið hagnýtt gildi. Þær hafa leitt í ljós, hvernig hentugast er að skipta tímanum milli starfs og hvíldar. Þá hefur komið í ljós, að slys eru miklu tíðari undir lok vinnutímans, þegar menn eru orðnir þreyttir, en fyrr á vinnutímanum, meðan áhrifa þreytu gætti lítt. Gagnstætt því, sem menn myndu * Sjá: Jóhann Sæmundsson: Mannslíkaminn, Reykjavík, 1940, bls. 46—48. VINNAN 81

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.