Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Side 31

Vinnan - 01.05.1945, Side 31
er of langur vinnutími. Menn mega ekki að nauðsynja- lausu þvinga sig til að vinna, eftir að þeir eru orðnir dauðþreyttir. Ef menn verða örmagna af þreytu, þurfa þeir langan tíma til þess að ná sér aftur, og svarar því aldrei kostnaði að gera sig uppgefinn, nema brýna nauðsyn beri til. Sígilt dæmi um þetta er tilraun, sem ítalski lífeðlisfræðingurinn Mosso gerði. Hann lét til- raunamann sinn toga í kraftamæli með einum fingri, þangað til hann var orðinn gersamlega uppgefinn og gat ekki meir, en það varð hann eftir 30 tog. Tveggja stunda hvíld var nauðsynleg til þess, að hann næði sér að fullu eftir örmögnun. En ef hann togaði 15 sinnum upp kraftamælinn, þurfti hann aðeins 30 mínútur til þess að hvílast að fullu, enda var hann þá ekki farinn að finna verulega til þreytu. Hann var jafnlengi að jafna sig eftir.þrjú síðustu togin og fimtán hin fyrstu, eins og sést á þess- ari mynd. Af þessari til- raun má draga eft- irfarandi ályktan- ir: Menn eru um þrefalt lengri tíma að ná sér eftir ör- mögnun en hæfilega eða venjulega þreytu. Þegar um mjög erfitt verk er að tefla, sem unnið er í einni lotu, getur síðasti hluti þess (ca. Vi—Vs verksins í heild) haft í för með sér svo mikla þreytu, að maðurinn sé jafn- lengi að ná sér eftir hann og allt hitt verkið. Reyndar má spyrja, hvort réttmætt sé að draga almennar ályktanir af tilraun sem þessari, en aðrar rannsóknir hafa sýnt, að þreytu er líkt farið, hvaða líkamshluta sem um er að tefla. Menn ættu því ekki af þráa eða ofurkappi að þvinga sig dauðþreytta til þess að ljúka einhverju verki, ef mögulegt er að komast hjá því. Mönnum er ekki eðlilegt að vinna í mjög löngum lotum, heldur að hætta verki og hvíla sig við og við, þegar veruleg þreyta fer að gera vart við sig. Afköst manna aukast að mun, þegar þeir geta komið við að fylgja þessum vinnuháttum. Þessu atriði hafa iðnrek- endur erlendis veitt athygli og látið rannsaka, hve oft og hve lengi mönnum er hagkvæmast að hvíla sig við ýmis störf. Ef hvíldirnar eru of langar, minnka heildar- afköstin, því að maðurinn stirðnar, meðan hann hvílir sig, og er nokkurn tíma að liðkast aftur og ná fullum afköstum. Ef hvíldirnar eru hins vegar of stuttar, verður ekki fullt gagn að þeim. Víðtæk athugun hefur leitt í ljós, að hentugast virð- ist, að um % vinnutímans fari í hvíld. Matarhlé eru auðvitað ekki talin með. En engar reglur eru fyrir því, hvernig hentugast er, að hvíld og vinna skiptist á; fer það eftir eðli starfsins. Verða tilraunir að skera úr því, hvernig hvíldartímanum skuli háttað við hvert starf. Við sum störf er hentugast að hvíla sig oft, en við önnur að vinna í alllöngum lotum. Yfirleitt má gera ráð fyrir, að hvíldin eigi að koma, þegar draga tekur úr afköstunum. Við margs konar iðnvinnu og verk- smiðjuvinnu er hægt að fylgjast nákvæmlega með af- köstum manna, en við flókin og margbreytt störf er ekki unnt að mæla þau jafnóðum. Verða menn þá að fylgja tilfinningu sinni og mati, sem oft fara nærri sanni. Áreynsla, sem veldur vönum manni einungis óveru- legri þreytu, fær mjög mikið á þann, sem er henni ó- vanur. Með langri þjálfun eykst mótstöðuafl manna gegn þreytu, og hafa sumir jafnvel gizkað á, að í lík- amanum myndist þá móteitur, sem verki gegn efnum þeim, sem aðallega valda þreytu. Gildir þetta bæði um líkamleg og andleg störf. Þótt menn eigi að gæta þess að ofþreyta sig ekki, ber einnig að vara menn við að fylgja þeim sið að hætta við verk, jafnskjótt og þeir finna til lítils háttar þreytu. Með því móti öðlast þeir síður mótstöðuafl gegn þreytunni og verða þolminni. Maður, sem er örþreyttur eftir erfitt dagsverk, sefur oft einungis eins og venjulega og er ekki fullhvíldur næsta dag, þegar hann gengur til vinnu. Ef þessu heldur lengi fram, þjáist maðurinn af stöðugri ofþreytu. Hann verður skapverri, og honum hættir við að gera fleiri mistök en hann á venju til. Bæði afköstum og vinnu- gæðum hrakar. Langvinn ofþreyta er heilsu manna hættuleg, slíkir menn búa við sífellda vanlíðan og eru orðnir útslitnir á miðjum aldri. 3. Ofmikill vinnuhraði veldur tíðum ofþreytu. Reynd- ar er því svo farið, að menn þreytast ekki teljandi meira á því að vinna liðugt en á því að hanga við verkið. Margir geta sér að skaðlausu aukið vinnuhraða sinn. Á þessu byggist m. a., að unnt er, að ákveðnu marki, að stytta vinnutímann, t. d. úr 10 stundum í 8 stundir á dag, án þess að afköstin minnki og án þess að menn bíði tjón við. En virínuhraðanum eru þó takmörk sett. Hverjum manni er eðlilegt að vinna með ákveðnum hraða. Ef hann þvingar sig til að vinna miklu hraðara en honum er eðlilegt, leiðir það til ofþreytu og slits og borgar sig ekki, sízt er til lengdar lætur. I verksmiðj- um, einkum áður fyrr, var þessu atriði ekki nægur gaumur gefinn. Óvaldir menn voru látnir gegna sama starfi, og var vinnuhraðinn of mikill fyrir marga þeirra. Þeir slitnuðu fyrir aldur fram af langvinnri ofþreytu og biðu tjón á heilsu sinni. Á síðari tímum hefur verið ráðin mikil bót á þessu með því að velja hæfa menn til hvers starfs í verksmiðjum og með því að umbæta vélarnar, laga þær betur eftir þörfum mannanna, sem vinna með þeim eða við þær. 4. Röng skipting starfsins. Menn ofreyna sig oft á VINNAN 85

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.