Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 34
EGGERT ÞORBJARNARSON:
ÞJOÐAREINING um ríkisstjórn nýsköpunarinnar
A fimmtugsafmæli sínu færðist íslenzk verkalýðs-
hreyfing það í fang að leysa stærsta viðfangsefni sitt til
þessa: nýsköpun atvinnuveganna í samvinnu við borg-
arastéttina.
Verkalýðsstéttin gekk óhikað til þessa samstarfs, í
trausti þess, að hún væri nógu sterk og — þrátt fyrir
allt — nógu einhuga til þess að tryggja það fyrir sitt
leyti, að hin nýstárlega tilraun stéttarsamvinnu gæti
tekizt.
Nú er það áríðandi, að verkalýðsstéttin taki svo þétt
í hönd borgarastéttarinnar, að ekki verði hætt við verk-
ið fyr en það er fullkomnað.
Það sem íslenzka þjóðin þarf nú, eru ný og stórvirk
framleiðslutæki á sjó og landi, skip, vélar og verk-
smiðjur, er geti gert land okkar að samkeppnisfæru nú-
tímalandi tækninnar til þess að hindra endurkomu at-
vinnuleysisins og leggja grundvöll að hagsælli afkomu
almennings.
Ríkisstjórnin, sem tók að sér að standa fyrir þessari
nýsköpun atvinnuveganna, hefur hafizt svo handa, að
ekki verður um villzt. Hún hefur með prýði leyst jafn
erfitt og flókið vandamál og útflutningur fiskjarins á
yfirstandandi vertíð er, og tryggt hagstætt verð fyrir
fisk okkar. En það sem enn hefur þó talað skýrustu
máli og fengið mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar,
eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um verulega aukn-
ingu fiskveiðaflotans með aðstoð allra innlendra skipa-
smíðastöðva. Og þó mun það aðeins vera upphafið.
Það er vitað, að ríkisstj órnin starfar af kappi að undir-
búningi gagngerðrar aukningar togaraflotans, vinnslu-
verksmiðja fyrir fiskafurðir, stórfelldra hafnargerða
o. s. frv.
Allt þetta spáir góðu og er í samræmi við stórhug
verkalýðsstéttarinnar.
En það, sem er aðalatriðið, er það, að ríkisstjórnin
finni á hverjum tíma, að hún hefur að baki sér vinn-
andi, samtaka þjóð, sem fylgist með framkvæmdum
hennar og fyrirætlunum og auðveldar henni að yfir-
stíga þá innlenda og erlenda erfiðleika, sem hún hefur
þegar mætt og mun að sjálfsögðu mæta í haráttu sinni
fyrir framförum í landinu.
Verkalýðssamtökin voru hin fyrstu fjöldasamtök, sem
tóku strax og fyrirvaralaust afstöðu með ríkisstjórn-
inni og stefnuskrá hennar og hétu henni fullum stuðn-
ingi við framkvæmd nýsköpunarinnar. Á fundum
margra verkalýðsfélaga var stefna og myndun ríkis-
stjórnarinnar rædd og athuguð.
Það er nauðsynlegt, að verkalýðshreyfingin standi
einhuga bak við ríkisstjórnina og vaki yfir gerðum
hennar, örfi hana í framkvæmdum og veiti henni nauð-
synlegan styrk. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi,
að ekki allfá verkalýðsfélög víðsvegar á landinu hafa
þegar hafið meiri eða minni samvinnu við ríkisstjórn-
ina eða nýbyggingarráðið um nýsköpunartillögur á
hinum ýmsu stöðum. Þessi staðreynd er táknandi fyrir
þróunina.
Verkalýðshreyfingin á hverjum stað þarf að gera sér
grein fyrir atvinnumöguleikum á félagssvæðinu, ræða
og koma sér niður á leiðir til framkvæmda, þar sem
skilyrði eru fyrir hendi, og hafa sem nánasta samvinnu
við ríkisstjórnina eða nýbyggingarráð — með milli-
göngu Alþýðusambandsins.
Þó er þetta ekki nóg.
Ef barátta ríkisstjórnarinnar á að bera tilætlaðan
árangur, þarf vinnandi þjóðin öll að skipa sér að baki
hennar.
í hverju byggðarlagi og á landsmælikvarða þyrftu
samtök hinna vinnandi stétta að taka höndum saman
um að beita samtakamætti sínum til framdráttar ný-
sköpun atvinnuveganna og almennum framförum. Ef
þetta yrði gert, ef hin vinnandi þjóð stæði saman á
skipulegan hátt að baki ríkisstjórnarinnar og veitti
henni allan styrk, þá er erfitt að sjá, hvernig nýsköp-
unarátakið gæti misheppnazt.
Ríkisstjórnin sagði þjóðinni þegar í upphafi, að ný-
sköpun atvinnuveganna ynnist ekki nema í harðri bar-
áttu við erfiðleika. Það er nú komið á daginn, að ekki
er aðeins um erfiðleika utanlands að ræða, erfiðleika,
sem þarf að yfirvinna með skynsamlegri og þjóðhollri
utanríkisstefnu. Það er komið á daginn, að aðalerfið-
leikarnir eru innan landssteinanna. Þessir erfiðleikar
stafa aðallega frá stjórnmálamönnum, sem stýra Fram-
sóknarflokknum og sem sjá sinn hlut vænstan í því að
berjast gegn nýsköpun atvinnuveganna og hverju því
spori til framfara, er ríkisstjórnin leitast við að stíga.
Foringjar Framsóknarflokksins (og bandamenn
þeirra) stefna markvisst að því að bregða fæti fyrir
þjóðina í framsóknarbaráttu hennar og taka þar með
88
VINNAN