Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 35

Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 35
SNORRI JÓNSSON: Félag j ámiðnaðarmanna 25 ára Félag járniðnaðarmanna á sér sína forsögu. Hún er að vísu hvergi skráð. Hún er aðeins til sem endur- minning í hugum þeirra, er voru með í að stofna félag- ið og unnu að undirbúningi stofnunar þess. Það er vitað mál, að þó nokkur aðdragandi var að stofnun félagsins. Járnsmiðirnir ræddu um nauðsyn þess að stofna með sér félag, sáu þörfina á því, að svo væri málum þeirra bezt komið, að allir stæðu saman í einu félagi. Eins og gerist og gengur var misjafnlega mikill skilningur á gildi slíks félagsskapar hjá mönnum, og sumir leiddu slíkar bollaleggingar hjá sér. Augljóst er það, þegar maður les fundargerð stofn- fundar, að svo að segja allur undirbúningur að stofnun félagsins hefur farið fram fyrir stofnfund, t. d. leggur nefnd fram tillögur að lögum fyrir félagið á stofnfund- inum, sem fundurinn samþykkti samhljóða sem lög fyrir það. Ekki er þess getið í nefndri fundargerð, hverjir þeir voru, er undirbjuggu lagatillögurnar fyrir fundinn. Endanlegur undirbúningur að stofnun félagsins fór fram á heimili Einars heitins Bjarnasonar járnsmiðs, er síðar var verkstj. í Landsmiðjunni, en þar komu saman rétt fyrir stofnfund 7 járnsmiðir, auk Einars, á sig hina þyngstu ábyrgð. Sérstaklega reyna þeir að fylkja bændum og búaliði sveitanna gegn ríkisstjórn- inni og stefnu hennar. Þessum tilraunum þurfa verkalýðssamtökin að svara með því að vinna bændafólkið til bandalags við sig og fá það til að skilja, að einnig það getur átt samleið með þjóðinni, ef bændurnir sjálfir leggja hönd á plóg nýsköpunarinnar og segja skilið við afturhaldsforingja hins svonefnda Framsóknarflokks. 1. maí fylkir alþýða Islands liði til þess að tjá bræðra- lagshugsjón verkalýðsins um heim allan. I þetta sinn er 1. maí hér á íslandi sérstaklega helgaður hinu sam- eiginlega átaki þjóðarinnar til þess að skapa sér betri og bjartari framtíð. Þennan dag þarf þjóðin að sýna, að hún standi einhuga um nýsköpunaráform sín og þá ríkisstjórn, sem með stuðningi fólksins hefur byrjað hið mikla verk. Filippus Ámundason, Sigurhans Hannesson, Loftur Bjarnason, Árni Jónsson, Sigurður Sigurþórsson og Guðmundur E. Guðmundsson, og undirbjuggu þeir stofnun félagsins. Þessa menn verður að skoða sem aðalhvatamenn að stofnun félagsins og munu þeir hafa verið hin umgetna nefnd, er lagði fram tillögur að félagslögum fyrir stofn- fund. Þegar félagið var stofnað var kaup járnsmiða mjög lágt, og eins og gefur að skilja voru atvinnurekendur sjálfráðir um, hvaða kaup þeir greiddu, um það sömdu þeir við hvern einstakan. Kaup járnsmiða mun á þessum tíma almennt hafa verið kr. 1.25 á klst., en kaup „Dagsbrúnarmanna“ er þá orðið kr. 1.30 á klst. Þetta gefur ofurlitla hugmynd um það, hvað stéttarfélög þýða fyrir launþegana. Ofag- lærðu verkamennirnir höfðu á þeim tíma hærra kaup en þeir faglærðu, í þessu tilfelli járnsmiðirnir, en það sem gerði gæfumuninn var, að ófaglærðu verkamenn- irnir höfðu með sér stéttarfélag, en járnsmiðirnir ekki. Gildi félagssamtakanna er mönnum augljós, sem áþreif- anleg staðreynd nú í dag, en svo var ekki fyrir 25 árum — svo ung er íslenzk verkalýðshreyfing. Þann 11. apríl 1920 er svo Félag járniðnaðarmanna stofnað og gefið nafnið Sveinafélag járnsmiða, það nafn bar félagið í 11 ár eða þar til árið 1931, að nafn- inu er breitt í Félag járniðnaðarmanna. — Stofnfundur var haldinn í litlu timburhúsi, er stóð á lóð þeirri, er Alþýðuhúsið við Hverfisgötu stendur nú. Stofnendur voru 17 að tölu og eru nöfn þeirra rituð með eigin hendi í fyrstu fundargerðarbók félagsins. Þeir voru: Loftur Bjarnason, Árni Jónsson, Sigurður Sigurþórsson, Einar Bjarnason, Sigurhans Hannesson, Guðmundur E. Guðmundsson, Bror Westerlund, Bjarni Bjarnason, Ágúst Friðriksson, Öskar Hedlund, Guðjón Sigurðsson, Filipus Ámundason, Þórarinn Bjarnason, Kristófer Egilsson, Loftur Þorsteinsson, Eiríkur Jóns- son, Björn Stephensen. Á stofnfundinum voru eins og áður er getið sam- þykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn, en hana skipuðu VI N N A N 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.