Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 39

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 39
ÁSGEIR JÓNSSON: r Félag járniðnaðarmanna 25 ára Þorvaldur Brynjólfsson, Jón Sigurðsson, form. 1939—1942 gjaldkeri í 10 ár A þessum árum voru það tveir menn sem öðrum fremur báru uppi störf félagsins, en það voru þeir Ein- ar heitinn Bjarnason og Filippus Ámundason, skiptust þeir á um formanns- og varaformannssætið. Einar var varaformaður félagsins frá stofnun þess til ársins 1928 og formaður frá 1928—1930, en Filippus formaður frá 1922—1928 og varaformaður frá 1928—1930. — Félagið vottaði þessum ágætismönnum virðingu sína með því að gera þá að heiðursfélögum á 20 ára afmæli félagsins, árið 1940, og eru þeir einu heiðursfélagarnir, sem félagið hefur kjörið. Á árinu 1929 fer að færast nýtt líf í félagið. Með- limatala þess eykst og það lifnar mjög yfir starfsemi þess. I byrjun ársins 1930 er Loftur Þorsteinsson kos- inn formaður félagsins og gegndi hann því starfi til dauðadags 1938. Það er ekki hægt að minnast svo félagsins á þessu tímabili, að hans sé ekki getið um leið. Þessi ár er hann stjórnaði félaginu voru á ýmsa lund erfið. Á tímabili var mjög mikið atvinnuleysi í iðninni og gerði það félagsstarfseminni að ýmsu erfitt fyrir. þrátt fyrir það var á þessu tímabili haldið uppi öflugu félagsstarfi, er óx með hverju ári sem leið, og er ekki nokkur vafi á því, að að svo miklu leyti sem það starf verður þakkað nokkrum einstaklingi í félag- inu, þá ber að þakka það Lofti Þorsteinssyni, því að segja má, að hann hafi verið lífið og sálin í félaginu þennan tíma. Enda vann Loftur af alúð og framúr- skarandi dugnaði að öllu því, er hann tók sér fyrir hendur. Fyrsta vinnustöðvun félagsins var gerð um áramótin 1931—32, hún varð ekki löng, stóð aðeins einn dag, laugardag. — Síðari hluta sama árs segja atvinnurek- endur upp kjarasamningum við félagið og fara fram á kauplækkun hjá meðlimum þess. Þessu var svarað af hendi félagsins með því að bera fram kauphækkunar- kröfur fyrir sveina og nemendur. Um kaup sveinanna Nú stöndum vér á merkum tímamótum og minnumst aldarfjórðungsstarfs í dag vors félags, sem að stendur styrkum fótum og stöðugt hefur getað hœtt vorn hag. En minnumst þess, að margt er enn að starfa, vér megum aldrei hika á þeirri leið, sem miðar vorri stétt og þjóð til þarfa, með það í huga verður förin greið. Ég veit að félag járniðnaðarmanna mun jafnan standa fast um okkar rétt, því ujuiin störf þess ótvírœtt það sanna, að eijiijig hefur ríkt í vorri stétt. Vér stóðum oft í stórrœðum og vajida, en styrkur vor þá óx við hverja þraut. Vér sameinaðir skulum stöðugt standa, til starfs og dáða liggur okkar braut. Vér skulum lands vors iðnað liefja hœrra, það lilutverk framkvœmt skal af vorri stétt, og verksvið hennar verður sífellt stœrra, því verða ekki lengur tahnörk sett. Og öll vor skip vér skulum sjálfir byggja, er skapi okkur síðar lífskjör góð og þannig heill og hagsœld lands vors tryggja, því hér skal búa jrjáls og starfsglöð þjóð. V_________________________________________________/ náðist samkomulag, en ekki um kaup nemenda, og var lýst yfir vinnustöðvun, er stóð yfir í 4 vikur. Það má segja meðlimum félagsins, á þeim tíma, til verðugs hróss, að þeir stóðu fast saman í þessari deilu, þótt ekki stæði hún um kaup þeirra, heldur nemanna. Lauk deilunni með því að kauphækkun náðist fyrir VINNAN 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.