Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Page 42

Vinnan - 01.05.1945, Page 42
um þangað, sem Catti fór, Catti með þrýstnu brjóstin sín. En honum kom það á óvart, þegar hann komst að raun um, að í þetta skipti lét hún ekki sitja við orðin tóm. Hún giftist fisksalanum og settist að í íbúðinni yfir fiskbúðinni hans, í hávaðasömu borginni, sem bláa áin rann um, og þar sem voru frægar kastalarústir og kvikmyndasýning þrjú kvöld í viku. Daginn, sem hún giftist, fór hún fram hjá kofa Dans á leið sinni til borg- arinnar. Hún ók í flutningsvagni, og í hann var hrúgað öllu, sem hún átti. Og þó að hún sæi hann ygla sig bak við gluggatjöldin, þá datt henni ekki í hug að hreyta í lrann illyrðum eða heimta af honum ábreið- una, sem hún hafði verið marga mánuði að sauma í. Hún aðeins fitjaði ofurlítið upp á trýnið og sýndi fall- egu tennurnar sínar. Hún var í ljósrauðum kjól og virðuleg á svipinn. Þetta kvöld stýfði Dan hausinn af feitasta alifuglin- um sínum, reitti af honum fiðrið, steikti hann á eldin- um og stýfði hann úr hnefa. Og fjórum pottum af bjór skolaði hann niður. Og þegar hann var orðinn drukkinn, söng hann fyrir sjálfan sig í daufu kertaljósi kofans, gamlar, grófgerðar vísur, þar sem farið var háðulegum orðurn um konur. Fyrstu tvö hjónabandsárin bar Catti sig eins og drottning í borginni og klæddist silki, en áður hafði hún aðeins gengið í ullarfötum. En brátt kom að því, að gula hárið hennar tók að grána og hékk ógreitt umhverfis magurt andlitið. Hjónabandið var ekki far- sælt. Selwyn, sem alltaf hafði opinn munninn líkt og Iítill krakki, var ekki gáfaðri en þurkaða kópsíldin, sem hann verzlaði með, og hann fann engan tilgang í lífinu, nema þegar hann sat yfir viskýglasinu sínu í knæpu Shepherds handan við götuna. En ef til vill hefur það verið ósamlyndið á heimilinu, sem beindi skrefum hans svo oft yfir götuna, að úr fiskbúðinni, sem aldrei hafði staðið með sérlega miklum blóma, tók að berast þefur af vörubirgðum, sem farið var að slá í. I íbúðinni yfir fiskbúðinni sat Catti og reyndi að gleyma raunum sínum með því að sauma sér fallega kjóla, en þá hafði hana löngum langað til að eiga. En nú var hún farin að líta út eins og fuglahræða, og öll gamla fegurðin hennar var horfin. Stundum grét hún, en hitt skeði þó oftar, að hún réðist á Selwyn með hrak- yrðum. En meðan þessu fór fram, tók Dan að efnast, eins og í hefndarskyni. Hann keypti sér vörubíl með afborgun- um, en hann vildi ekki fara úr dimma kofanum með svörtu röftunum, og þar matreiddi hann handa sér sjálfur eins og í gamla daga. Svartur var hann enn á brún og brá og nefið stórt og bogið, og hann var orðinn grimmdarlegur á svipinn. Hann sneyddi hjá veitinga- húsunum og eyddi öllum frístundum sínum til að skera út dýr úr tré. Hann keypti sér olíulampa, hnífapör, klukku, og einu sinni, þegar hann langaði til að eyða, keypti hann sér gullhring. Hann leit aldrei á nokkra konu. I vörubílnum sínum gat hann farið til fimm eða sex þorpa á hverjum degi og verzlað með alifugla, egg og grænmeti. Þegar hann tók að efnast, reyndi mörg stúlkan, þrátt fyrir grimmd- arsvipinn á honum, að koma sér í mjúkinn hjá hon- um og bæta honum upp missi Cattis, en hann sýndi þeim ekkert tillæti. Einu sinni, þegar hann ók fram hjá fiskbúðinni í græna bílnum sínum og sá Catti koma út úr húsinu, horaða og beinabera, hallaði hann sér út úr bílnum og kallaði háðslega: — Hvað kostar úldni makríllinn núna, frú Síld? Hún starði stórum augum á eftir bílnum, sem sendi reykjargusurnar afturundan sér. A næðingssömu nóvemberkvöldi, um fjórum árum eftir að hún giftist, leit hann upp frá tréskurði sínum og sá hana stara inn um gluggann. Hann glotti kulda- lega og grúfði sig aftur yfir verk sitt. Hún drap högg á rúðuna og kallaði inn: — Hleyptu mér inn, Dan, og lofaðu mér að verma mig við eldinn þinn. — Farðu burtu! hrópaði hann. Dyrnar voru ólæstar, en hún vildi ekki koma inn án leyfis. — Næðingurinn er kaldur, Dan, og ég er soltin. Hann leit upp, sá magurt og kinnfiskasogið andlitið, og sagði: — Snautaðu burtu! Farðu heim til mannsins þíns! Stattu ekki þarna eins og þvara! Viltu að ég kalli á lögregluna? Hún barði hnefanum í eina rúðuna og braut hana. Blóðið rann úr hendinni á henni. — Það er frost í kvöld, sagði hún aumingjalega. — Aktu mér heim í bílnum þínum, Dan! Hann slökkti á lampanum og læsti dyrunum. Hún heyrði hann þramma upp stigann, upp í svefnherberg- ið. Hún labbaði eftir veginum gegnum nöturlegan skóg- inn og gekk sex mílna vegarlengd til borgarinnar. Hún hafði lagt af stað kjökrandi til æskustöðva sinna, eftir mikið rifrildi við Selwyn, sem hafði drukkið út allar tekjur dagsins. Um mánuði seinna kom hún aftur, tötraleg og skjálf- andi. Hann glotti, þegar hún kallaði til hans fréttirnar inn um gluggann, því hann hafði heyrt þær áður. — Selwyn er gjaldþrota. Búðinni var lokað í dag. Ég á ekkert heimili, aðeins eina undirsæng. Hleyptu mér inn, Dan. Hann kallaði aftur: — Makríllinn á djúpt haf til að stinga sér í. Aktu nú í brúðarklæðum til borgarinnar. Hann þorði ekki að fara frá glugganum, ef hún skyldi nú taka upp á að brjóta rúðu aftur. Hann hafði orðið að borga krónu fyrir nýja rúðu. Þó að hinn forni hljómur væri horfinn úr röddinni, 96 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.