Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 52
nógu löng, sem menn fengu fyrst. Sumir skipstjórarnir
eru nú farnir að sjá, að þeir hafa ekki nema helberan
skaða af að láta menn vaka svona mikið, og eru það
einkum hinir eldri og reyndari, en sumir eru ennþá svo
blindir og hrokafullir, að þeir hvorki sjá þetta né vilja
sjá. Sér og útgerðinni til mikils tjóns láta þeir menn
vaka þangað til þeir eru orðnir ónýtir til vinnu og
dragast áfram af veikum mætti, af eintómri undirgefni
og hlýðni, því þeir vita sem er: ef einhver gengur (að
skipstjórans dómi) lakar fram en annar, þá má hann
búast við að fá aS „taka pokann sinn“ og fara í land
við fyrsta tækifæri; en þá er hræðslan við atvinnuleysi,
þegar á land er komið, svo þeir eru eins og í milli
steins og sleggju; þeir kjósa heldur að láta pína sig og
kvelja heldur en að fara á vonarvöl. Þetta vita líka skip-
stjórarnir. Þeir geta alltaf fengið menn, hvernig sem
þeir haga sér við þá, þegar út á sjóinn er komið.
Margan langar til aS reyna þessa vinnu og álíta hana
sæmilega borgaða, en margur fær nóg af því strax á
fyrsta ári og leggur það ekki upp oftar, og margur er
rekinn í land eftir fyrsta túrinn. Þeir allra duglegustu
og hraustustu halda þaS út nokkur ár.
Kvillar eru algengir á trollurunum, einkum ígerðir í
höndum og úlfliðum, og er það mjög eðlilegt, þar sem
menn eru dag eftir dag með heita og sloruga vetllinga
á höndum og þess á milli í koltjöru (úr netum), og
verði menn handlama og geti ekki unnið, þá er vanalega
álitið, að maðurinn geri sér það upp og mörg dæmi
veit ég þess, aS handlama men nhafa ekki þoraS að
ganga aftur á skipið til að fá sér að borða, af því þeir
hafa búizt við ónotaorðum úr skipstj óranum. . . .
Tveim árum síðar farast sjómanna svo orð um vök-
urnar á togurunum:
Togaramönnum ber saman um það, að eftir svona
hálfs annars sólarhrings vöku (ekki sízt ef búið er að
vaka oft það, eða meira til, með stuttum svefni á milli),
þá verði flestir eins og hálfsturlaðir, sumir fara t. d. að
hlæja og eru síflissandi. Einn háseti sagði, að hann og
annar, er næstur honum stóS, hefðu farið að skelli-
hlæja að því, er maður stórslasaðist og aS það kæmi
fyrir, að menn eftir langar vökur reiddust stundum út
af litlu eða engu, svo að þeir vissu ekki sitt rjúk-
andi ráð.
SigurSur Einarsson kveður svo í kvæðinu Togarar:
Veifur svífa við sigluhnokka,
sólin stirnar á málaða skrokka.
Hér liggja þeir bundnir röð við röð,
eins og risaflákar í þröngri tröð.
Þeir spúa bólstrum af blökkum mekki,
svo bryggjan er vafin í reyk,
sem skríður við jörðu, kastast í kekki,
með kulið á vanga þeir toga í hlekki,
sem vildu þeir komast á kreik.
Þar leggur einn út með leystum taugum,
hann lítur ísköldum festaraugum
með drottnandi þótta yfir dimmgrænt svið,
hann dýfist í báruna, þyngir skrið,
skínandi fagur um skrokk og reiða
með skutinn í fossandi röst.
Mjallhvítt löður um bógana breiða,
bólstrar af reyk við loftið heiða
og stefnan strikbein og föst.
Glaðlegir drengir ganga. á þiljum,
þeir glotta við tönn mót sogandi hyljum,
þreknir, með útilofts þeldökka rún
á þróttlegum kinnum og harðlegri brún.
Kornungir garpar, sem engu eira,
þótt æði rjúkandi hregg,
sem fóru víðar og vita fleira,
sem vinna betur og kunna meira,
en sú kynslóð, sem kom þeim á legg.
Og þessi sveit, er á sænum drottnar,
á sjálfstraust frjálsborins manns,
þótt hlytu hennar forfeður herðar lotnar
og hendur lúnar og kröftum þrotnar
á fleytunum fógetans.
Því hún á mannvitsins mátt sér að baki
og málmsins vald, þó að byrðinginn skaki
ólmar hrannir, á yztu mið
er örugg stefnt og ei beðið um grið.
En þessir garpar, sem engu eira,
þótt æði rjúkandi hregg,
þeir skynja réttar og skilja fleira,
þeir skyggndust víðar, og heimta meira,
en sú kynslóð, sem kom þeim á legg.
A öðru ári heimsstyrjaldarinnar, hinn 10. júní 1915,
hóf nýtt blað göngu sína í Reykjavík. Það var Dagsbrún
— blað jafnaðarmanna. Tvö hin fyrri blöð verkamanna
höfðu ekki orðið langlíf. En síðan Dagsbrún kom út
hefur íslenzkur verkalýður jafnan átt sér ritað málgagn.
Stefna blaðsins var túlkuð á þessa lund:
Jöfnuður sá, er við viljum koma á, er að allir, hvert
einasta mannsbarn, sem fæðist hér á landi, hafi jafnt
tækifæri til þess að þroska og fullkomna alla góða og
fagra meðfædda hæfileika (og við viljum að allir geri
það), svo að þeir geti lifað ríkara og hamingjusamara
lífi, og hver einstaklingur unnið þjóðinni í heild sinni
meira gagn.
FÁTÆKTIN ÚTLÆG
Það sem fyrst og fremst þarf að gera til þess að geta
kornið fram áformi okkar, er að koma á svo almennri
velmegun, að hver einstaklingur hafi ráð á að veita sér
þá þekkingu, er hugur hans hneigist að. En til þess þarf
að gera fátæktina útlæga úr landinu. Til þess að koma
þessu í framkvæmd ætlum við á allar lundir að stuðla
að því að láta auðsuppsprettur landsins renna sem ríku-
legast, og þannig, að það verði þjóðin, sem ábatast á
því, en ekki einstakir fáir menn. Framh.
106
VIN N A N