Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 56

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 56
r~--------------------------------- SAMBANDS- ííSindi Aðalfundur Aftureldingar á Hellissandi Verkalýðsfélagið „Afturelding“ á Hellissandi hélt aðalfund sinn 9. marz sJ. I stjórn voru kosin: Hjálmar Elíesersson, for- maður, Júlíus Þórarinsson, varaformaður, Sigurjón Illugason, ritari, Kristín Oddsdóttir, gjaldkeri og Sigríður Kristinsdóttir, meðstjórnandi. Aðalfundur verkalýðsfélagsins „Vörn" á Bíldudal Verkalýðsfél. „Vörn“ á Bíldudal hélt aðalfund sinn II. marz s.l. I stjóm voru kosin: Gunnar Kristjánsson, formaður, Lúther Bjarnason, ritari, Guðbjartur Jónasson, gjaldkeri, Guðný Guð- mundsdóttir og Elísa Jónsdóttir, meðstjórnendur. Aðalfundur Verkalýðsfélags Patreksfjarðar Aðalfundur Verkalýðsfélags Patreksfjarðar var haldinn 25. febr. s.l. og aðalfundir deildanna nokkru síðar. Stjóm félagsins var öll endurkosin og skipa hana: Jóhannes Gíslason, formaður, Olafur Kristjánsson, varaformaður, Gunnlaugur Egilsson, ritari, Þórarinn Bjarnason, gjaldkeri og Markús O. Thóroddsen, fjár- málaritari. — Formaður verkamannadeildarinnar er Þórarinn Bjarnason, formaður sjómannadeildarinnar er Ólafur Kristjáns- son og formaður verkakvennadeildarinnar er Ingibjörg H. Guð- mundsdóttir. Félagið samþykkti á fundi sínum II. marz s.l. að segja upp núgildandi kjarasamningi við atvinnurekendur. Samn- ingurinn er útrunninn 22. apríl. Aðalfundur Brynju á Þingeyri Verkalýðsfélagið „Brynja“ á Þingeyri hélt aðalfund sinn 20. febr. s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: Sigurður E. Breiðfjörð, formaður, Ingi S. Jónsson, ritari, Leifur Jóhannesson, gjaldkeri, Kristján H. Jóhannsson og Samson Jóhannsson, meðstjórnendur. Skuldlaus eign félagssjóðs nú við s.l. áramót var 4.900 kr. og sjúkrasjóðs félagsins 10.694 kr. Áðalfundurinn kaus 1. maí- nefnd. Aðalfundur Verkalýðsfélags Bolungavíkur Verkalýðsfélag Bolungavíkur hélt aðalfund sinn seint i febrú- armánuði s.l. Stjórn félagsins var endurkosin og skipa hana: Jón Tímótheusson, formaður, Pálmi Karvelsson, varaformaður, Ágúst Vigfússön, ritari, Haraldur Stefánsson, gjaldkeri og Salómon B. Kristjánsson, meðstjórnandi. Samþykkt var að segja upp gildandi kjarasamningi. Aðalfundur „Farsaels" á Hofsós Verkamannafélagið „Farsæll“ á Hofsós hélt aðalfund sinn um mánaðamótin febrúar—marz. í stjórn voru kosnir: Jóhann Ei- ríksson, forntaður, Anton Tómasson, varaform., Björn Jónsson, ritari, Guðmundur Jónsson, gjaldkeri og Jón Tómasson, með- stjórnandi. Aðalfundur Verkalýðsfélags Kaldrananeshrepps Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps í Strandasýslu hélt aðal- fund sinn í byrjun marz. t stjórn voru kosnir: Einar Sigvalda- son, formaður, Björn Guðmundsson, ritari og Bjarni Bærings- son, gjaldkeri. Aðalfundur Verkamannafélags Reyðarfjarðarhrepps Verkamannafélag Reyðarfjarðarhrepps hélt aðalfund sinn um mánaðamótin jan,—febr. Stjórn félagsins var endurkosin og skipa hana: Jónas P. Bóasson, formaður, Ágúst Guðjónsson, ritari og Guðlaugur Sigfússon, gjaldkeri. Aðalfundur Verkalýðsfélags A.-Eyjafiallahrepps Verkalýðsfélag Austur-Eyjafjallahrepps í Rangárvallasýslu hélt aðalfund sinn í febr. I stjórn voru kosnir: Sigurjón Sigur- geirsson, formaður, Sigurþór Skæringsson, ritari og Högni Magnússon, gjaldkeri. Aðalfundur Sveinfélagsins Bjargar Sveinafélagið „Björg“ hélt aðalfund sinn 11. marz s.l. Þessar voru kosnar í stjórn: Kristrún Kristjánsdóttir, formaður, Arndís Þórðardóttir, ritari og Borghildur Magnúsdóttir, gjaldkeri. Aðalfundur í „Hvöt" á Hvammstanga Á aðalfundi vekamannafélagsins „Hvöt“ á Hvammstanga, er haldinn var í jan„ voru þessir menn kostnir í stjórn: Bjöm Guðmundsson, formaður, Þorsteinn Diómedusson, ritari og Skúli Magnússon, gjaldkeri. Aðalfundur Verkafnannafélags Arnarneshrepps Á aðalfundi Verkamannafélags Arnarneshrepps í Eyjafjarðar- sýslu voru þessir menn kosnir í stjórn félagsins: Baldvin Sig- urðsson, formaður, Ingimar Brynjólfsson, ritari og Gunnlaugur Pálmason, gjaldkeri. Árið 1944 gengu í félagið 42 nýir meðlimir og telur það nú 74 félagsmenn. Aðalfundur „Fram" á Seyðisfirði Á aðalfundi verkamannafélagsins „Fram“ á Seyðisfirði var stjórn félagsins öll endurkosin og skipa hana þessir menn: Þor- kell Bjömsson, formaður, Eymundur Ingvarsson, varaform., Vil- hjálmur Sveinsson, ritari, Hannes Jónsson, gjaldkeri og Hjálmar Halldórsson, aðstoðargjaldkeri. Nýir samningar við Skeiðfossvirkjunina Nýir samningar um vinnu við Skeiðfossvirkjunina voru undir- ritaðir 18. marz s.l. Aðiljar voru, eins og áður, Verkamannafélag Fljótamanna og Höjgaard & Schultz A.S. Ymsar lagfæringar og samræmingar voru gerðar með þessum samningum, en sjálft kaupgjaldið er óbreytt frá því sem áður var. Alþýðusambandið annaðist samningagerðina fyrir verkamannafélagið. Nýir kjarasamningar á Hofsósi 21. marz s.l. voru undirritaðir kjarasamningar milli verka- mannafélagsins „Farsæll" á Ilofsósi og Kaupfélags Austur-Skag- firðinga. Með þessum nýju samningum fengu verkamenn marg- ar kjarabætur. T. d. er 8 stunda vinnudagur viðurkenndur í fyrsta skipti, verkamenn fá 7 daga greidda í slysatilfellum, grunnkaup í almennri landvinnu (dagvinna) er kr. 2,10 á klst., í skipavinnu kr. 2.65, í kola-, salt- og sementsvinnu kr. 3.00 á klst. Tímakaup unglinga í almennri vinnu er kr. 1.65. 1 eftir- vinnu greiðist 50% álag á dagvinnukaupið, í næturvinnu 75% álag og í helgidagavinnu 100% álag. Ráði menn sig upp á mán- aðarkaup er það kr. 420.00 og miðast það við 8 stunda vinnu- dag. Dýrtíðaruppbót greiðist á allt kaup samkv. útreikningi 110 V I N N A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.